Salaskóli fékk grænfána í fjórða sinn

Salaskóli fékk grænfána í fjórða sinn

Salaskóli fékk nýverið afhentan grænfánann í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn í skólanum. Ármann Kr. ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kom í heimsókn og ávarpaði krakkana og í kjölfarið afhenti Gerður Magnúsdóttir, starfsmaður Landverndar, grænfánanefnd Salaskóla grænfánann. Í nefndinni sitja nú sextán nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt hvað myndirnar á Grænfánanum tákna og Salaskólasöngurinn flutti nokkur velvalin vorlög. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd