Fréttir

Plastskrímsli dregið að landi

Margrét  Hugadóttir    27.4.2017
Margrét Hugadóttir

Það var ófrýnilegt, plastskrímslið sem nemendur Sjálandsskóla drógu að landi á kajökum á Degi umhverfisins í vikunni. Gjörningurinn markaði upphaf nýs átaks Landverndar: Hreinsum Ísland.

Plastskrímslið var hannað og búið til af nemendum skólans og Silju Kristjánsdóttur textílkennara og dregið í land af nemendum 9. bekkja. Eiga þau öll hrós skilið fyrir skapandi og áhrifaríka vinnu.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin misseri og margir hafa tekið af skarið og skipulagt sína eigin strandhreinsun. Nefna má t.d. strandhreinsun á Ægissíðu og í Laugarnesinu. Árlega gengur fjöldi manns fjörur á sínum landareignum og hvetjum við fólk til að skrá sína hreinsun á hreinsumisland.is. Skráðar hreinsanir verða settar inn á Íslandskort átaksins.

Landvernd veitir góð ráð á vefsíðunni hreinsumisland.is og hvetur fólk til þess að endurvinna og koma í veg fyrir urðun.

DSC_0101.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði