Landvernd fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um eflingu almenningssamgangna

Landvernd hefur sent frá sér ályktun þar sem samtökin fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að standa við fyrri yfirlýsingar og láta milljarð króna renna árlega til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin.

Landvernd hefur sent frá sér ályktun þar sem samtökin fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að standa við fyrri yfirlýsingar og láta milljarð króna renna árlega til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin. Ákvörðunin er í góðu samræmi við ályktun Landverndar á aðalfundi félagsins í fyrra þar sem samtökin hvöttu stjórnvöld til að hefja átak í þessa veru.

Samgöngur eru næststærsta uppspretta á útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis, á eftir iðnaði og efnanotkun og fyrir vegasamgöngur jókst útstreymi um 81% milli áranna 1990 og 2007, aðallega eftir árið 2002. Þá er einkabílaeign hérlendis með því mesta sem þekkist í heiminum. Efling almenningssamgangna er því mikilvægur liður í að draga úr útstreymi. Landvernd hvetur stjórnvöld og sveitarfélög áhöfuðborgarsvæðinu til að halda áfram á þessari braut og styrkja almenningsamgöngur og innviði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd