Fréttir

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

Salome Hallfreðsdóttir    7.5.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er starfsmaður Bláfánaverkefnis Landverndar

Sigríður Bylgja lauk BA gráðu frá Háskólanum á Bifröst í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði árið 2010. Á Bifröst sat hún í háskólaráði.

Hún lauk meistaranámi í Mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni (e. MSc in Human Ecology, Culture, Power and Sustainability) frá Háskólanum í Lundi árið 2013.

BA-ritgerð hennar fjallaði um áhrif kynjamisréttis á hagvöxt með tilliti til menntunar, atvinnuþátttöku og kynbundins launamunar.

MSc-ritgerðin fjallaði um samanburð á Laxárdeilunni 1970 og viðhorfa vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit með tilliti til menningar, valda og sjálfbærni. Orðræðugreining, kenningar Foucault um ,,ráðandi sannleik" (e. regimes of truth) og vald/þekking voru tekin fyrir í rannsókninni. Hluta af meistaranámi sínu tók Sigríður Bylgja í starfsnámi og vann hún hluta þess í Belize í Mið-Ameríku þar sem hún vann með grasrótarsamtökum sem berjast fyrir réttindum Maya indíána í Sarstoon Temash þjóðgarðinum. Síðari hluta starfsnámsins tók hún hjá Landvernd og vann að meistararitgerð sinni þar.

Sigríður Bylgja var valin til að taka þátt í námskeiði á vegum International Young Nature Friends (IYNF) og Evrópuþingsins í Búdapest vorið 2012 sem fjallaði um umhverfismannréttindi (Environmental Human Rights), sem er málefni sem er henni hugleikið. 

Umhverfismennt, samfélagsleg ábyrgð, velferð dýra, virðing við náttúru og vistkerfi eru Sigríði Bylgju hjartans mál. 

Netfang: sigridur.bylgja (hjá) landvernd.is
Greinar eftir Sigriði Bylgju

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending ritsins
Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi: Virkjun vindorku á Íslandi
Landvernd setur fram stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin vonast til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi. Stefnan byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.