Fréttir

Sif Konráðsdóttir

29.11.2016

Sif er lögmaður Landverndar.

Sif hefur lögmannsréttindi fyrir Hæstarétti og starfaði við lögmennsku á Íslandi áður en hún réðst til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel sem sérfræðingur á sviði samkeppnismála og ríkisstyrkja. Sif hefur einnig diplómagráðu í rekstri og stjórnun auk þess sem hún hefur skipsstjórnarréttindi á 50 rúmlesta skip.

Með lögmennsku sinnti Sif bæði stjórnarstörfum og margháttuðum trúnaðar- og félagsstörfum fyrir lögmannastéttina og íslensk stjórnvöld auk þess sem hún kenndi við HÍ og á lögmannanámskeiðum. Hún var meðal stofnenda félags kvenna í lögmennsku og fyrsti formaður þess.

Sif er búsett í Rúanda mestan hluta árs og fer þar með framkvæmdastjórn fyrirtækis á sviði matvælaöryggis auk þess að vera stjórn og framkvæmdastjóra Landverndar til ráðgjafar um mál er snerta umhverfisrétt og koma fram fyrir hönd samtakanna í ágreiningsmálum.

 

sif (hjá) landvernd.is
Skype: sifkonrads1


Tögg
Sif.jpeg 
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttum