Náttúruverndarþing verður haldið 28. apríl

Landvernd kemur að skipulagningu Náttúruverndarþing 2012 sem verður haldið laugardaginn 28. apríl n.k. í Háskólanum í Reykjavík (stofu M-101) frá kl. 10-16:30. Takið daginn endilega frá.

Landvernd kemur að skipulagningu Náttúruverndarþing 2012 sem verður haldið laugardaginn 28. apríl n.k. í Háskólanum í Reykjavík (stofu M-101) frá kl. 10-16:30. Takið daginn endilega frá.

Á þinginu er fyrirhugað að ræða eftirfarandi:
•stöðu mála varðandi verndun og orkunýtingu landssvæða
•stöðu, skipulag og samstarf félagasamtaka í náttúruvernd á Íslandi

Auk þessa verða þrjár samliggjandi málstofur þar sem eftirfarandi málefni verða til umræðu:
1.náttúruvernd og ferðaþjónusta
2.náttúruvernd og lýðræði
3.náttúruvernd, friðlönd og þjóðgarðar

Um kvöldið er stefnt að því að blása til náttúruverndarfagnaðar og slá upp balli með tilheyrandi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd