Bláfáninn í sumar

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á öllum þeim stöðum sem sóttu um viðurkenninguna hér á landi í ár. Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum hér á landi, en níu staðir flagga í ár sem er aukning um tvo síðan í fyrra. Þeir staðir sem bættust við eru Bíldudalshöfn og Grófin í Keflavík. Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi.

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á öllum þeim stöðum sem sóttu um viðurkenninguna hér á landi í ár. Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum hér á landi, en níu staðir flagga í ár sem er aukning um tvo síðan í fyrra. Þeir staðir sem bættust við eru Bíldudalshöfn og Grófin í Keflavík. Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi. Eftirtaldir staðir hlutu Bláfánann í ár:

Smábátahafnir

Grófin – Keflavík
Ýmishöfn – Kópavogi
Stykkishólmshöfn – Stykkishólmi
Patrekshöfn – Patreksfirði
Bíldudalshöfn – Bíldudal
Borgarfjarðarhöfn – Borgarfirði eystri

Baðstrendur

Bláa lónið – Grindavík
Ylströndin – Nauthólsvík
Langi sandur – Akranesi

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd