Grænfáninn annars staðar en í grunnskólum

Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn
Á fundi verkefnisstjóra um Grænfána í Dublin varð mikil umræða um hvort rétt væri að útvíkka verkefnið til annarra en grunnskóla svo sem leikskóla og háskóla. Langflestir voru á því að verkefnið ætti heima í öllum skólum. Einhvers staðar hafði elliheimili spurt hvort það gæti fengið Grænfána.

Á fundi verkefnisstjóra um Grænfána í Dublin varð mikil umræða um hvort rétt væri að útvíkka verkefnið til annarra en grunnskóla svo sem leikskóla og háskóla.

Langflestir voru á því að verkefnið ætti heima í öllum skólum. Einhvers staðar hafði elliheimili spurt hvort það gæti fengið Grænfána. Því var hafnað, ákveðið að miða við að um væri að ræða menntastofnun.


Í ljós kom að ekki er eining um þetta meðal fulltrúa. Langflestir vilja að leikskólar geti tekið þátt í verkefninu og það er víða gert. Annars staðar var mikil andstaða við það. Í Þýskalandi fá leikskólar ekki að vera með. Verkefnisstjórinn sagðist þó vera því hlynntur en stýrihópur um Grænfána þar er á móti því. Fulltrúi Lettlands var alfarið á móti þessu. Þar eru leikskólar nánast allir einkareknir og ekki litið á þá sem skóla. Hann óttast að verði leikskólum leyft að vera með útþynnist þær kröfur sem gerðar eru til skólanna / stofnananna og nefndi þá fyrst og fremst fyrsta skrefið af sjö, það að nemendur séu virkir þátttakendur í umhverfisráðinu og taki ákvarðanir. Í ljós kom að þetta er með ýmsu móti. Í Svíþjóð eru foreldrar í umhverfisnefnd í stað barnanna, annars staðar starfa umhverfisráðin í tveimur stigum. Krakkarnir taka þátt í sínu ráði sem vinnur á þeirra forsendum. Þar læra krakkarnir fundarsköp og lýðræðisleg vinnubrögð og segja sína afstöðu sem nauðsynlegt er að taka tillit til. Síðan hefur skólinn líka sitt ráð fullorðinna sem hefur síðasta orðið.

Einnig varð nokkur umræða um hvort fáninn ætti heima í háskólum. Flestir voru á því að það gengi ekki, skólarnir væru of stórir. Ætli það væri samt ekki alveg hægt á Íslandi? Þar eru einstakar deildir ekki eins risastórar og í útlöndum og eru gjarnan í sér húsum.

Það væri nú ekki ónýtt ef náttúrufræðigreinar Háskóla Íslands, sem nú eru að flytja í nýtt hús, ákveddu að vinna að því að fá Grænfánann. Hvernig ætli sé með Háskólann á Akureyri? Og ekki má gleyma Kennaraháskólanum – það væri ekki ónýtt ef þessir skólar tækju sig til og athuguðu hvort þeir gætu ekki unnið að því að fá Grænfánann.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd