Vinnum gegn matarsóun með þessum skemmtilegu ráðum, landvernd.is

Landvernd gegn matarsóun

Landvernd sýnir hvernig vinna má gegn matarsóun skemmtilegum nytsamlegum og hagnýtum myndböndum. Frystu rauðvínið, bakaðu lummur úr hafragrautnum. Hér má sjá fleiri tillögur.

Með það að markmiði að minnka matarsóun hafa Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi ásamt tveimur norrænum samstarfsfélögum: Stop spild af mad hreyfingunni og Matvett í Noregi staðið að margvíslegum verkefnum á síðastliðnum árum. Undir merkum Zero Waste – Saman gegn matarsóun, hafa félögin gefið út fjölda myndskeiða þar sem sýnt er á einfaldan hátt, hvernig draga má úr matarsóun og auka nýtni. Myndböndin eru öll aðgengileg á youtube á rás Zero Waste Iceland