Landvernd hvetur borgarstjórn – Bitra verði áfram í verndarflokki

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Stjórn Landvernd lýsir yfir óánægju með að í drögum að umsögn Orkuveitu Reykjavíkur um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) leggi fyrirtækið fram tillögu um að Bitra verði færð úr verndarflokki í biðflokk.

Stjórn Landvernd lýsir yfir óánægju með að í drögum að umsögn Orkuveitu Reykjavíkur um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) leggi fyrirtækið fram tillögu um að Bitra verði færð úr verndarflokki í biðflokk.

Í áliti Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun segir að virkjunin sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Í álitinu segir: ,,Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni.

Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þess lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. … Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar.„

Stjórn Landverndar hvetur kjörna borgarfulltrúa til að hafa áhrif á umsögn Orkuveitu Reykjavíkur í þá veru að stuðningi verði lýst við tillögur um að Bitra falli í verndarflokk Rammaáætlunar.

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur sýnt gott fordæmi í þessum efnum með umsögn sinni. Þar segir meðal annars: ,,Sérstaða svæðisins felst í ómetanlegri náttúru og nálægðinni við þéttbýlið á suðvesturhorni landsins. ósnortin útivistarsvæði í næsta nágrenni Reykjavíkur og nágrennis fækkar stöðugt og því verða þau sem eftir standa stöðugt verðmætari. Með verndun Bitru og Grændals gefst ómetanlegt tækifæri til að mynda samfellt verndarsvæði sem gefur glögga mynd af jarðhita og náttúru á háhitasvæðum enda sýnir sífelld aukning ferðamanna á svæðinu að eftirspurn er eftir upplifun eins og þeirri sem þarna stendur til boða.„

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd