Ályktanir aðalfundar Landverndar 2011

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Á aðalfundi Landverndar 26. maí voru samþykktar þrjár ályktanir sem stjórn samtakanna hafði veg og vanda af undirbúningi að, þ.e. (1) um annan áfanga Rammaáætlunar, (2) um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda og (3) um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum.

Á aðalfundi Landverndar 26. maí voru samþykktar þrjár ályktanir sem stjórn samtakanna hafði veg og vanda af undirbúningi að, þ.e. (1) um annan áfanga Rammaáætlunar, (2) um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda og (3) um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum.
Fundurinn samþykkti ennfremur þrjár ályktanir nýkjörins formanns um (1) eflngu almenningssamgangna, (2) fjármögnun umhverfisverndarhreyfinga og (3) stofnun ungliðadeildar innan Landverndar.

Í ályktun um 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er skorað á ríkisstjórn Íslands að nýta niðurstöður áætlunarinnar til að skapa grunn að sátt um vernd náttúru og menningarminja og forgangsröðun einstakra virkjunarkosta til orkuöflunar.
Ennfremur er ríkisstjórnin hvött til að ráðstafa ekki þeim svæðum sem mesta verndargildið hafa en það eru: vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Torfajökulssvæðið, vatnasvið Jökulsánna í Skagafirði, Þjórsárver og Þjórsá ofan Sultartanga, vatnasvið Skaftár (þ.m.t. Langisjór), Vonarskarð, Kverkfjöll, vatnasvið Markarfljóts, Kerlingarfjöll, vatnasvið Hvítár í Árnessýslu (í óbyggðum) og vatnasvið Skjálfandafljóts.

Ályktun um 2. áfanga Rammaáætlunar

Í ályktun um mengunarmál lýsir Landvernd yfir áhyggjum sínum vegna aukinnar tíðni mengunarslysa og ófullnægjandi eftirliti ábyrgra stofnana. Þau mál sem hér um ræðir eru: díoxinmengun frá sorpbrennslustöðvum, flúormengun frá álverinu á Grundartanga, brennisteinsvetnis-mengun frá Hellisheiði og mengun vegna frárennslis. Landvernd skorar á eftirlitsaðila að koma til móts við gagnrýni Ríkisendurskoðunar með því að bæta sín vinnubrögð.

Ályktun um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda

Í ályktun um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum fagnar Landvernd þeirri áherslu sem lögð er á sjálfbæra þróun í nýrri aðalnámskrá. Samtökin benda á að umhverfismennt sé lykilatriði í uppeldi skólabarna og fullorðinsfræðslu þar sem umgengni við náttúruna og virðing fyrir lífverum, sé forsenda þess að sambúð manns og náttúru geti orðið farsæl í framtíðinni. Landvernd skorar á yfirvöld að styrkja menntun og skilning kennara á gildi umhverfisfræðslu.

Ályktun um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum

Í ályktun um almenningssamgöngur vorum stjórnvöld hvött til að hefja án tafar átak til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Niðurskurður í samgöngumálum endurspeglaði ekki viðhorf almennings sem skv. könnunum kysi að bæta almenningssamgöngur, minnka umferð einkabíla og bæta hjóla- og göngustíga.
Þá var lagt til að ríkissjóður fjármagnaði umbætur með tekjum af kolefnisgjaldi.

Ályktun um almenningssamgöngur

Í ályktun um fjármögnun umhverfisverndarsamtaka hvatti fundurinn stjórnvöld til að tryggja rekstrargrundvöll umhverfisverndarhreyfingarinnar í landinu. Núverandi rekstrargrundvöllur gerði hreyfingunni ekki kleift að sinna hlutverki sínu á viðunandi hátt. Það væri óásættanlegt í ljósi mikilvægis hennar.

Ályktun um fjármögnun umhverfisverndarsamtaka

Að lokum skoraði fundurinn á Landvernd að stofna ungliðahreyfingu til að gefa ungu fólki tækifæri til að beita sér fyrir málstað umhverfisverndar, auk þess að efla samtökin.

Ályktun um stofnun ungliðahreyfingar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd