Leita

jarðhitaverkefniðSjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum

Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí nk. í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir! Sjá dagskrá í viðhengi og hér að neðan. Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi. Með þessu verkefni vill Landvernd stuðla að vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þeirra. Dagskrá: 13:00 Setning málþings, Sveinbjörn Björnsson, Landvernd 13:05  Eðli og náttúra háhitasvæða hér og erlendis, Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og forseti Ferðafélags Íslands 13:40  Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum - kynning á verkefni Landverndar, Birta Bjargardóttir, Landvernd 13:45  Gildi jarðminja á háhitasvæðum, Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands 14:05  Gildi lífríkis á háhitasvæðum, Ásrún Elmarsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands 14:30  Kaffi 14:50  Gildi háhitasvæða fyrir ferðaþjónustu, Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum 15:10  Öryggismál ferðamanna á háhitasvæðum, Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu 15:25  Pallborðsumræður 16:15  Málþingi lýkur Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðu: Anna G. Sverrisdóttir, Landvernd. Ljósmynd: Geysissvæðið, ©Árni Tryggvason.

Continue Reading→