Project Image

Flokkun í hreinsun og skil á upplýsingum

Skipuleggjandi velur hvor leiðin er farin

Það er mikilvægt að koma öllu plasti sem safnast í átakinu Hreinsum Ísland til endurvinnslu. Ef að plastið fer í almennt rusl, þá er það urðað á urðunarstöðum. Urðun er þegar rusli er pakkað saman í bagga og það grafið í jörðu. Plastið brotnar niður í örplast á urðunarstaðnum og verður þar um ókomna tíð. Ef plastið endar í urðun þá er í raun bara verið að færa til vandamálið. Plast er verðmætt hráefni og á ekki heima á urðunarstöðum. Átakið Hreinsum Ísland snýst ekki eingöngu um hreinsun heldur einnig að komast að því hvaða rusl um ræðir, það er því mikilvægur liður í því að ná árangri í að minnka notkun á plasti.