Græni Lykillinn

Green key
Höfum sjálfbærni að leiðarljósi á ferðalögum okkar um heiminn

Græni lykillinn

Græni lykilinn (e. Green Key) er umhverfisvottun fyrir fyrirtæki á sviði afþreyingar og þjónustu. Vottunin er veitt til hótela og gististaða, ráðstefnusala, veitingastaða, safna, tjaldstæða og skemmtigarða. Græni lykillinn er ein útbreiddasta alþjóðlega umhverfisviðurkenningin sem snýr að hótelum og gististöðum og hefur verið starfræktur í 20 ár. Árið 2015 hlutu 2370 staðir viðurkenninguna í 52 löndum um heim allan.

Græni lykillinn er vottunarkerfi sem ætlað er að auka vitund og árvekni eigenda, starfsfólks, hagsmunaaðila og viðskiptavina gagnvart umhverfinu og sjálfbærum málefnum. Til þess að hljóta viðurkenninguna verða rekstraraðilar að uppfylla umhverfisskilyrði er lúta að tólf umhverfisþáttum, s.s. vistvænum innkaupum, úrgangsstjórnun, orkusparnaði og umhverfisfræðslu. Græni lykillinn leggur áherslu á að minnka umhverfisáhrif, draga úr rekstrarkostnaði og stuðla að sjálfbærum málefnum.

Grænki lykillinn kappkostar að uppfylla fjögur markmið:

  1. 1. Annast fræðslu um umhverfi og sjálfbæra þróun fyrir eigendur, starfsfólk, hagsmunaaðila og viðskiptavini
  2. 2. Draga úr umhverfisáhrifum af rekstrinum
  3. 3. Bæta stjórnunaraðferðir til að draga úr neyslu, þörf fyrir aðföng og lækka rekstrarkostnað
  4. 4. Markaðssetningu sem felur í sér kynningu á umhverfisvottuninni og þeim gæðum og aðstöðu sem vottuð eru

Græni lykillinn á Íslandi

Árið 2015 hlutu Radisson Blu Hótel Saga og Radisson Blu Hótel 1919 Græna lykilinn, fyrst hótela hér á landi

Green Key International

Hægt er að fræðast nánar um Græna lykilinn á heimasíðu Green Key International.

 


 

Gististaðir með Græna lykilinn