IMG_1537

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum

Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisráðuneytinu athugasemdir sínar vegna tillagna að nýjum lögum um landgræðslu og nýjum lögum um skógrækt.

Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisráðuneytinu athugasemdir sínar vegna tillagna að nýjum lögum um landgræðslu og nýjum lögum um skógrækt. Umsögnina í heild sinni má finna í meðfylgjandi skjali.

Í umsögninni fagnar Landvernd endurskoðun þessara laga, enda núverandi lög um hálfrar aldar gömul. Landvernd beinir því hinsvegar til ráðuneytisins að kanna kosti þess að setja eina heildarlöggjöf um gróður- og jarðvegsvernd í stað sérlaga um hvorn þessara málaflokka. Undir slíkri löggjöf mætti síðan fjalla um einstaka þætti eins og vernd, friðun og endurheimt vistkerfa (hvort sem um er að ræða mólendi, votlendi, skóglendi o.s.frv.), nýtingu gróðurlenda, þ.m.t. skógarauðlindarinnar, gerð landsáætlana í gróður- og jarðvegsvernd, og skýra tengingu við skipulagsmál sveitarfélaga. Með þessu ætti að nást betri heildarsýn á gróður- og jarðvegsvernd í landinu.

Landvernd bendir jafnframt á að endurskoða þurfi tillögurnar með hliðsjón af varúðarreglu og greiðslureglu umhverfisréttar. Þá þarf að skýra ábyrgð og skyldur þeirra sem að landbótum vinna vegna mögulega neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa sem hlotist geta af landgræðslu og skógrækt. Þar má nefna notkun ágengra framandi tegunda. Skýra þarf hlutverk stofnana í þessu.

Landvernd telur einnig að skerpa þurfi á tengslum nýrra laga við skipulagsáætlanir sveitarfélaga, en samtökin telja að bæði svæðisskipulag og aðalskipulag eigi að fjalla um landgræðslu og skógrækt á sínum svæðum. Þannig má skipuleggja betur hvaða landnæði er nýtt undir slíkt. Þetta á ekki síst við um nytjaskógrækt.

Að auki við þetta kemur Landvernd á framfæri ýmsum athugasemdum varðandi einstaka hluta í tillögum nefndanna.

Lesa umsögn Landverndar

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.