Þátttaka í ákvarðanatöku

Landvernd virkan þátt í stefnumótun í umhverfismálum með gerð umsagna um fjölda þingmála, skipulagsmál sveitarfélaga, áætlanagerð og einstakar framkvæmdir á vegum einkaaðila og hins opinbera. Landvernd beitir sér einnig í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum. Fulltrúar samtakanna eiga sæti í starfshópum  á vegum hins opinbera, taka þátt í opnum fundum um margvísleg málefni og vekja athygli á umhverfismálum í fjölmiðlum. Samtökin virkja önnur félagasamtök og einstaklinga með sér í þessu starfi. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli árósasamningsins og innleiðingu hans í íslensk lög. Samningurinn veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. 

Kvörtun til ráðuneytis vegna Umhverfisstofnunar

Landvernd telur alvarlegt athafnaleysi stjórnkerfisins vera við lýði í verndun Mývatns og Laxár. Hafa samtökin sent erindi til umhverfis- og auðlindaráðuneytis í formi stjórnsýslukæru. Telja samtökin Umhverfisstofnun hafa borið af leið og ekki hafa sinnt hlutverki sínu sem skyldi þegar kemur að náttúruvernd á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Stórtækur hótelrekstur hefur nú byggst upp í Mývatnssveit og mörg þeirra hótela standast ekki kröfur um mengunarvarnir og/eða eru án undanþágu eða leyfa Umhverfisstofnunar og þannig í trássi við lög og reglur um verndun Mývatns og Laxár.

Í erindi sem Landvernd sendi 6. mars sl. til ráðuneytisins er þess krafist að það mæli fyrir um að Umhverfisstofnun grípi til þeirra úrræða sem hún hefur til þess að knýja hóteleigendur við Mývatn til efnda. Vísar Landvernd til þess uppruna verndarlaganna að tryggja blómlegt mannlíf í Mývatnssveit en leggja ríka áherslu á verndun þeirra miklu náttúruverðmæta sem þar er að finna.

Landvernd rekur í erindi sínu til ráðuneytisins:

- Rekstur hótelanna tveggja í Reykjahlíð; hótels Reynihlíðar og hótels Reykjahlíðar, uppfyllir ekki stjórnvaldsfyrirmæli um hreinsun fráveitu. Þetta er margviðurkennt af Umhverfisstofnun.

- Hótel Gígur er sumarhótel á Skútustöðum sem hefur heldur ekki fráveitu í samræmi við reglur á verndarsvæðinu. Þar hafa staðið starfsmannahús án leyfis eða undanþágu Umhverfisstofnunar.

- Sel-Hótel á Skútustöðum var endurbyggt og stækkað til muna 2015 án undanþágu eða leyfis frá Umhverfisstofnun. Frárennsli er í trássi bæði við Mývatnsreglugerð og staðfest deiliskipulag.

- Hótel Laxá hefur verið starfrækt á verndarsvæði Mývatnslaga frá 2014 án nokkurs leyfis eða undanþágu frá Umhverfisstofnun og 2016 var bætt við þremur starfsmannahúsum án slíks leyfis eða undanþágu. Skólphreinsistöð er við hótelið sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi allan rekstartíma hótelsins. Starfsmannahúsin eru ekki tengd við hana.

- Fosshótel er nú í byggingu norðan Mývatns skammt frá Reykjahlíð, innan verndarsvæðisins. Sú bygging hófst einnig í leyfisleysi, en Umhverfisstofnun leyfði hana eftir að framkvæmdir hófust í nóvember sl. Er það jafnframt í fyrsta sinn í sögu Umhverfisstofnunar – og núgildandi Mývatnslaga – sem bygging hótels er heimiluð af náttúruverndaryfirvöldum á náttúruverndarsvæði. Þrátt fyrir þetta mælti Umhverfisstofnun gegn hótelinu á skipulagsstigi vegna röskunar á landslagi. Umsagnir vísindastofnana um hótelbygginguna voru neikvæðar, en haldlitlar þegar bygging er risin. Vinnubúðir fyrir 50 manns voru reistar á verndarsvæðinu í sumar án leyfis eða undanþágu Umhverfisstofnunar og við vinnubúðirnar er ekki sú hreinsun frárennslis sem mælt er fyrir í verndarreglugerð fyrir svæðið.

Frá 2014 hefur hótelgistirýmum innan verndarsvæðisins þannig fjölgað úr 170 í 376 yfir veturinn, en úr 244 í 450 yfir sumartímann og mun enn fjölga og verða 632 í sumar, þegar tekið verður í notkun hótelið sem Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir. Það eitt á að hýsa hátt í 200 gesti.

Ekki er leyfilegt að framkvæma á verndarsvæðinu án leyfis eða undanþágu Umhverfisstofnunar. Athafnaleysi Umhverfisstofnunar telur Landvernd í ofangreindum tilvikum alvarlegt, í ljósi markmiðs laga um verndun Mývatns og Laxár, fjölda skýrslna um ástand lífríkis í vatninu og síendurtekinna umsagna hennar sjálfrar þar sem hún hefur varað við stórum hótelbyggingum. Mývatn hefur frá 2012 verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði í hennar umsjón sem eiga á hættu að glata verndargildi sínu. Mývatnslög leggja verulegar skorður við uppbyggingu á verndarsvæðinu en hún er nú komin langt út fyrir allan þjófabálk – í skjóli aðgerðarleysis stofnunar sem að lögum á að tryggja verndina. Mývatn ver sig ekki sjálft.

Kæra til UAR vegna aðgerðarleysis UST skv. Mývatnslögum_6. mars 2017 LOKA.pdf
Tögg
mynd myvatn 2p.jpg 

Vista sem PDF

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Í brennidepli

Afhending Metsco 2.jpg
Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi.

Leita í gagnasafni

Snaefell_Petur Halldorsson.jpg
Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun
Áform um sameiningu verkefna á sviði náttúruverndar fagnað

Berggangur_Hverfisfljot.jpg
Umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun
Stjórn Landverndar hefur birt umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun.

Mynd Fosshotel_7juli.jpg
Úrskurður kallar á nýja ákvörðun um umhverfismat hótels í Mývatnssveit
Ekki var grundvöllur fyrir leyfisveitingum Umhverfisstofnunar og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps fyrir Fosshóteli við Mývatn.

Af Leirhnjuk.jpg
Landvernd og Fjöregg stefna íslenska ríkinu
Umhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi.