Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Menntun er lykillinn að aukinni umhverfisvitund – Shelley McIvor

Þann 21. nóvember sl. voru haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins Frá vitund til verka. Shelley McIvor frá Global Action Plan í London talaði um breytingu í hegðun fólks og hvernig menntun, miðlun upplýsinga og sérstaklega þátttaka hvers og eins er lykillinn að aukinni umhverfisvitund fólks. Hún flutti fyrirlesturinn Creating the Change We Need to See.