Fréttir

Fréttabréf Bláfánans

Salome Hallfreðsdóttir    5.4.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Senn líður að nýju bláfánatímabili og tilkynnir Landvernd með ánægju að alls sóttu sjö rekstraraðilar um Bláfánann í ár. Þann 29. maí mun Blue Flag International gefa út heildarlista yfir þá sem hljóta Bláfánann á alþjóðavísu og hlökkum við til að flagga, vonandi, á öllum sjö stöðunum í sumar.

1. Fréttabréf Bláfánans: Fyrsta fréttabréf Bláfánans leit dagsins ljós í vikunni og var sent á handhafa og stýrihóp Bláfánans og er hugmyndin að senda út slíkt fréttabréf af og til í tengslum við starfið og þannig efla samskipti og upplýsingar til handhafa.

2. Stýrihópur Bláfánans: Tveir nýir stýrihópsfélagar bættust í hópinn fyrr á þessu ári og eru það þær Petrea Ingibjörg Jónsdóttir frá Slysavarnardeildinni Vörðunni og Sigurrós Friðriksdóttir frá Umhverfisstofnun. Nánari upplýsingar um stýrihópinn má nálgast á heimasíðu Bláfánans.

3. Umhverfisfræðsluverkefni: Ný handbók umhverfisfræðsluverkefna Bláfánans kom út í vetur og hana má nálgast á heimasíðu Bláfánans. Þetta er samansafn fræðsluverkefna frá hinum ýmsu þátttökulöndum verkefnisins og þarna eru m.a. tvö verkefni frá Íslandi en þau komu frá Bláa lóninu (bls. 12 - 13).

4. Bláfána-smáforrit fyrir snjallsíma: Búið er að hanna alþjóðlegt smáforrit fyrir snjallsíma í tengslum við Bláfánann, en með forritinu er hægt að finna og staðsetja næsta bláfánastað í þeim 46 löndum sem Bláfánanum er flaggað.

5. Fréttabréf FEE: Í viðhengi er fréttabréf febrúarmánaðar frá FEE (Foundation for Environmental Education), en FEE eru alþjóðleg regnhlífasamtök um umhverfismennt sem hafa umsjón með fimm umhverfismenntaverkefnum, og þar á meðal Bláfánanum og Grænfánanum.

FEENewsletter-Feb2013.pdf

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending ritsins
Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi: Virkjun vindorku á Íslandi
Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin vonast til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi. Stefnan byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.