Fréttir

Landvernd    1.3.2012
Landvernd

Landvernd er félagi í IUCN, Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (International Union for Conservation of Nature). Aðild Landverndar að IUCN var samþykkt í mars 2004. Samtökin eiga áheyrnaraðild að Sameinuð þjóðunum og Rammasamningi Sameinuu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

IUCN var stofnað árið 1948 og sameinar í dag meira en 1.000 félagasamtök, stofnanir og þjóðríki. Yfir 10.000 sérfræðingar og vísindamenn frá 181 landi tengjast samtökunum í hnattrænu samstarfi sem talið er einstakt.

Markmið IUCN er að hvetja og aðstoða samfélög um allan heim til að vernda heilsteypt og fjölbreytt lífríki og til að tryggja að notkun náttúruauðlinda sé byggð á jafnræði og sé vistfræðileg sjálfbær.

IUCN hefur aðstoðað yfir 75 ríki í að þróa og koma til framkvæmda náttúruverndaráætlunum og stefnumarkandi aðgerðum til að vernda líffræðilega fjölbreytni.

Starfsmenn IUCN eru um 1.000 og flestir þeirra starfa í 75 skrifstofum samtakanna sem staðsettar eru í öllum heimasálfum, en 120 vinna í aðalstöðvunum í Gland í Sviss.

Heimasíða IUCN.

Tögg
iucn_med_res.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Berggangur_Hverfisfljot.jpg
Umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun
Stjórn Landverndar hefur birt umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun.