Efling Svansins

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Svanurinn er þekktasta umhverfismerki Norðurlandanna. Kynnstu því nánar í þessu myndskeiði.

Til stendur að efla umhverfismerkið Svaninn.

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt nýja metnaðarfulla stefnumótun fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn til ársins 2015. Meðal annars ákváðu ráðherrarnir á fundi sínum í Reykjavík 2. nóvember að hækka fjárframlag til Svansins í fjórar milljónir danskra króna á næsta ári eða sem samsvarar rúmum 83 milljónum íslenskra króna. Ísland var leiðandi í gerð stefnumótunarinnar, en hún er eitt þeirra verkefna sem lögð var sérstök áhersla á á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd