Landvernd heldur utan um herferðina hér á landi. Í því felst: • Verkefnisstjórn • Ráðgjöf til skipuleggjenda • Samskipti og kynning • Utanumhald skráningar hópa og skráning stranda sem hafa verið hreinsaðar á heimasíðu verkefnisins • Veitir leiðbeiningu um hvernig skal flokka þann úrgang sem safnast og hvernig skal koma honum í réttan farveg. • Utanumhald tölulegra upplýsinga um þann úrgang sem safnað hefur verið • Skipulagning annarra viðburða á vegum herferðarinnar

 

Á degi umhverfisins þriðjudaginn 25. apríl hefst nýtt átak Landverndar: Hreinsum Ísland. Dagana 25. apríl - 7. maí vekur Landvernd athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Vonumst við til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetjum við fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu. Hægt er að skipuleggja sína eigin strandhreinsun og veitir Landvernd góð ráð á síðunni hreinsumisland.is sem opnar á viðburðinum. #hreinsumisland #landvernd #hreinthaf

 

Þann 6. maí næstkomandi en þá fer fram Norræni strandhreinsunardagurinn á Snæfellsnesi. Að honum standa Landvernd og nokkur umhverfisverndarsamtök á Norðurlöndum auk annarra skipuleggjenda á Íslandi sem eru Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingin á Íslandi og Blái herinn.  

Hreinsaðar verða þrjár strendur á Snæfellsnesi og fer samtímis fram strandhreinsun á öllum Norðurlöndunum. Auk fjölda sjálfboðaliða mun Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir taka þátt í Strandhreinsun á Snæfellsnesi.

 

Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum (300 milljón fílar!). Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú er jafnvel talið að það verði meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050! 

----Frekari upplýsingar og viðtöl veita Margrét Hugadóttir s: 6973660 og Rannveig Magnúsdóttir s: 8650065.----

----Tengiliðir á Snæfellsnesi eru Ragnhildur Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes S: 8486272 og Birna Heide Reynisdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar Náttúrustofu Vesturlands s:433-8123-----

 

 

Dagskrá 25. apríl

Viðburður hefst kl. 10:30

Tónlistaratriði

Plastgjörningur

Stutt ræða

Stutt ræða

Lok kl. 11:10

 

Hvað: Upphaf átaksins Hreinsum Ísland

Hvar: Ströndin við Sjálandsskóla, Löngulínu 8, 210 Garðabæ

Hvenær: Þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:30

 

Hvað: Fundur Norrænna umhverfisráðherra um plastmengun í hafi. Norræni Strandhreinsunarhópurinn fremur plastgjörning.

Hvar: Osló, Sjóminjasafnið.

Hvenær: 2. maí 12:15-13:00

 

Hvað: Norræni strandhreinsunardagurinn

Hvar: Snæfellsnes 6. maí

Hvenær: 6. maí í hádeginu.

 

 

////

 

On the Icelandic Day of the Environment 25th of April, Landvernd, the Icelandic Environment Association launches their NEW campaign Keep Iceland Clean. Landvernd encourages people to buy less, waste less and use less plastics.

Every person or group can organize their own beach cleanup and Landvernd gives good advice on their website hreinsumisland.is which will also be published at the event.

 

On 6th of May we will celebrate The Nordic Beach Clean-up day. A few Nordic not-for-profit organizations are joining to save our oceans from litter. The Icelandic team, consisting of Landvernd, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingin á Íslandi og Blái herinn have organized beach cleanup on three sites in Snæfellsnes and volunteers will take part, among those is the Minister for the Environment and Natural Resources in Iceland

 

----For further information or media coverage, please contact  Margrét Hugadóttir Tel: +354 6973660 or Rannveig Magnúsdóttir Tel: +354 8650065.----

 

----Contact person in Snæfellsnes Ragnhildur Sigurðardóttir CEO of Snæfellsnes Regional Park Tel: 8486272 and Birna Heide Reynisdóttir, project manager of EarthCheck Snæfellsnes Tel:433-8123-----

 

 

What: Hreinsum Ísland – Launch. A plastic monster will be dragged ashore on boats by pupils of Sjálandsskóli.

 

Where: Beach at Sjálandsskóli Primary school, Löngulínu 8, 210 Garðabæ, Iceland.

When: Thuesday, 25th of April at 10:30

 

What: Nordic minister for the Environment meet and discuss marine debris. The Nordic coastal Clean-up team performs a plastic happening.

When: 2nd of May at 12:15-13:00

Where: Maritime museum, Oslo, Norway.

 

What: The Nordic Beach clean-up day.

When: 6th of May.

Where: Snæfellsnes, Iceland.