Fréttir

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador undirritar yfirlýsingu bláfánaveifunnar

Salome Hallfreðsdóttir    16.9.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador á Akureyri skrifaði í dag, á Degi íslenskrar náttúru, undir viljayfirlýsingu um vistvæna umgengni og starfshætti. Fyrirtækið bætist því í hóp nokkurra hvalaskoðunarfyrirtækja hérlendis sem flagga bláfánaveifu.

Bláfánaveifan felur í sér að fyrirtæki gefur fyrirheit um að eigendur, skipstjórar og áhafnir hvalaskoðunarskipa einsetji sér að taka umhverfismál föstum tökum. Bláfánaveifan er ekki það sama og eiginlegur Bláfáni sem lýtur mun strangari reglum. 

Landvernd býður Ambassador velkomin í hóp bláfánaveifuhafa. Hér má lesa meira um Bláfánaveifuna

DSC_0033     DSC_0040     DSC_0042    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending ritsins
Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi: Virkjun vindorku á Íslandi
Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin vonast til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi. Stefnan byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.