Fréttir

Alþjóðlegt samstarf

Landvernd    21.2.2011
Landvernd

Landvernd starfar með fjölmörgum aðilum innanlands sem utan. Mikil áhersla er lögð á samskipti og samstarf við erlenda aðila á sviði náttúru og landverndar, auk vistverndunar, sjálfbærrar þróunnar og annarra umhverfismála. Með viðurkenningu á aðild Landverndar í fjölþjóðlegum samtökum er hægt að sækja heim nýja þekkingu á mörgum sviðum, sem nýtist í starfinu. 

IUCN

Landvernd er félagi í IUCN, Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (International Union for Conservation of Nature). Aðild Landverndar að IUCN var samþykkt í mars 2004. Samtökin eiga áheyrnaraðild að Sameinuð þjóðunum og Rammasamningi Sameinuu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

 

IUCN var stofnað árið 1948 og sameinar í dag meira en 1.000 félagasamtök, stofnanir og þjóðríki. Yfir 10.000 sérfræðingar og vísindamenn frá 181 landi tengjast samtökunum í hnattrænu samstarfi sem talið er einstakt.

Markmið IUCN er að hvetja og aðstoða samfélög um allan heim til að vernda heilsteypt og fjölbreytt lífríki og til að tryggja að notkun náttúruauðlinda sé byggð á jafnræði og sé vistfræðileg sjálfbær.

IUCN hefur aðstoðað yfir 75 ríki í að þróa og koma til framkvæmda náttúruverndaráætlunum og stefnumarkandi aðgerðum til að vernda líffræðilega fjölbreytni.

Starfsmenn IUCN eru um 1.000 og flestir þeirra starfa í 75 skrifstofum samtakanna sem staðsettar eru í öllum heimasálfum, en 120 vinna í aðalstöðvunum í Gland í Sviss.

Heimasíða IUCN.

FEE

Landvernd er aðili að Foundation for Environmental Education (FEE) og þar með er Landvernd heimili fyrir verkefni eins og Bláfánann og Grænfánann. Landvernd sækir árlegan aðalfund FEE.

Landvernd er aðili að óformlegu samstarfi átta norrænna náttúru- og umhverfissamtaka sem samanlagt hafa meira en 400.000 félaga. Samtökin halda árlega samráðsfund.

Landvernd á aðild að Símennt og er þar með tengt norrænu samtökunum Forbundet Nordisk Vuxenupplysning.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði