Search

Loftslagsrýni – Sjálfstæðisflokkurinn, uppfært mat

Hér er uppfært mat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast stefnu flokksins varðandi Umhverfismál á vefsíðu þeirra, sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Framsókn, uppfært mat

Nýtt mat á stefnu Framsóknar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér. Á heimasíðu Framsóknar benda þau á ályktanir flokksins varðandi stefnumál flokksins í hinum ýmsu málum, sjá Ályktanir […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Björt Framtíð, uppfært mat

Nýtt mat á stefnu Bjartrar Framtíðar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér. Á heimasíðu Bjartrar Framtíðar er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. […]

Continue Reading→

Vel heppnað réttindanámskeið fyrir verðandi heilbrigðisfulltrúa

Umhverfisstofnun í samstarfi við Matvælastofnun hélt réttindanámskeið fyrir verðandi heilbrigðisfulltrúa dagana 3. til 7. október 2016.

Continue Reading→

Umhverfissýningin Saman gegn sóun

Föstudaginn og laugardaginn, 9. – 10. september síðastliðinn var haldin umhverfissýningin Saman gegn sóun í Perlunni

Continue Reading→

Fundur um umhverfisstefnu flokkanna í Norræna húsinu í kvöld

Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum verður haldinn í Norræna húsinu í dag þ. 18. október kl. 20:00.Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál:stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;hvernig ber Íslandi að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu, oghvernig vilja flokkarnir tryggja verndun hafsins, gegn mengun, súrnun þess og hækkandi sjávarhita.Fram koma í pallborði fulltrúar þeirra sjö flokka sem vænta má að fái þingmenn kjörna í kosningunum 29. október. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og ViðreisnÞessu tengt. Nýverið gerði Gallup skoðanakönnun fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands.Spurt var:Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af súrnun hafsins?Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af plastmengun í hafinu?Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hækkun á hitastigi hafsins?Svör aðspurðra voru nokkuð afgerandi. Um það bil 2/3 aðspurðra hafa miklar áhyggjur af súrnun hafsins og hækkandi á hitastigi þess og 80,3% hafa miklar áhyggjur af plastmengun. Hið síðast nefnda má telja þorra þjóðarinnar. Spurningin nú er: hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera?Hrönn Egilsdóttir um súrnun sjávar.Sjá viðburðinn á FB.

Continue Reading→

Lífrænt og umhverfisvænt - alla leið

Kaja organic, sem rekur tvær lífrænar verslanir, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi og á ÓMatarbúr Kaju á Óðinsgötunni í Reykjavík, fer alla leið í umhverfishugsuninni.Ekki aðeins var Kaja fyrst með lífrænt vottaða matvörurlínu pakkaða á Íslandi og stofnaði fyrstu lífrænt vottuðu verslanirnar heldur er stefna Kaju að skilja sem minnst rusl eftir á þessari jörð.Ekki nóg með það að umbúðir fyrir vörulínu Kaju eru úr einföldum pappír án plastglugga, fólk getur líka komið með sín eigin ílát og látið fylla á þau, sem er auðvitað allra umhverfisvænast, þá hefur Kaja látið gera skemmtilega innkaupapoka úr efnisafgöngum.Pokarnir eru framleiddir hjá vinnustofunni Öldunni en það er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku í Borgarnesi. Aldan fær allt efnið, aðallega rúmföt frá Rauða krossinum og umbreytir í þessa skemmtilegu innkaupapoka. Merki fyrirtækja er síðan saumað á pokana, eins og þessa fyrir Kaju.Að mínu viti er Kaja eitt framsæknasta og umhverfisvænsta fyrirtæki á Íslandi í dag. Með dug og þor og trú á lífræna framtíð og sigur skynseminnar yfir bjánaskapnum. Til hamingju Kaja! 

Continue Reading→

Samvinna til árangurs - í náttúruvernd

Þriðjudaginn 25. október 2016 frá klukkan 15 - 17 stendur Umhverfisstofnun fyrir málþingi um mikilvægi samvinnu í málefnum náttúruverndar.

Continue Reading→

Lífrænn úrgangur til nýsköpunar og Auðlindatorgið

Í síðastliðinni viku hélt Norræna ráðherranefndin alþjóðlega ráðstefnu um lífhagkerfið undir yfirskriftinni Minding the future

Continue Reading→

Urriðadans í Öxará

Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 15. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.Kynningin hefst klukkan  kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

Continue Reading→

Framkvæmdir að hefjast að nýju á Gullfossi

Framkvæmdir við nýjan stiga á Gullfossi eru að hefjast að nýju eftir töluverða bið.

Continue Reading→

Stefnumarkandi efnisniðurstöðu úrskurðarnefndar fagnað

Landvernd telur úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. Jafnframt felur niðurstaðan í sér viðurkenningu á gildi náttúruverndarsjónarmiða við ákvarðanir stjórnvalda. Í ákvörðun sinni í gær setti úrskurðarnefndin fram mikilvægar stefnumarkandi efnisniðurstöður og leiðbeiningar um markmið umhverfismats, vinnubrögð framkvæmdaaðila, hlutverk Skipulagsstofnunar og ekki síst skyldur sveitarfélaga. Úrskurðurinn felur í sér gagnrýni á vinnubrögð Landsnets og Skipulagsstofnunar við framfylgd markmiða umhverfismatslöggjafar og áfellisdóm yfir framfylgd skipulagslaga og náttúruverndarlaga í meðförum sveitarfélagsins á leyfisumsókn Landsnets.Í úrskurðinum er tekið undir sjónarmið Landverndar og Fjöreggs í Mývatnssveit að umhverfismati framkvæmdarinnar og ákvarðanatöku sveitarfélagsins í tengslum við það hafi verið ábótavant. Tilgangur með umhverfismati er að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmda. Það verður aðeins gert með vönduðum rannsóknum og samanburði framkvæmdakosta. Samkvæmt úrskurðinum sinnti Landsnet aðeins að nafninu til þeirri lagaskyldu að bera saman mismunandi valkosti fyrir lagningu raflínanna (jarðstrengir og línuleiðir) og Skipulagsstofnun brást eftirlitshlutverki sínu vegna þessa. Loks var ákvörðun sveitarstjórnar ekki byggð á viðeigandi rökstuðningi og hún sinnti ekki skyldu sinni til að rannsaka málið. Úrskurðurinn fjallar því fyrst og fremst um efnisleg mistök þessara aðila, ekki formgalla eins og skilja mátti af orðum umhverfisráðherra og oddvita Skútustaðahrepps í hádegisfréttum RÚV í dag.Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið. Úrskurðurinn staðfestir jafnframt að hefði Landsnet tekið undir kröfu Landverndar og Fjöreggs í mars 2015 um endurbætt umhverfismat væri staðan í dag önnur.Loks telur Landvernd að framangreindum aðilum væri hollara að viðhafa framvegis vandaðri vinnubrögð í samræmi við lög í landinu og sýna í verki virðingu sína gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum og ekki síst starfi umhverfisverndarsamtaka að bættu umhverfi og mannlíf. Sú fádæma aðför að málsmeðferðarréttindum umhverfisverndarsamtaka, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum sem stjórnvöld áætluðu með setningu löggjafar um framkvæmdaleyfin er nú fallin um sjálfa sig. Stjórnvöldum er ekki lengur stætt á að halda lagasetningu um Bakkalínur til streitu.

Continue Reading→

Nýtt – Lífrænt vottað pasta framleitt á Íslandi

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.Þar sem Wirk var farinn að framleiða umframmagn af pasta, meira en hægt var að selja í Hreðavatnsskála, hóf hann að leita að söluaðila. Í gegnum krókaleiðir náði pastað bragðlaukum Karenar Jónsdóttur sem rekur Kaja organic og fyrstu lífrænt vottuðu verslanir á Íslandi; Matarbúr Kaju & Café Kaja á Akranesi og nýopnað Matarbúr Kaju við Óðinsgötu 18b í Reykjavík. Karen, sem annars er ekki mikið fyrir pasta, var svo hrifin af pastanu hans Wirk að hún setti sig í samband við hann og þau hófu samstarf.Eftir 4 mánaða vöruþróunarferli og leit að hárréttu lífrænu hráefnunum framleiðir Wirk nú pasta eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni og hefur fengið vottun á framleiðsluna frá Vottunarstofunni Túni.Wirk framleiðir margar mismunandi gerðir af pasta undir nafni Norðurárdals, með og án krydds. Í fyrstu fara 4 tegundir í dreifingu. Venjulegt pasta án krydda, pasta með engifer, pasta með chili og sítrónu og pasta með karrí og pasta með kókos. Allt pastað inniheldur lífrænt vottuðu eggin frá Nesbúi. Kaja organic ehf. sér um dreifingu á Norðurálsdals- pastanu.

Continue Reading→

Drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar, í samvinnu við forsætisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, eftir umsögnum um drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Í áætluninni er sett fram forgangsröðun verkefna sem lagt er til að ráðist verði í á árinu 2017, í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga sem Alþingi samþykkti  fyrr á árinu.Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti drögin á blaðamannafundi í dag. Áætlunin er undanfari 12 ára stefnumarkandi langtímaáætlunar og þriggja ára verkefnaáætlunar um sama efni sem leggja á fyrir Alþingi í formi þingsályktunar á næsta ári.Fjölmörg verkefni víða um land eru á áætlun ársins 2017 og má sjá yfirlit þeirra í viðaukum áðurnefndra skýrsludraga. Stærri verkefni eru Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi, Gestastofa á Kirkjubæjarklaustri og frekari uppbygging á Hakinu á Þingvöllum. Smærri og millistór verkefni, svo sem göngupallar, bílastæði og bætt salernisaðstaða, dreifast um allt land og í samræmi við álag á fjölsótta staði. Einnig er stefnt að aukningu í landvörslu.Ljóst er að uppsöfnuð þörf fyrir bætta aðstöðu á fjölsóttum stöðum og aukna landvörslu er mikil og halda þarf áfram á sömu braut með verkefnaáætlunum til þriggja ára í senn eins og kveðið er á um í lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.Viðamikil gagnaöflun og gagnavinnsla fór fram í sumar vegna áætlunarinnar af hálfu verkefnisstjórnar sem í sitja fulltrúar ráðuneytanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aflað var gagna frá viðkomandi fagstofnunum, þ.e. Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarði, Landgræðslu ríkisins, Skógræktinni, Minjastofnun, Þjóðminjasafni Íslands og forsætisráðuneytinu (þjóðlendur), auk allra sveitarfélaga landsins.Umsögnum um drögin að skammtímaáætluninni skal skilað fyrir 2. nóvember nk. á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.Náttúra, menningarminjar og ferðamenn – drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017 (pdf) 

Continue Reading→
1 ... 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ... 221