Umsókn um Bláfánann

Umsóknarfrestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2018 er 19. janúar 2018. Öll gögn má nálgast hér að neðan en einnig er hægt að hafa samband við verkefnisstjóra Bláfánans á Íslandi, Salome Hallfreðsdóttur, í netpósti (salome@landvernd.is) eða í síma 552 5242.

Smábátahafnir

Baðstrendur

Sjávarferðamennska

Eyðublöð og hjálpargögn


Nánar um ferlið

Sótt er um Bláfánann í janúar ár hvert og í kjölfarið fer innlend dómnefnd yfir umsóknirnar. Verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi setur því næst niðurstöður dómnefndar inn í sameiginlegan alþjóðlegan gagnagrunn þar sem erlend dómnefnd fer yfir gögnin.

Í lok apríl gefur Blue Flag international út heildarlista yfir þá staði sem flagga Bláfánanum það árið. Bláfánanum er flaggað yfir sumarmánuðina, yfirleitt frá maí til september, nema í Bláa lóninu og á Ylströndinni í Reykjavík þar sem flaggað er allt árið um kring.

Yfir sumartímann eru Bláfánastaðir landsins heimsóttir og teknir út af aðilum úr dómnefnd Bláfánans. Erlent eftirlit fer fram á þriggja ára fresti og kom eftirlitsfulltrúi frá Blue Flag International síðast haustið 2017.