Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls

Höfnum stóriðju, verndum landið, landvernd.is
Landvernd hefur kært auglýsingar Norðuráls nú um hátíðirnar til Neytendastofu og óskar eftir því að þær verði stöðvaðar tafarlaust.

Land­vernd hef­ur kært aug­lýs­ing­ar Norðuráls, sem lesn­ar hafa verið í út­varpi og sjón­varpi yfir hátíðirn­ar, til Neyt­enda­stofu. Kæran tekur einnig til ítarlegrar heilsíðuaug­lýs­ingar sem birt­ist í sér­blaði Morg­un­blaðsins.

Landvernd hefur óskað eft­ir því að Neyt­enda­stofa hlut­ist til um að aug­lýs­ing­arn­ar verði stöðvaðar taf­ar­laust.

Í kærunni segir m.a., en nánari rökstuðning er að finna í meðfylgjandi skjali:

„Í aug­lýs­ing­um Norðuráls koma meðal ann­ars fyr­ir eft­ir­far­andi full­yrðing­ar sem sam­tök­in gera at­huga­semd­ir við: „Málm­ur af norður­slóð“ er röng eða í besta falli vill­andi full­yrðing. „Norðurál not­ar um­hverf­i­s­væna orku“ er afar um­deild full­yrðing. Setn­ing­arn­ar „….málm­inn má end­ur­vinna nán­ast enda­laust“ og „Það má end­ur­vinna áldós­ir allt að hundrað sinn­um“ eru vill­andi í sam­heng­inu. „Álið okk­ar…“ er vænt­an­lega með vís­un í Norður­slóðir og Ísland (a.m.k. í heilsíðuaug­lýs­ingu) og er því vill­andi. „….er/sé ein­hver græn­asti málm­ur í heimi“ er ósönn full­yrðing,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lesa kæru

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd