Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSV) afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Fjöldi mynda prýðir bókina en Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, er höfundur hennar. Bókin er gefin út af þrettán náttúruverndarsamtökum sem skiluðu sameiginlegri umsögn um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða í nóvember á liðnu ári. Náttúruverndarsamtökin þrettán gáfu öllum þingmönnum bókina.

Í bókinni segir meðal annars: ,,Öllum helstu náttúruperlum svæðisins verður fórnað undir jarðvarmavirkjanir. Reykjanesskaginn verður eitt samfellt orkuvinnslusvæði undirlagður orkumannvirkjum, s.s. borstæðum, stöðvarhúsum, háspennulínum, hitaveiturörum og línuvegum.

Hægt er að skoða vefútgáfu bókarinnar með því að smella hér.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd