Fréttir

Bláa lónið flaggar sínum ellefta Bláfána

Salome Hallfreðsdóttir    17.6.2013
Salome Hallfreðsdóttir

"Ég vil byrja á því að þakka Landvernd fyrir gott samstarf og þá ráðgjöf sem þau hafa veitt um verkefnið. Við starfsmenn Bláa Lónsins sameinumst undir merki Bláfánans í því að vernda umhverfið okkar, þetta gerum við t.d. með því að miðla upplýsingum, standa fyrir ýmis konar fræðslu svo sem gönguferðum um Reykjanesið og með því að halda umhverfinu okkar hreinu.

Við erum virkilega stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi þess á Ísland og að hljóta nú viðurkenninguna í ellefta skiptið. Viðurkenningin hefur verið okkur hvatning til þess að gera sífellt betur og á þeirri braut höldum við áfram," sagði Hulda Gísladóttir gæða- og öryggisstjóri Bláa lónsins þegar hún tók á móti Bláfánanum fyrir hönd Bláa lónsins.

Bláa lónið fagnar því að flagga umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum í ellefta skiptið. Við á Landvernd óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

BL130612_12     BL130612_22     BL130612_35    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending ritsins
Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi: Virkjun vindorku á Íslandi
Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin vonast til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi. Stefnan byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.