Fréttir

Styrktarsjóður Landverndar

Landvernd    21.2.2011
Landvernd

Aldamótasjóður - Stofnskrá

Styrktarsjóður Landverndar hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem Landvernd vinnur að eða önnur verkefni sem eru í samræmi við stefnu Landverndar.

Styrkur úr sjóðnum skal veittur í maí ár hvert og skal hann ekki vera meiri en sem nemur 5% af höfuðstóli sjóðsins 31. desember á undangegnu almannaksári.

Í sjóðsstjórn sitja formaður og varaformaður Landverndar ásamt framkvæmdastjóra Landverndar.

Reikningar sjóðsins skulu lagðir fyrir aðalfund Landverndar. Skoðunarmaður reikninga Landverndar er einnig skoðunarmaður reikninga sjóðsins.

Tekjur sjóðsins skulu vera áheiti og sérstakar gjafir auk stofnfjárhæðar frá Landvernd að fjárhæð10 milljónir króna sem greiðast við stofnun sjóðsins 1. janúar árið 2000.

Sjóðsstjórn skal semja við fjármálastofnun um að annast fjárreiður sjóðsins og ávöxtun.

Aðalfundur Landverndar getur breytt stofnskrá sjóðsins með tveimur þriðjuhlutum greiddra atkvæða.

 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Mynd/Mannvit
Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
Samtökin telja að málsmeðferð Bláskógabyggðar við veitingu nýs framkvæmdaleyfis sé andstæð lögum og að á henni séu bæði form- og efnisannmarkar sem eigi að leiða til ógildingar. Krafa samtakanna um stöðvun framkvæmda byggir m.a. á frétt í Morgunblaðinu frá í gær (26. mars 2018) um að byrjað verði að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað í þessari viku og að strax eftir páska muni starfsmenn Ístaks hefjast handa um framkvæmdir.