Landvernd óskar skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis

Landvernd hefur óskað skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á því að ráðuneytið mat það svo að samtökin ættu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta vegna ítölumats á Almenningum í Rangárþingi eystra.

Landvernd fór fram á við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að gert yrði yfirítölumat á Almenningum í Rangárþingi eystra, en ítölunefnd skilaði af sér áliti í marsmánuði. Krafa og rökstuðningur Landverndar er hér í viðhengi. Ráðuneytið taldi Landvernd ekki hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, en yfirítölunefnd var skipuð að kröfu Skógræktar ríkisins. Það er umhugsunarefni í ljósi Árósarsamningsins og þess að Almenningar eru þjóðlenda, að Landvernd hafi ekki verið talin hafa kröfurétt í þessu máli. Landvernd hefur óskað skýringa ráðuneytisins.

Lesa kröfu Landverndar um yfirítölumat vegna ítölugerðar fyrir afréttarlandið á Almenningum í Rangárþingi eystra.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd