Norræn náttúruvernd á Grænlandi

Náttúruverndarsamtök frá Norðurlöndunum fimm, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum héldu nýlega sinn árlega samráðsfund. Formaður Landverndar Björgólfur Thorsteinsson sótti fundinn.

Árlegur fundur náttúruverndarsamtak frá Norðurlöndunum fimm, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum var ár haldinn í Ilulissat á Grænlandi, á sama stað og umhverfisráðherrar Norðurlanda og 20 annarra landa funduðu í ágúst síðast liðnum og ræddu m.a. loftslagsbreytingar. Björgólfur Thorsteinsson sótti fundinn fyrir Landvernd.

Ilulissat er á vesturströnd Grænlands um klukkutíma flug norður af Kangerlussuaq og liggur við mynni Ilulissat Ísfjarðar sem nýlega var tekinn á heimsmynjaskrá sökum einstaks náttúrufars.
Á fundinum var m.a. fjallað um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurskautssvæðið. Fundarmenn gátu með eigi augum sé þær breytingar sem eru að eiga sér stað á Grænlandi og hvernig þær breyta forsendum fyrir lífsafkomu íbúanna. Ísinn þynnist, hegðun fiskistofna breytist og land sem freðið var árið um kring þiðnar nú á sumrinn.
Á fundinum var áréttað mikilvægi þess að seta skuldbindandi losunarmarkmið fyrir annan áfanga Kyotobókunarinnar sem fundað verður um í Kanada haustið 2005, og nýta sem best þá möguleika sem felast í frekari nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa sem kæmu í stað olíu og kola.
Fundurinn samþykkti ályktun um þetta mál þar sem bent er á þann vanda sem loftslagsbreytingar munu valda á norrænum svæðum og Norðurlöndin eru hvött til að vera í farabroddi heimafyrir og í alþjóðlegri viðleitni til að taka á vandanum með raunhæfum aðgerðum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd