Fréttir

Endurnýjun á Græna lyklinum

Salome Hallfreðsdóttir    29.6.2017
Salome Hallfreðsdóttir
Radisson Blu Hótel Saga og Radisson Blu Hótel 1919 hlutu endurnýjun á umhverfisvottuninni Græna lyklinum. Hótelin flögguðu viðurkenningunni fyrst hér á landið árið 2015 og er þetta því þriðja viðurkenningin þeirra. Handhöfum vottunarinnar er skylt að sækja um endurnýjun á hverju ári, skila úrgangstölum, mælingum á rafmagni og vatnsnotkun, tölum um innkaup á vottuðum matvælum og aðgerðaáætlun. Auk þess fá hótelin úttekt á hverju ári.
 
Græni lykillinn (e. Green Key) er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir fyrirtæki og rekstraraðila á sviði afþreyingar og þjónustu og er vottunin veitt til hótela og gististaða, ráðstefnuhúsa, veitingastaða, safna, tjaldstæða og skemmtigarða um heim allan. Græni lykillinn hefur verið starfræktur í 20 ár og er ein útbreiddasta alþjóðlega umhverfisviðurkenningin sem snýr að hótelum og gististöðum í heiminum. Græni lykillinn er systurverkefni Grænfána (menntaverkefni í skólum) og Bláfána (umhverfisvottun fyrir smábátahafnir, baðstrendur og sjávarferðamennsku) sem Landvernd hefur rekið á Íslandi síðastliðin 17 ár.
 
Árið 2016 hlutu 2600 staðir viðurkenningu Græna lykilsins í 55 löndum um heim allan. Til þess að hljóta viðurkenninguna verða rekstraraðilar að uppfylla umhverfisskilyrði er lúta að tólf umhverfisþáttum, s.s. vistvænum innkaupum, úrgangsstjórnun, orkusparnaði og umhverfisfræðslu. Græni lykillinn leggur áherslu á að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti, draga úr rekstrarkostnaði og stuðla að sjálfbærum málefnum.
Tögg
Hotel Saga1.JPG  Hotel Saga2.JPG  Hotel 1919.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði