Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði

Það var glatt á hjalla í morgun þegar Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann. Hann er aðþjóðleg viðurkenning fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins.

Það var glatt á hjalla í morgun þegar Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann. Hann er aðþjóðleg viðurkenning fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins.

Elstu börnin skipulögðu hátíðina, þau byrjuðu á að bjóða alla velkomna og kynntu nýjan umhverfissáttmála, OKKUR ÞYKIR VÆNT UM JÖRÐINA, en þessi fallegu orð urðu fyrir valinu hjá börnunum á umhverfisnefndafundi fyrir skömmu síðan. Sungin voru nokkur lög og eftir að nýi fáninn hafði verið dreginn að húni var boðið upp á flatkökur sem börnin á Lundi og Hjalla höfðu smurt og heitan skógardrykk.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd