Search

Author: nattura isSkýrsla um stöðu og stefnu í loftslagsmálum

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.Í skýrslunni er farið yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, sem er að finna í Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum, auk Evrópureglna á grunni EES-samningsins. Ísland hefur tilkynnt sitt framlag til Parísarsamningsins um að vera með í sameiginlegu markmiði 30 ríkja (Íslands, Noregs og 28 ríkja ESB) um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Farið er yfir stöðuna varðandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og spár fram til 2030. Sagt er frá niðurstöðum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þar sem spáð er verulegri aukningu í losun til 2030. Þar segir einnig að Ísland muni ekki standa við sín markmið í Kýótó-bókuninni fyrir árið 2020 og Parísarsamningnum árið 2030 að óbreyttri þróun.Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda til þessa og umfjöllun um væntanlega nýja stefnumótun og aðgerðaáætlun. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamninginn, sem feli í sér m.a. græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Fjallað er nánar í skýrslunni um hvernig slík áætlun geti verið byggð upp, en hún mun ekki síst fjalla um hvernig hægt verði að standa við töluleg markmið Íslands til 2030. Einnig segir að stefnt sé að gerð vegvísis um langtímasýn í loftslagsmálum, þar sem m.a. verði skoðað hvenær og hvernig verði hægt að ná kolefnishlutleysi á Íslandi.Í skýrslunni er umfjöllun um lykilþætti til að ná árangri við að draga úr losun og efla kolefnisbindingu, fjármögnun verkefna og samvinnu og samstarf aðila innan og utan stjórnkerfisins. Sett eru fram sex leiðarljós í loftslagsstefnu, sem verði notuð við gerð aðgerðaáætlunar.Skýrsla umhverfis-og auðlindaráðherra um stöðu og stefnu í loftslagsmálum (pdf-skjal)

Continue Reading→

Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.Norræna umhverfismerkisnefndin gefur út reglur um umhverfisvottun Svansins og endurspeglar reglugerðin norrænu reglurnar. Skyldur umsækjenda um leyfi til að nota umhverfismerki eru gerðar skýrari en helstu breytingar varða meginreglur um veitingu og notkun Svansins, meðferð umsókna og notkunarskilmála.Þá lúta breytingarnar að skyldum leyfishafa, svo sem að tryggja að allar umhverfismerktar vörur uppfylli viðmið umhverfismerkisins á gildistíma leyfis og varðveislu gagna er varða leyfið.Reglugerð nr. 160/2017 um umhverfismerki 

Continue Reading→

Mývatn njóti vafans – ekki hótelstarfsemi

Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.Komið hefur í ljós að frárennslismál nýrra hótela við Mývatn hafa verið í miklum ólestri. Áður var vitað að ekki hafði verið komið á búnaði fyrir tilskilda hreinsun skolps frá eldri hótelum og annarri ferðaþjónustu í Mývatnssveit, þrátt fyrir skýr stjórnvaldsfyrirmæli þar um. Hitt kom á óvart, að reglum hefði ekki verið framfylgt hin síðari misseri varðandi nýrri hótelbyggingar. Kunnara er en frá þurfi að segja að Mývatni er ógnað af síauknu flæði næringarefna af mannavöldum og skipaði umhverfisráðherra sérstaka nefnd s.l. sumar til að taka út stöðu mála.Síðasta haust komst í hámæli er byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps stöðvaði óleyfisbyggingu Fosshótels innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár í landi Grímsstaða skammt norðan Mývatns. Í ljós kom að búið var að reisa stærstan hluta hótelsins án nokkurs leyfis frá Umhverfisstofnun, sem sér um verndarsvæðið. Byggingarleyfi hafði ekki verið gefið út. Hótelrekandi hafði ekki tilkynnt Skipulagsstofnun um framkvæmdina svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort hótelið þyrfti að fara í umhverfismat, svo sem honum bar lögum samkvæmt.Í kjölfar máls Fosshótels og annars fyrirhugaðs hótels, Hótel Reykjahlíðar, sem einnig komst í hámæli og enduðu bæði í stjórnsýslukæru mismunandi aðila, kannaði Landvernd stöðu frárennslismála nýlegra hótela við Mývatn á breiðari grunni. Mikið er í húfi fyrir lífríki Mývatns og Laxár. Í ljós kom að víða var pottur brotinn. Stór hótel sem nýlega höfðu risið, studdust við takmörkuð leyfi og frárennslismál þeirra reyndust ekki hafa verið í samræmi við reglur. Á það m.a. við um viðbyggingu við Sel-hótel sem tekin var í notkun 2015 og þrjú starfsmannahús við Hótel Laxá, sem leyfð voru haustið 2016. Þar sem hér virðist vera um að ræða stærra vandamál sem teygir sig um verndarsvæðið og þar sem enn er knúið á um byggingu fleiri hótela á svæðinu er um fordæmismál að ræða. Vill Landvernd láta reyna á að tilskildum frárennslisbúnaði verði þegar komið fyrir við hótelin og að hann fái málsmeðferð þeirrar stofnunar sem fer með náttúruvernd á á verndarsvæðinu, þ.e. Umhverfisstofnunar.Skútustaðahreppur freistar þess nú fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að koma sér undan því að fjallað verði efnislega um frárennslismál við þessi nýlegu hótel á verndarsvæðinu, með því að krefjast frávísunar á stjórnsýslukærum Landverndar. Sjónarmið Landverndar er að óháð því hvenær byggingarleyfi hreppsins kunna að hafa verið gefin út, voru framkvæmdir leyfðar án þess að Umhverfisstofnun hefði komið þar að. Leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdum við Sel-hótel og Hótel Laxá liggja ekki fyrir og lágu ekki fyrir við veitingu byggingarleyfa. Hótelrekendur tilkynntu heldur ekki skolphreinsibúnað til Skipulagsstofnunar til að fá úr því skorið hvort meta skyldi áhrif frárennslis á umhverfið. Síðasta leyfi byggingarfulltrúa var veitt nú í haust, eftir því sem best er vitað, en leyfin hafa aldrei verið birt almenningi.Von Landverndar er að sveitarstjórnin geti litið málefnalega á úrlausnarefnið og vonandi komið frárennslismálum við hótelin og aðra ferðaþjónustu í þann farveg sem krafist er á verndarsvæðum. Það hlýtur að vera krafa almennings að hótelin sjálf greiði fyrir frárennsli frá starfsemi sinni, en ekki almenningur, í samræmi við greiðslureglu alþjóðlegs umhverfisréttar og íslensk náttúruverndarlög (Polluter Pays Principle). Landvernd sér ekki nein góð rök fyrir því að gæta ekki ítrustu reglna sem settar hafa verið til verndar lífríki Mývatns. Samtökin lýsa sig hinsvegar fús til málefnalegrar umræðu um það.Fram hefur komið í fjölmiðlum að Skútustaðahreppur sjálfur á lítinn hlut í einu þessara hótela. Af sjálfu leiðir að snúið hlýtur að vera fyrir sveitarstjórnina að vera beggja megin borðs þegar ákvarðanir eru teknar um hvort framfylgja skuli reglum um skolphreinsikröfur við Mývatn, þegar veitt eru leyfi fyrir hótelbyggingu.Reglurnar sem um ræðir mæla fyrir um hreinsun bæði fosfórs og köfnunarefnis úr frárennsli við Mývatn og Laxá nema hægt sé að sýna fram á að þessi næringarefni hafi ekki áhrif á næringarefnastig svæðisins.Að mati Landverndar er síður en svo sjálfsagt mál að stunda mengandi starfsemi inni á verndarsvæðum og telja samtökin mun æskilegra að hún fari fram utan við eða í jaðri verndarsvæða. Hið minnsta þurfa ferðaþjónustuaðilar að sjá til þess að engin mengun berist í Mývatn og Laxá frá starfsemi þeirra. Landvernd mun ekki hvika frá varðstöðu sinni um lífríki Mývatns og mun leita allra lögmætra leiða í því efni. Vegna ástands skolpmála, óleyfisframkvæmda og skorts á mati á umhverfisáhrifum af starfsemi hótela í Mývatnssveit hafa samtökin í undirbúningi að tilkynna eftirlitsnefnd Ramsarsamningsins um þá hættu sem steðjar að lífríki vatnsins af þessum sökum. Ramsar-samningurinn er alþjóðlegur sáttmáli um vernd votlendissvæða sem Ísland er aðili að og er Mývatns- og Laxársvæðið á lista yfir þessi alþjóðlegu verndarsvæði.

Continue Reading→

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfTillaga að verkefnum næsta starfsársÖnnur málÁvörp gestaKaffi og meðlæti verður til sölu í Garðakaffi. Allir áhugasamir um verndun náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta.

Continue Reading→

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk)LjósmyndariMagnus Fröderberg/norden.orgReglur um tilnefningarUmhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.Þema ársins og tillaga þín„Með þema ársins viljum við vekja athygli á verkefnum sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi og styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030,“ segir í tilkynningu norrænu dómnefndarinnar.Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á, þróa eða nota úrgangslausar lausnir? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu.Eyðublað fyrir tilnefningarTilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 19. apríl 2017.Verðlaunin og afhending þeirraTilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní en verðlaunin verða afhent í 23. sinn á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.Fyrri verðlaunahafar2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl)2015 Færeyska orkufyrirtækið SEV (græn raforka)2014 Reykjavíkurborg (víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum)2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)Sjá verðlaunahafa fyrri ára og nánari upplýsingar um verðlaunin..TengiliðirLouise Hagemann Sími +45 21 71 71 41 Netfang loha@norden.orgHeidi Orava Sími +45 21 71 71 48 Netfang heor@norden.org

Continue Reading→

Sjálfbærni í norrænni hönnun

Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA) verður frummælandi á ráðstefnunni. Dagskráin fer fram á ensku.  Dagskrá: 8:00-8:30           húsið opnar, kaffi í anddyri 8:30-13:15          málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun 13:15-14:00       hlé 14:00-16:00       vinnustofa: Teaching sustainability - educating the next generation of change makers 14:00-16:00       sýningarstjóraspjall: Exhibiting design - new agendas and new media  16:00-17:00       leiðsögn um sýninguna Öld barnsins og léttar veitingar  Nánari dagskrá fyrir málþingið (8:30-13:15):  8:30-10:40 Fyrri hluti: hnattræna sjónarhornið Frummælandi: Juliet Kinchin (Bretland/Bandaríkin), sýningarstjóri við MoMA í New York.  Growing by Design: an international perspective Garðar Eyjólfsson (IS), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands  From linear to circular thinking / From material to artificial worlds Guðni Elísson (IS), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is  Do we just need better designs? The question of climate change and sustainability Mette Sindet Hansen (Danmörk), stjórnandi stefnumótunar og samstarfs hjá hjá INDEX: AwardDesign to Improve Life – How design and innovation can help solve global challenges Pallborðsumræður Umræðum stjórnar Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður og prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands  10:40-11:00 kaffihlé  11:00-13:15 Seinni hluti: Sjálfbærni í norrænni hönnun - dæmi frá Norðurlöndum Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi stjórnandi stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtökum BandaríkjannaCentury of the Child: Nordic Design for Children 1900 to Today  Elisabet V. Ingvarsdottir (IS), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur Referring to the past for a sustainable future: glimpses of Icelandic design for children Gréta Hlöðversdóttir (IS), framkvæmdastjóri As We Grow (Hönnunarverðlaun Íslands 2016) As We Grow – the story of a garment  Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir (IS), (Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2016) An eagle or a seagull? The importance of sparking children's interest in birds Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns DanmerkurHow can a Danish design museum and a Danish design school contribute to the sustainability agenda? Pallborðsumræður Umræðum stjórnar Sigrun Alba Sigurdardottir, lektor og fagstjóri fræða við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.  14:00-16:00, vinnustofa Teaching sustainability - educating the next generation of change makers Undir handleiðslu Mette Sindet Hansen frá INDEX: Award. Sjá nánar hér.   14:00-16:00, sýningarstjóraspjall Exhibiting design - new agendas and new media Thomas Pausz, hönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands ræðir við Aidan O´Connor (sýningarstjóra fyrir hönnun), Anne-Louise Sommer (framkvæmdastjóra Designmuseum Danmark), Guju Dögg Hauksdóttur (arkitekt og sýningarstjóra) og Juliet Kinchin (sýningastjóra við MoMA). Rætt verður um stöðu hönnunar sem og nýjar áherslur, áskoranir og tilraunir á söfnum og sýningarstöðum í dag.    Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.  Skráning fer fram á https://tix.is/is/nordichouse. Staðfestingargjald á málþingið er 2,500 kr (1,000 kr fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskýrteinis). Þeir sem staðfest hafa þátttöku geta skráð sig í vinnustofur meðan pláss leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Nánari upplýsingar: kristini@nordichouse.is  S: 551-7032 / Farsími: 894-0626

Continue Reading→

Baráttan við bláskjá

Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og þjáist þá af andvökum og svefnleysi.Ein leið, sem mörgum finnst erfið, er að hætta í tölvunni fyrr á kvöldin. Önnur leið er að líkja eftir náttúrunni og skapa birtuskilyrði sem eru líkari því sem er utan dyra þegar sól gengur til viðar og kvöldroðinn kemur melantonin framleiðslunni í gang.Það er til dæmis hægt að gera með smá forriti sem heitir f.lux en það breytir litnum á skjánum eftir gangi sólar og líkir þannig eftir birtuskilyrðum í umhverfinu. Hægt er að stilla áhrifin að vild, slökkva á þeim tímabundið og útiloka virknina við notkun tiltekinna forrita til dæmis þegar unnið er með ljósmyndir eða annað efni sem krefst hlutlausrar birtu. Forritið má nálgast á heimasíðu f.lux® fyrir OS X, Android og Windows og er það ókeypis en hægt er að styrkja verkefnið. 

Continue Reading→

Tímamót í loftslagsmálum?

Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að:Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.Þessari yfirlýsingu fylgdi engin montstatus þess efnis að Ísland stæði framar öllum þjóðum í nýtingu hreinnar orku. Heldur sagði Bjarni Benediktsson:Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna.Væntanlega vísa þessi ummæli forsætisráðherra til þess að Íslendingar verði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að auka hana stöðugt; að draga verði úr losun um allt að 40% fyrir árið 2030, miðað við 1990.[1]Annað nýmæli í ræðu Bjarna var að forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins styður málflutning umhverfisráðherra í loftslagsmálum:Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Við vitum að hlýnandi sjór við Íslandsstrendur og súrnun sjávar með tilheyrandi áhrifum á fiskstofna eru afleiðingar loftslagsbreytinga. Við sjáum jöklana okkar bráðna og minnka að umfangi frá ári til árs. Við vitum ekki hvort Golfstraumurinn mun halda styrk sínum og stefnu og gera landið byggilegt áfram. En við vitum hvað þarf að gera til að bregðast við þessari óheillaþróun. Það er ekki í boði að bíða með það. Við verðum að draga stórfellt úr losun gróðurhúsalofttegunda með öllum tiltækum ráðum.Eftir stendur að forsætisráherra veiti umhverfisráðherra fullan óskoraðan stuðning sinn við að gera og fylgja eftir:Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið.Að öðrum kosti munu aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni halda að sér höndum, líkt og verið hefur undanfarna áratugi.Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ummælum forsætisráðherra og vænta þess að fyrsta skrefið verði stigið með aðgerðaráætluninni sem allra fyrst. [1] Bent skal á að ríkisstjórn Íslands á enn eftir að ná samkomulagi við Evrópusambandið um þátttöku Íslands í sameiginlegri loftslagsstefnu Evrópuþjóða. Á hinn bóginn hafa norsk stjórnvöld fyrir nokkru lýst ánægju sinni með þá tillögu ESB að dregið verði úr losun þar í landi um 40% miðað við 1990. Sjá einnig grein umhverfisráðherra Noregs, Vidars Helgesens, sem birtist í VG 20. júlí 2016.

Continue Reading→

Tine Sundtoft kannar sóknarfæri í norrænu umhverfissamstarfi

Ljósmyndari Heidi Orava " src="http://natturan.is/media/_versions/tine_sundtoft_medium.jpg" alt="„Norðurlönd hafa löngum gegnt og gegna áfram mikilvægu hlutverki í framsækinni stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Brýnt er að okkur takist að nýta tækifæri okkar til samstarfs því þá heyrist rödd okkar betur í Evrópu og um heim allan,“ segir Tine Sundtoft. Fram á vor mun hún ræða við stjórnmálafólk og aðra stefnumótandi aðila á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.Ljósmyndari Heidi Orava " width="400" height="225" />Tine Sundtoft, fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, hefur tekið að sér að vinna stefnumótandi úttekt á norrænu umhverfissamstarfi. Hún hefst þegar handa við að kanna ný sóknarfæri til áhrifa í samstarfi landanna í umhverfis- og loftslagsmálum.Á undanförnum árum hefur Norræna ráðherranefndin staðið að stefnumótandi úttektum á samstarfi í heilbrigðismálum, vinnumálum og orkumálum. Nú er röðin komin að umhverfismálum. Verkinu á að ljúka með skýrslu sem inniheldur 10–15 raunhæfar og aðgerðamiðaðar tillögur að samstarfssviðum eða málefnum þar sem þróa má norrænt umhverfissamstarf á næstu 5 til 10 árum. Í tillögunum skal tekið tillit til skuldbindinga landanna vegna ESB-samstarfs og annars alþjóðasamstarfs.Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segir hafa legið beint við að fá Tine Sundtoft til verksins:„Tine Sundtoft þekkir umhverfismálin mjög vel. Reynsla hennar af öllum stigum, allt frá sveitarfélagsstigi til alþjóðasamstarfs, kemur að góðum notum þegar greina á framtíðartækifæri í norrænu samstarfi á þessu sviði.“Vidar Helgesen, loftslags- og umhverfisráðherra Noregs og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál 2017, lýsir yfir ánægju sinni með að Tine Sundtoft hafi tekið að sér þetta afar brýna verkefni:„Tine stóð sig frábærlega sem loftslags- og umhverfisráðherra og býr yfir mikilvægri reynslu af umhverfismálum heima fyrir og alþjóðlega. Hún sér málin úr nægilegri fjarlægð til að geta gefið ráð um hvernig auka megi áhrif Norðurlandasamstarfsins í umhverfismálum.“Tine Sundtoft er fylkisstjóri í Vestur-Ögðum í Noregi, en í ráðherratíð sinni beitti hún sér af þrótti í samningaviðræðunum um loftslagsmál í aðdraganda Parísarsamkomulagsins:„Við lifum á miklum umbrotatímum. Parísarsamkomulagið kveður á um að öll heimsbyggðin lágmarki losun, að öðrum kosti eyðileggjum við umhverfið og andrúmsloft jarðar. Það er mjög spennandi að fá kost á að taka þátt og hafa áhrif á starfið, nú þegar Parísarsamkomulagið er rétt gengið í gildi.“„Í starfi mínu sem fylkisstjóri vinn ég einnig að því að hrinda breytingum í framkvæmd. Við þurfum hagnýta umhverfisstefnu þar sem allir aðilar í samfélaginu öðlast hlutverk, þar á meðal atvinnulífið sem gegnir lykilhlutverki í umskiptum til vistvæns samfélags.“Tine Sundtoft leggur endanlegar tillögur sínar fyrir Norrænu ráðherranefndina á fyrsta ársfjórðungi 2018.TengiliðirHeidi OravaSími +45 21 71 71 48Netfang heor@norden.orgSatu ReijonenSími +45 33 96 02 00Netfang sare@norden.orgTine Sundtoft Sími +47 95 02 02 65 Netfang tine.sundtoft@vaf.no

Continue Reading→

„Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær málþingið „Green to Scale“ í Norræna húsinu þar sem kynntar voru norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.Norræna „Green to Scale“ verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22) í nóvember síðastliðnum. Á málþinginu kom fram að með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki heims dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga.Sagði ráðherra að ljóst væri að kostnaðurinn við að halda að sér höndum í loftslagsmálum væri miklu meiri en kostnaðurinn við að grípa til aðgerða. Hún vildi að Ísland yrði leiðandi í því að nýta loftslagsvænar lausnir: „Til þess að það verði að veruleika þurfum við leiðtoga sem beita sér fyrir slíkum lausnum - í borgum og sveitum, í skólum og atvinnulífi. Við þurfum alla með.“Á málþinginu kynnti Oras Tynkkynen, ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá SITRA,  Nýsköpunarsjóði Finnlands, rannsóknarniðurstöður „Nordic Green to Scale“ verkefnisins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um þær íslensku loftslagslausnir sem sérstaklega eru tilgreindar í verkefninu. Þá voru flutt stutt örerindi um loftslagsmarkmið Reykjavíkurborgar, um umbreytingu koltvísýrings í endurnýjanlegt eldsneyti hjá Carbon Recycling International og um CarbFix verkefnið svokallaða sem gengur út á að binda koltvísýring varanlega í jarðlögum.  Að loknum fyrirlestrum voru líflegar pallborðsumræður.Málþingið var haldið í Norræna húsinu í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus og var endurtekið í Hofi á Akureyri í dag.  Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um norrænarloftslagslausnir: Green to Scale 

Continue Reading→

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.Síðastliðin ár hefur Steinar unnið sem verkefnisstjóri hálendisverkefnis Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar sem er samvinnuverkefni náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar og snýr að vernd miðhálendisins. Steinar er jafnframt formaður FUMÍ, félags umhverfisfræðinga á Íslandi.Steinar er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund, BA-próf í stjórnmálafræði með atvinnulífsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og mastersgráðu (MSc) í umhverfisstjórnun- og stefnumótun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Steinar hefur auk þess lokið fréttamannaprófi Ríkisútvarpsins.Steinar hefur m.a. starfað sem leiðbeinandi á leikskóla, blaðamaður á Fréttablaðinu, verkefnastjóri í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli og sem sérfræðingur hjá Útlendingastofnun. Steinar er giftur Soffíu Erlu Einarsdóttur ráðgjafa á meðferðarstöðinni Stuðlum og eiga þau tvo drengi. Þórunn Pétursdóttir nam umhverfisfræði við Garðyrkjuskóla ríkisins og landfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu (MSc) í landgræðsluvistfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka doktorsgráðu í landgræðsluvistfræði frá sama skóla. Þórunn hefur víðtæka reynslu á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála. Hún sat um árabil í stjórn Landverndar og var í fyrstu stjórn Vatnajökulsþjóðgarðar. Hún hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins frá árinu 2003 og sinnt þar fjölbreyttum verkefnum, fyrst sem héraðsfulltrúi á Vesturlandi en síðar sem sérfræðingur, m.a. á sviði sjálfbærni og vistheimtar. Þá hefur hún tekið þátt í margvíslegum samstarfsverkefnum, innlendum sem og erlendum, sem tengjast m.a. auðlindanýtingu og umhverfisvernd. Á árunum 2010 – 2013 var Þórunn í rannsóknarnámsstöðu hjá Institute of Environment and Sustainability sem er ein af rannsóknarstofnunum Framkvæmdaráðs Evrópusambandsins. Þórunn er í sambúð og á fjögur börn og tvö barnabörn.

Continue Reading→

Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu síðdegis.Björt var kosin alþingismaður fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013.Hún er fædd 2. mars 1983. Eiginmaður hennar er Birgir Viðarsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Björt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.Björt hefur m.a. starfað sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala og við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun. Hún starfaði sem mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011 – 2013 og var formaður Geðhjálpar á sama tímabili.Stefnuyfirlýsingríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Continue Reading→

Ríkinu stefnt vegna vanefnda á lögum um Mývatn

Umhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, þ.e. Leirhnjúkshraun. Umhverfisráðherra ber ábyrgð á framfylgd laganna. Dómsmálið er höfðað til að knýja á um friðlýsingu þessara svæða eins og lög mæla fyrir um. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd standa saman að dómsmálinu. Árið 2004 setti Alþingi ný lög um verndun Mývatns og Laxár. Lögin eru sérlög um náttúruvernd sem taka til vatnsins og árinnar, en skylda umhverfisráðherra jafnframt til að friðlýsa önnur nánar tiltekin verndarsvæði í Skútustaðahreppi. Nokkur þessara svæða hafa verið friðlýst, svo sem Dimmuborgir og Hverfjall/Hverfell auk þess sem hluti hálendis sveitarinnar er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Mun fleiri svæði hafa þó enn ekki verið friðlýst, þrátt fyrir útfærðar tillögur sem lágu til grundvallar við gildistöku Mývatnslaga fyrir 12 árum síðan. Frestur laganna til þess að ljúka þeim friðlýsingum formlega rann út í árslok 2007, fyrir um níu árum.   Umhverfisverndarsamtökin hafa ítrekað bent ráðherra á að það standi uppá framkvæmdarvaldið að framkvæma umrædd lög sett af Alþingi. Hafa þau talað fyrir daufum eyrum. Á meðan þessi staða er uppi njóta þessi svæði ekki fullrar verndar. Sumum þessara svæða stafar ógn af auknu álagi ferðamanna og að öðrum er hart sótt með framkvæmdir, enda þótt Alþingi hafi við setningu Mývatnslaga tekið skýra afstöðu til þess að framkvæmdir yrðu ekki leyfðar á svæðum sem ætti að friðlýsa. Á þetta við um raflínulagnir Landsnets um Leirhnjúkshraun. Friðlýsingarlistinn sem lá fyrir við gildistöku laganna hefur að geyma 11 svæði, en ekkert hefur saxast á listann undanfarin fjögur ár. Við þessar vanefndir verður ekki unað lengur, að áliti samtakanna sem stefnt hafa umhverfisráðherra. Íslendingum verður sífellt ljósara mikilvægi þess að hlúa að náttúruverðmætum sínum. Fjöregg og Landvernd hafa að leiðarljósi að standa vörð um þá almannahagsmuni sem tengdir eru náttúruvernd í Mývatnssveit. Í því felst meðal annars að lög um verndun svæða séu virt. Náttúruverndarlög byggja á þeirri grunnhugmynd að ákvörðun um friðlýsingu þurfi að taka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, ekki landeigenda. Við það bætist að Alþingi hefur með sérlögum um verndun svæða í Mývatnssveit tekið afstöðu til þess að friðlýsa skuli þar lífríki, jarðmyndanir og landslag sem nýtur sérstöðu. Málshöfðunin er liður í varðstöðu samtakanna um náttúru Íslands.  Stefnan sem PDF.

Continue Reading→

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets

Landsnet sendi nýlega frá sér tillögu að raflínuáætlun (kerfisáætlun) fyrir árin 2016 til 2025. Landvernd telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu fyrir nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Leiða má líkum að því að að alvarlegar athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka við vinnubrögð Landsnets á undanförum árum, þ.m.t. kærumál og dómsmál vegna eldri kerfisáætlana og einstakra framkvæmda, hafi haft þessi jákvæðu áhrif.  Drögin eru nú til kynningar og getur hver og einn komið á framfæri athugasemdum sínum fyrir áramót.Á ári hverju ber Landsneti að gefa út áætlun um hvernig það sér fyrir sér þróun flutningskerfisins til næsta áratugar (s.k. kerfisáætlun), og að gera tímasetta áætlun um framkvæmdir næstu þrjú árin. Almenningur hefur í kjölfar úrskurðar umhverfisráðherra árið 2013 átt kost á að taka þátt í undirbúningi áætlunarinnar. Að mati Landverndar bera drög að nýjustu áætlun Landsnet þess skýr merki að aðhald og athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka hafi skilað sér í bættum vinnubrögðum. Breytt hefur verið forsendum og aðferðum við áætlanagerðina og hefur fyrirtækið m.a. litið til annarra ríkja um fyrirmyndir. Full ástæða er til að vekja athygli á þessari jákvæðu þróun og hvetja fyrirtækið til að halda áfram á sömu braut.Jákvæðar breytingarLandvernd vill tiltaka eftirtaldar breytingar frá fyrri áætlunum, sem skref í jákvæða átt:Í stað þess að beita nýtingarflokki rammaáætlunar sem forsendu fyrir áætlun um raforkuflutningsmannvirki næstu 10 ára, hefur Landsnet nú þróað betri aðferðir við að sjá fyrir þörf fyrir mannvirkjagerð til raforkuflutnings. Virðist þannig um raunhæfari forsendur að ræða en áður tíðkaðist,í fyrsta sinn er nú með raunverulegum hætti fjallað um möguleika á jarðstrengjum á hluta línuleiða vítt og breitt um landið, en á þetta hefur skort,í stað hefðbundins jarðstrengs um hluta hálendsins er jafnstraumsstrengur allan Sprengisand nýr valkostur í kerfisáætlun og umhverfismati, og er það í fyrsta sinn sem Landsnet ljær máls á slíkri tækni (hefnbundnir jarðstrengir hér á landi eru með riðstraumi  en mun lengri vegalengdir má leggja í jörð sé notaður jafnstraumsstrengur),í fyrsta sinn er nú þjóðhagslegt mat hluti af kerfisáætlun.Öll þessi atriði eru í samræmi við þær athugasemdir sem gerðar hafa verið í málsmeðferð vegna eldri áætlanagerðar, meðal annars af Landvernd. Má þarf t.d. nefna dómsmál Landverndar vegna kerfisáætlunar 2014-2023, þar sem m.a. voru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð athugasemda. Önnur mál hafa endað fyrir úrskurðarnefndum, eins og þekkt er, þ.m.t. kerfisáætlun 2015-2024.Þá er jákvætt að nú er sérstök áhersla á að greina kerfisáætlun m.t.t. loftslagsmála.Enn má bæta vinnubrögðÞað dregur nokkuð úr gildi þeirrar jákvæðu þróunar sem hér á sér stað, að forsendur fyrir mögulegri lengd jarðstrengja á hverri og einni línuleið kunna á köflum að vera umdeilanlegar og aðferðir ekki fyllilega gagnsæjar. Vonast Landvernd til að bæta megi þar úr, enda hlýtur Landsneti að vera kappsmál að setja öll gögn fram með gagnsæjum, hlutlægum og sannreynanlegum hætti. Þá má telja að sæstrengur til Evrópu verði afar umdeildur sem forsenda.Sérstaklega má benda á að við gerð sviðsmynda þarf að vera gagnsærra hvaða forsendur liggja að baki, ekki síst fyrir sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir frekari orkuuppbyggingu og rafvæðingu.Landvernd saknar þess að ekki skuli vera gerð tilraun til að meta mögulegan orkusparnað í kerfisáætlun. Alkunna er að orkusóun á Vesturlöndum er afar mikil og miklir og væntanlega hagkvæmir sóknarmöguleikar á því sviði.Þá sýnist Landvernd að ekki séu skýrar forsendur fyrir því að framkvæmdir sem eru inni á eldri 3ja ára tímasettum framkvæmdaáætlunum fari ýmist út eða inn í hvert skipti sem ný áætlun er gerð. Mikilvægt er fyrir alla aðila að fyrirsjáanleiki sé um framkvæmdaáform. Þannig verður bæði að liggja fyrir með skýrum hætti af hverju talið er að ráðast þurfi í tiltekna framkvæmd en líka hvenær áætlað er gera það og í hvaða röð. Nefna má að nú eru á áætlun 2018 og 2019 línulagnir frá Akureyri til Fljótsdals sem ekki hafa enn verið umhverfismetnar, hvað þá að sótt hafi verið um framkvæmdaleyfi fyrir þeim. Landvernd telur að ferli umhverfismats, sem lýkur með framkvæmdaleyfi sveitarfélags, þurfi að vera opið, gagnsætt og með eðilegri framvindu. Þá verði að gera ráð fyrir því að reynt geti á álitaefni þegar framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út, t.a.m. þegar athugasemdir hafa komið fram í umhverfismati sem ekki hefur verið unnið úr með fullnægjandi hætti eða að matið  er úrelt og á ekki lengur við um framkvæmdina, til að mynda vegna breyttra laga, tíðaranda eða tækni. Því vandaðri sem öll málsmeðferð er, þ.m.t. að hugað sé að öllum umhverfisþáttum sem skipta máli, áður en komið er að lokastigi matsferilsins, þeim mun líklegra er að sátt náist um tiltekna framkvæmd. Verndargildi náttúru er lykilatriði í því ferli öllu.Landvernd mun áfram halda vöku sinni og varðstöðu um náttúruverðmæti í þessum málum og undirbýr nú athugasemdir sínar við áætlunina.

Continue Reading→

Beiting 15 norrænna loftslagslausna á stórum skala gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á heimsvísu

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga. Þetta sýna niðurstöður nýrrar norrænar rannsóknar (Green to Scale) sem kynnt var 16. nóvember á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech. Rannsóknin er samstarfsverkefni finnska nýsköpunarsjóðsins Sitra, Norænu ráðherranefndarinnar, og virtra rannsóknarstofnana á öllum Norðurlöndunum. Í verkefninu er eftirfarandi spurningu svarað: hvaða árangri má ná fyrir árið 2030 með því að beita um allan heim árangursríkum norrænum loftlagslausnum í sama mæli og þeim er nú beitt í a.m.k. einu Norðurlandanna. Nú þegar hafa 110 ríki fullgilt Parísarsamkomulagið. „Við verðum að vinna hratt til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þessi norræna rannsókn sýnir að þegar eru til fjölmargar loftslagsvænar (low-carbon) lausnir sem eru þar að auki hagkvæmar. Það er engin ástæða til að bíða. Núna er tíminn til að láta til skarar skríða“, segir Kimmo Tiilikainen, umhverfis- og landbúnaðarráðherra Finnlands og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál. „Leiðtogar heims hafa áhyggjur af því að það sé of flókið eða dýrt að draga hratt úr losun“, segir Oras Tynkkynen, ráðgjafi, sem leiddi verkefnið og greininguna af hálfu Sitra. Hann hefur meðal annars tekið þátt í sautján loftslagsráðstefnum Sþ (síðan í Kyoto 1997). „Markmið okkar með rannsókninni er að varpa ljósi á þann árangur sem ólík lönd hafa þegar náð með loftslagsaðgerðum og hvað önnur ríki geta lært af reynslu þeirra. Við erum mjög hlynt nýsköpun og nýrri tækni, en það er samt engin ástæða til að bregðast ekki strax við og taka upp lausnir sem þegar eru tiltækar“, segir Tynkkynen. Draga þarf úr losun í öllum geirumVerkefnið sýnir að hægt er að draga verulega úr losun í öllum lykilatvinnugreinum: orku, iðnaði, samgöngum, byggingum og heimilisrekstri, sem og í landbúnaði og skógrækt. Hér má finna dæmi um hvað þessar lausnir bjóða upp á: Danir í þéttbýli hjóla að meðaltali næstum 3 km á dag. Ef önnur ríki heims fylgdu fordæmi Danmerkur og hvettu til hjólreiða í borgum myndi það minnka losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur allri losun Slóvakíu á einu ári. Í Finnlandi er stærstur hluti húshitunar framleiddur með skilvirkri samtíma-framleiðslu á rafmagni og hita (CHP). Ef önnur OECD lönd notuðu CHP á sama hátt mætti draga úr losun sem samsvarar losun Japans á einu ári. Á Íslandi er jarðvarmi notaður til að hita yfir 90% allra húsa og til að framleiða um 30% rafmagns. Ef ríki sem búa yfir jarðvarma myndu nýta hann á sama hátt og Ísland, myndi losun minnka umfram það sem Danmörk losar á ári hverju. Á síðasta ári var fjórði hver seldi bíll í Noregi rafmagnsbíll eða tvinnbíll. Ef aðrar þjóðir í OECD auk Brasilíu og Kína notuðu jafn mörg rafknúin farartæki og Noregur myndi það draga úr losun sem nemur kolefnislosun Danmerkur á einu ári. Svíar notar hlutfallslega fleiri hitadælur (heat-pumps) en aðrar þjóðir. Með sama hlutfalli hitadæla í tilteknum Evrópulöndum mætti minnka kolefnislosun sem nemur allri losun Kúbu á hverju ári.  Þær 15 lausnir sem skýrslan fjallar um draga ekki eingöngu úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda heldur fylgja þeim jafnframt verulegir aðrir jákvæðir umhverfis og hagrænir þættir. Til að mynda aukin loft- og vatnsgæði, aukið öryggi í orkuframleiðslu, fleiri störf í nærsamfélaginu, lægri eldsneytiskostnaður, færri umferðarteppur og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. Hverjir standa að rannsókninni?  Nordic Green to Scale er sameiginlegt verkefni rannsóknarstofnana á öllum fimm Norðurlöndunum, ásamt vinnhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um  loftslagsmál: Miðstöð fyrir alþjóðlegar loftlags- og umhverfisrannsóknir í Noregi (CICERO) vann tæknilegar greiningar fyrir skýrslunaCONCITO, DanmörkuFinnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra , FinlandiUmhverfisstofnun Stokkhólms (SEI), SvíþjóðStofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands Rannsóknin greinir alþjóðlega nýtingarmöguleika 15 norrænna aðgerða eða lausna í loftslagsmálum. Þessar 15 lausnir koma til viðbótar þeim lausnum sem teknar voru fyrir í hnattræna Green to Scale verkefninu á síðasta ári, en þar var sýnt fram á að með því að útfæra 17 þekktar lausnir á heimsvísu mætti draga úr heildarlosun koltvísýrings um 12 gígatonn fyrir árið 2030. Hnattræna verkefnið var unnið af Sitra og leiðandi stofnunum á sviði loftslagsmála í 10 löndum og lauk því árið 2015. Miðvikudaginn 16.nóvember 2016 voru niðurstöður Green to Scale verkefnisins kynntar í sameiginlegum skála Norðurlandanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech, COP22. Upptöku af kynningunni má sjá hér. Green to Scale verkefnið og þýðing þess fyrir Ísland verður kynnt á ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík þ. 18. janúar 2017 og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þ. 19. janúar 2017. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  Útgáfur tengdar verkefninu:Nordic Green to Scale – Low-carbon success stories to inspire the world (handout)Published in Helsinki by Sitra and the Nordic Council of Ministers, 2016PDF: http://www.sitra.fi/julkaisut/Esitteet/2016/Nordic_green_to_scale_handout.pdf  Nordic Green to Scale: Nordic climate solutions can help other countries cut emissions (Edited report)ISBN: 978-92-893-4735-8 (PDF)Published in Copenhagen by the Nordic Council of Ministers, 2016PDF: http://www.sitra.fi/julkaisut/Muut/Nordic_green_to_scale.pdf Norrænu lausnirnar sem teknar eru fyrir í rannsókninni: OrkaSamtímaframleiðsla hita og rafmagns (CHP) Vindorka á landi Vindorka á sjó (offshore)Jarðvarmi/Jarðvarmaorka  IðnaðurBinding kolefnis í olíu og gaslindum Minnkun losun metans frá olíu- og gasframleiðslu Kolefnissnauð orka í iðnaði  Samgöngur Rafknúin farartæki Lífeldsneyti í samgöngum Hjólreiðar í borgum og bæjum Byggingar og heimiliOrkunýtnar byggingarHitadælur í íbúðarhúsnæði Lífeldsneyti til kyndingar Landbúnaður og skógræktSkógrækt og landgræðsla Meðhöndlun mykju 

Continue Reading→

Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum

Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Verndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.

Continue Reading→

Græn nýsköpun lykill að árangri

Nú er kominn tími til að efna loforð Parísarsamningsins í loftslagsmálum, sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra í ræðu sinni í dag á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í Marokkó. Allir þyrftu þar að leggja lóð á vogarskálarnar: stjórnvöld, atvinnulíf, vísindaheimurinn og almenningur. Nýsköpun í loftslagsvænni tækni og lausnum væri nauðsynleg til að ná settu marki.Fundurinn í Marrakech er fyrsti alþjóðlegi ráðherrafundurinn um loftslagsmál eftir að Parísarsamningurinn gekk í gildi 4. nóvember sl. Um 110 ríki, þar á meðal Ísland, hafa fullgilt samninginn.Ráðherra sagði að hrein orka væri mikilvæg og þörf á hnattrænu átaki í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Hún nefndi tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur o.fl. á Hellisheiði, þar sem koldíoxíði er dælt í jarðlög, þar sem það breytist í steindir og binst til frambúðar í jarðlögum. Þar væri gróðurhúsalofttegundum breytt í grjót, en einnig væri mikilvægt að binda kolefni í trjám og jarðvegi með skógrækt og aðgerðum gegn landeyðingu.Ráðherra gerði áhrif loftslagsbreytinga á hafið að umtalsefni og fagnaði aukinni athygli á þann þátt í loftslagsumræðunni. Hreinni skipatækni væri hluti af lausninni og mikilvægt að hlúa að henni á Íslandi og á heimsvísu.Auk loftslagsvænni tækni væri nauðsynlegt að huga að daglegu lífi, svo sem með að draga úr matarsóun, til að ná settu marki. Jafnrétti kynjanna og virk þátttaka kvenna væri nauðsynleg til að ná árangri í loftslagsmálum.Ræða ráðherra í heild (á ensku) (pdf-skjal). ""Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti m.a. tvíhliða fund með Paulu Bennett, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sótt fundi ráðherra og aðra viðburði á aðildarríkjaþinginu í Marrakech og átti m.a. tvíhliða fund með Paulu Bennett, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands. Þar kom fram að aðstæður í ríkjunum væru að mörgu leyti líkar hvað loftslagsmál varðar. Bæði ríkin nýta jarðhita og hafa hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku, bæði horfa til lausna varðandi losun frá landbúnaði og landnotkun og bæði hafa samþykkt að berjast gegn niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Samþykkt var að koma á samvinnu varðandi loftslagsvænar lausnir í landbúnaði og ræða frekar annað samstarf í loftslagsmálum.Íslenskar kynningar um hafið og niðurdælingu koldíoxíðsSérstök dagskrá var tileinkuð umræðu um afleiðingar loftslagsbreytinga á hafið á sérstökum degi hafsins (Oceans Action Day), þar sem fulltrúi utanríkisráðuneytisins flutti erindi um mikilvægi uppbyggingar á þekkingu og tækni í ríkjum sem byggja afkomu sína á hafinu.Ísland hélt tvo kynningarviðburði á norrænum bás á ráðstefnunni í Marrakech þar sem annars vegar var fjallað um hafið og hins vegar um jarðhita.Á viðburði um hafið kynnti fulltrúi sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hið mikilvæga hlutverk skólans við að byggja upp þekkingu á loftslagsvænni sjávarútvegi. Fulltrúar frá Seychelles-eyjum og Máritíus ræddu nýsköpun og tækifæri sem tengjast hafinu, en þessi tvö eyríki eru meðal þeirra ríkja sem þegar takast á við alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga á hafið.Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynntu alþjóðlegt verkefni um bindingu á jarðhitagasi í grjót við Hellisheiðarvirkjun. Samstarfið leiddi til þróunar á nýrri aðferð sem er til muna hraðvirkari og ódýrari en hefðbundnar aðferðir og er unnt að nýta víðsvegar um heim. Verkefnið hefur vakið mikla athygli í vísindaheiminum og loftslagsumræðunni.Fundirnir voru vel sóttir. Hægt er að sjá kynningarfundina á eftirfarandi vefsíðu:http://www.norden.org/en/theme/new-nordic-climate-solutions/cop22/events/troll-turned-to-stone-innovation-in-geothermal-energy-ministry-of-foreign-affairs-icelandhttp://www.norden.org/en/theme/new-nordic-climate-solutions/cop22/events/one-earth-one-ocean-ministry-of-foreign-affairs-iceland

Continue Reading→

Náttúrulegur valkostur í stað plastfilmu til geymslu matvæla

Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu. Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við geymslu matvæla. Notkunin er auðveld, þú finnur einfaldlega þá stærð sem hentar utan um það sem þú ætlar að geyma, brýtur arkirnar utan um matinn og lokar þeim með því að þrýsta lófunum að efninu. Ylurinn úr höndunum nægir til þess að líma arkirnar saman. Arkirnar má einnig leggja yfir skálar og diska og þétta með sama hætti. Að notkun lokinni er örkin einfaldlega skoluð í köldu vatni, látin þorna og síðan notuð aftur og aftur.Örkunum hefur verið mjög vel tekið og greinilegt að margir eru að venda sínu kvæði í kross þegar kemur að notkun plastumbúða. Sumir hafa jafnvel þakkað sérstaklega fyrir að hafa loks fengið raunhæfan valkost beinlínis upp í hendurnar til að draga ú plastnotkun, segir Þórunn Björk Pálmadóttir, eigandi Mistur.Arkirnar fást í nokkrum stærðum, allt frá 18x20 cm. sem rúmar ágætlega t.d. ½ lárperu og upp í 43x58 cm. sem dugar utan um heilan brauðhleif. Sú pakkning sem hefur verið einna vinsælust í netversluninni inniheldur þrjár mismunandi stærðir; litla, miðlungs og stóra og fæst í tveimur litbrigðum, sem getur komið sér vel til að aðgreina ýmis matvæli.Að auki bíður Mistur upp á XL örk sem er með áföstum spotta og tölu til að loka pakkanum tryggilega á leiðinni í skólann eða á æfingu.Bee‘s Wrap er ákjósanlegur valmöguleiki fyrir þá sem vilja skera niður plastnotkun á heimilinu. Hentugar til að geyma ávexti, samlokur, ost, grænmeti, bakkelsi eða yfir skál til að láta deig hefast. Hentar ekki fyrir kjöt.Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Misturs, mistur.is

Continue Reading→

Tilvalið til að minnka matarsóun

Nú þegar Garðfuglakönnun Fuglaverndar er að hefjast og vetur er að ganga í garð vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði. Það er áhugavert og fróðlegt fyrir vinnufélaga að fylgjast með fuglum.  Fóðrun fugla skapar skemmtilega stemmingu og umræðu og svo dregur það einnig úr matarsóun að nýta ýmsa afganga sem fuglafóður.  Í mötuneytum vinnustaða fellur oft til ýmislegt sem má nota til þess að fóðra fugla í stað þess að henda í ruslið!  Þar má nefna brauðenda, eplakjarna, perukjarna, fitu og kjötafganga en svo má einnig kaupa ýmiskonar fóður fyrir fugla, bæði hjá Fuglavernd og annarsstaðar. Fóðrun fugla við vinnustaði leiðir vonandi einnig til þess að fleiri fari að gefa fuglum gaum og fái áhuga á vernd fugla og búsvæða þeirra. Nánari upplýsingar um þátttöku í garðfuglakönnunni er að finna á www.fuglavernd.is  sem og um fóðrun fugla.Umsjónarmenn eru þeir Örn Óskarsson (8469783) og Ólafur Einarsson (sími: 8473589)

Continue Reading→

Fundur um umhverfisstefnu flokkanna í Norræna húsinu í kvöld

Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum verður haldinn í Norræna húsinu í dag þ. 18. október kl. 20:00.Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál:stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;hvernig ber Íslandi að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu, oghvernig vilja flokkarnir tryggja verndun hafsins, gegn mengun, súrnun þess og hækkandi sjávarhita.Fram koma í pallborði fulltrúar þeirra sjö flokka sem vænta má að fái þingmenn kjörna í kosningunum 29. október. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og ViðreisnÞessu tengt. Nýverið gerði Gallup skoðanakönnun fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands.Spurt var:Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af súrnun hafsins?Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af plastmengun í hafinu?Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hækkun á hitastigi hafsins?Svör aðspurðra voru nokkuð afgerandi. Um það bil 2/3 aðspurðra hafa miklar áhyggjur af súrnun hafsins og hækkandi á hitastigi þess og 80,3% hafa miklar áhyggjur af plastmengun. Hið síðast nefnda má telja þorra þjóðarinnar. Spurningin nú er: hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera?Hrönn Egilsdóttir um súrnun sjávar.Sjá viðburðinn á FB.

Continue Reading→

Lífrænt og umhverfisvænt - alla leið

Kaja organic, sem rekur tvær lífrænar verslanir, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi og á ÓMatarbúr Kaju á Óðinsgötunni í Reykjavík, fer alla leið í umhverfishugsuninni.Ekki aðeins var Kaja fyrst með lífrænt vottaða matvörurlínu pakkaða á Íslandi og stofnaði fyrstu lífrænt vottuðu verslanirnar heldur er stefna Kaju að skilja sem minnst rusl eftir á þessari jörð.Ekki nóg með það að umbúðir fyrir vörulínu Kaju eru úr einföldum pappír án plastglugga, fólk getur líka komið með sín eigin ílát og látið fylla á þau, sem er auðvitað allra umhverfisvænast, þá hefur Kaja látið gera skemmtilega innkaupapoka úr efnisafgöngum.Pokarnir eru framleiddir hjá vinnustofunni Öldunni en það er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku í Borgarnesi. Aldan fær allt efnið, aðallega rúmföt frá Rauða krossinum og umbreytir í þessa skemmtilegu innkaupapoka. Merki fyrirtækja er síðan saumað á pokana, eins og þessa fyrir Kaju.Að mínu viti er Kaja eitt framsæknasta og umhverfisvænsta fyrirtæki á Íslandi í dag. Með dug og þor og trú á lífræna framtíð og sigur skynseminnar yfir bjánaskapnum. Til hamingju Kaja! 

Continue Reading→

Urriðadans í Öxará

Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 15. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.Kynningin hefst klukkan  kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

Continue Reading→

Stefnumarkandi efnisniðurstöðu úrskurðarnefndar fagnað

Landvernd telur úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. Jafnframt felur niðurstaðan í sér viðurkenningu á gildi náttúruverndarsjónarmiða við ákvarðanir stjórnvalda. Í ákvörðun sinni í gær setti úrskurðarnefndin fram mikilvægar stefnumarkandi efnisniðurstöður og leiðbeiningar um markmið umhverfismats, vinnubrögð framkvæmdaaðila, hlutverk Skipulagsstofnunar og ekki síst skyldur sveitarfélaga. Úrskurðurinn felur í sér gagnrýni á vinnubrögð Landsnets og Skipulagsstofnunar við framfylgd markmiða umhverfismatslöggjafar og áfellisdóm yfir framfylgd skipulagslaga og náttúruverndarlaga í meðförum sveitarfélagsins á leyfisumsókn Landsnets.Í úrskurðinum er tekið undir sjónarmið Landverndar og Fjöreggs í Mývatnssveit að umhverfismati framkvæmdarinnar og ákvarðanatöku sveitarfélagsins í tengslum við það hafi verið ábótavant. Tilgangur með umhverfismati er að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmda. Það verður aðeins gert með vönduðum rannsóknum og samanburði framkvæmdakosta. Samkvæmt úrskurðinum sinnti Landsnet aðeins að nafninu til þeirri lagaskyldu að bera saman mismunandi valkosti fyrir lagningu raflínanna (jarðstrengir og línuleiðir) og Skipulagsstofnun brást eftirlitshlutverki sínu vegna þessa. Loks var ákvörðun sveitarstjórnar ekki byggð á viðeigandi rökstuðningi og hún sinnti ekki skyldu sinni til að rannsaka málið. Úrskurðurinn fjallar því fyrst og fremst um efnisleg mistök þessara aðila, ekki formgalla eins og skilja mátti af orðum umhverfisráðherra og oddvita Skútustaðahrepps í hádegisfréttum RÚV í dag.Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið. Úrskurðurinn staðfestir jafnframt að hefði Landsnet tekið undir kröfu Landverndar og Fjöreggs í mars 2015 um endurbætt umhverfismat væri staðan í dag önnur.Loks telur Landvernd að framangreindum aðilum væri hollara að viðhafa framvegis vandaðri vinnubrögð í samræmi við lög í landinu og sýna í verki virðingu sína gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum og ekki síst starfi umhverfisverndarsamtaka að bættu umhverfi og mannlíf. Sú fádæma aðför að málsmeðferðarréttindum umhverfisverndarsamtaka, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum sem stjórnvöld áætluðu með setningu löggjafar um framkvæmdaleyfin er nú fallin um sjálfa sig. Stjórnvöldum er ekki lengur stætt á að halda lagasetningu um Bakkalínur til streitu.

Continue Reading→

Nýtt – Lífrænt vottað pasta framleitt á Íslandi

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.Þar sem Wirk var farinn að framleiða umframmagn af pasta, meira en hægt var að selja í Hreðavatnsskála, hóf hann að leita að söluaðila. Í gegnum krókaleiðir náði pastað bragðlaukum Karenar Jónsdóttur sem rekur Kaja organic og fyrstu lífrænt vottuðu verslanir á Íslandi; Matarbúr Kaju & Café Kaja á Akranesi og nýopnað Matarbúr Kaju við Óðinsgötu 18b í Reykjavík. Karen, sem annars er ekki mikið fyrir pasta, var svo hrifin af pastanu hans Wirk að hún setti sig í samband við hann og þau hófu samstarf.Eftir 4 mánaða vöruþróunarferli og leit að hárréttu lífrænu hráefnunum framleiðir Wirk nú pasta eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni og hefur fengið vottun á framleiðsluna frá Vottunarstofunni Túni.Wirk framleiðir margar mismunandi gerðir af pasta undir nafni Norðurárdals, með og án krydds. Í fyrstu fara 4 tegundir í dreifingu. Venjulegt pasta án krydda, pasta með engifer, pasta með chili og sítrónu og pasta með karrí og pasta með kókos. Allt pastað inniheldur lífrænt vottuðu eggin frá Nesbúi. Kaja organic ehf. sér um dreifingu á Norðurálsdals- pastanu.

Continue Reading→
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ... 132