Fréttir

Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó

Margrét  Hugadóttir    11.9.2017
Margrét Hugadóttir

Landvernd leggur áherslu á að berjast gegn plastmengun í hafi því hún ógnar bæði dýrum og öðrum lífverum. Um 80% af því plasti sem finnst í sjónum kemur af landi og því ýmislegt sem við getum gert til að sporna við þessari þróun.

Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Landvernd hvetur einstaklinga, fyrirtæki og hópa til að taka þátt í baráttunni gegn plastmengun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Hægt er að skrá sig á hreinsumisland.is.

Í tilefni af átakinu Hreinsum Ísland senda Skólar á grænni grein, öllum grunnskólum landsins verkefnahugmyndir sem gætu gagnast í plastlausum september.

Nemendur og starfsfólk Skóla á grænni grein hafa löngum staðið vaktina og haldið umhverfi skóla sinna hreinu. Við vonum að meðfylgjandi efni geti gagnast í plastfræðslu.

Tögg
hreinsumisland-VISIR_300x250.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði