Matarsóun

Þriðjungi allrar fæðu sem framleidd er í heiminum er hent

Matarsóun

Þjóðir heims henda gríðarlegu magni af mat og eru Íslendingar þar engin undantekning. Árlega hendir hver fjölskylda mat sem samsvarar þriggja vikna launum. Margt má gera til að sporna við þessari óhugnanlegu þróun og koma í veg fyrir þessa sóun. Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum.

Project Image

Um verkefnið

Landvernd hefur verið í forystu þeirra sem berjast gegn matarsóun.

Zero Waste

Matarsóunarverkefninu Zero Waste var stýrt af Landvernd og unnið í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi hreyfinguna, Stop spild af mad í Danmörku og Matvett í Noregi. Á vordögum 2014 fékk hópurinn styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og markaði það upphaf verkefnisins. Zero waste verkefnið skiptist upp í fimm verkþætti:

  • Viðburðir um matarsóun. Haustið 2014 voru haldnir tveir stórir viðburðir á vegum verkefnisins. Hátíðin „Saman gegn matarsóun“ var haldið í Hörpu í september sem hluti af „United Against Foodwaste Norden“ átakinu en viðburðir undir þessu nafni voru haldnir í öllum Norðurlöndunum árið 2014. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Selina Juul og Tristram Stuart, sem barist hafa gegn matarsóun í heimalöndum sínum, Danmörku og Bretlandi. Þessi viðburður sameinaði, í fyrsta sinn á Íslandi, aðila frá öllum stigum framleiðslu og neyslu þar sem áhersla var lögð á vitundarvakningu og að sameinast gegn matarsóun. Til að halda umræðunni áfram stóð verkefnið, í samstarfi við Norræna húsið, fyrir málstofu þann 25. nóvember 2014. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar ræddu lausnir á matarsóun og sögðu frá árangri sínum á því sviði. Þessir viðburðir heppnuðust afar vel og sköpuðu miklar og góðar umræður.
  • Heimildamyndin „Useless“ um matar- og tískusóun. Myndin verður frumsýnd 2017.
  • Eldað úr öllu. Námskeið um eldamennsku úr afgöngum skipulögð af Kvenfélögunum og Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara. Haldin voru fjöldi námskeiða um land allt.
  • Rafbók um hvernig elda má gourmet máltíðir úr afgangshráefni og stutt myndbönd með góðum ráðum gegn matarsóun.

Rannsókn á matarsóun í Reykjavík

Forrannsókn Landverndar á matarsóun heimila í Reykjavík bendir til að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Sú upphæð dugar fyrir einu kílói af lambakótilettum og léttu meðlæti í hverri viku. Ef dregið yrði úr matarsóun um 20% væri 1.150 tonnum minna hent af mat sem þýddi um 900 milljóna sparnað fyrir íbúa Reykjavíkur í heild sinni. Tæplega 18,5 milljóna króna sparnaður yrði vegna gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs. „Slíkri upphæð væri vel varið í átak gegn matarsóun,“ segir Rannveig Magnúsdóttir verkefnastjóri á Landvernd. Rannsakendur telja matið varfærið og að matarsóun kunni að vera enn meiri, en frekari rannsóknir vanti. Landvernd vann forrannsóknina í samstarfi við Reykjavíkurborg og fyrir tilstilli verðlaunafés sem Reykjavíkurborg tók við þegar hún fékk Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Lesa meira

 

Samstarf við Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg tekur þátt í tilraunaverkefni með Landvernd.

Verkfærakista

Gögn

Handbók og aðgerðaáráætlun verða aðgengilegar hér innan skamms.

Fréttir

Urgangsf.jpg
Af stað með úrgangsforvarnir
Námsefni um úrgangsforvarnir; fatnað, mat og raftæki.

Zero_waste_logo.jpg
Landvernd gegn matarsóun
Landvernd er aðili að Zero Waste Iceland, sem gaf út á árinu fjölda myndskeiða sem sýna á einfaldan hátt, hvernig draga má úr matarsóun og auka nýtni.