Fréttir

Landvernd veitir Bláa Lóninu Bláfánann í tíunda sinn

Salome Hallfreðsdóttir    6.11.2012
Salome Hallfreðsdóttir

Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi“ sagði Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónsins þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn nú fyrir skömmu.

Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Landvernd hefur verið fulltrúi verkefnisins á Íslandi frá árinu 2003. Bláfáninn er nú orðinn útbreiddasta viðurkenning sinnar tegundar í heiminum og á þessu ári flagga 3850 staðir fánanum í 46 löndum.

Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún.

Sjá fréttatilkynningu á Vísír.is

Mynd 1     Mynd 1    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending ritsins
Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi: Virkjun vindorku á Íslandi
Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin vonast til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi. Stefnan byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.