Fréttir

Salome Hallfreðsdóttir

4.2.2012

Salome er verkefnisstjóri Græna lykilsins og Bláfánaverkefnis Landverndar.

Salome er náttúrufræðikennari og umhverfisfræðingur að mennt en hún lauk meistaranámi frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, í umhverfisfræðum og sjálfbærri þróun (e. Environmental Studies and Sustainability Science). Einnig lauk hún diplómanámi í ferðamálafræði frá Hólaskóla en námið er byggt á hugmyndafræði sjálfbærrar ferðamennsku.

Salome hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. starfað sem kennari, leiðsögumaður, unnið við skógrækt og við þróun umhverfisstjórnunarkerfa. Salome hefur starfað með hinum ýmsu félögum og er með landvarðaréttindi.

salome (hjá) landvernd.is

Lesa greinar eftir Salome

 

Tögg
Salome mynd1.jpg 
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttum