Search

Tillaga að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Gullfoss lögð fram til kynningar

Undanfarið hafa fulltrúar Bláskógabyggðar, landeigenda í Brattholti og Umhverfisstofnunar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Gullfoss og nágrenni.

Continue Reading→

Nýtt hótel í Kerlingarfjöllum þarf umhverfismat

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið undir kröfu Landverndar í mikilvægu máli um nýja hótelbyggingu í Kerlingarfjöllum. Tveir úrskurðir nefndarinnar fela í sér skýr skilaboð til sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar um vandaðri undirbúning ákvarðana sem hafa áhrif á náttúru og umhverfi. Úrskurðirnir skapa mikilvæg  fordæmi fyrir stjórnsýsluna. Kæruréttur umhverfissamtaka til óháðs úrskurðaraðila var tekin upp í íslenska löggjöf árið 2011 í kjölfar fullgildingar hins alþjóðlega Árósasamnings um rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál, þátttöku í ákvarðanatöku og réttláta málsmeðferð. Gildi þess kæruréttar hefur rækilega sannað sig með nýlegum úrskurðum nefndarinnar.Í ágúst 2015 kærði Landvernd þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að Fannborg ehf. þyrfti ekki að umhverfismeta fyrsta áfanga af þremur í byggingu nýs hótels í Kerlingarfjöllum. Hótelið á að geta hýst 340 gesti með nútímaþægindum. Framkvæmdin er á miðhálendi Íslands. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að umhverfismeta bæri alla áfangana enda samrýmdist annað ekki markmiðum umhverfismatslöggjafarinnar. Krafa Landverndar byggði einmitt á þessu. Úrskurðarnefndin taldi, líkt og Landvernd byggði á, að framkvæmdir við fyrsta áfanga hótels breyttu umfangi og eðli mannvirkjagerðar og þjónustu frá því sem nú er, og hafnaði þannig skilningi Skipulagsstofnunar. Framkvæmdaleyfi Hrunamannahrepps til efnistöku til hótelbyggingarinnar var einnig fellt úr gildi. Gagnrýni sveitarstjórnar Hrunamannahrepps á Landvernd í fjölmiðlum í þá veru að samtökin hafi valdið tjóni með kærum sínum og fullyrðingar um að staðið hafi verið að öllum leyfisveitingum lögum samkvæmt falla því um sjálfar sig. Kröfu Landverndar um að byggingarleyfið sjálft yrði fellt úr gildi var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni vegna þess að kærufrestur var liðinn. Ljóst er þó að sveitarfélagið getur ekki látið byggingarleyfi fyrsta áfanga hótelsins standa, þar sem það byggir á forsendu sem nú er brostin, þ.e. leyfisveitingin byggði á sínum tíma á því að ekki þyrfti umhverfismat fyrir fyrsta áfanga, en þeirri ákvörðun hefur nú verið hnekkt. Samkvæmt því hlýtur sveitarstórn að afturkalla byggingarleyfið.Landvernd hefur lagt áherslu á að fyrirhuguð hótelbygging í Kerlingarfjöllum sé hin fyrsta sinnar gerðar á hálendinu, bæði að umfangi, útliti og eðli þjónustu. Hafi málið allt því mikið fordæmisgildi. Að loknum öllum þremur áföngum byggingarinnar yrðu gistirými alls 342 talsins, þar af 240 í 120 tveggja manna herbergjum. Landvernd hefur einnig bent á að alls kostar óvíst sé hvort hótelbyggingin samræmist nýrri landsskipulagsstefnu. Þá stendur yfir vinna við friðlýsingu Kerlingarfjalla en ekki er ljóst hvernig hótelbyggingin myndi falla að drögum að friðlýsingarskilmálum sem auglýstir hafa verið.Ljóst er að kæruréttur umhverfissamtaka hefur með þessum úrskurðum sannað gildi sitt. Landvernd vonar að kærurétturinn leiði til vandaðri ákvarðana og betri stjórnsýslu í framtíðinni, líkt og reynsla erlendis hefur sýnt. 

Continue Reading→

Endurheimt votlendis í landi Bessastaða hluti aðgerða í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason, landgræðslustjóri, undirrituðu í dag samstarfssamning um endurheimt votlendis við Bessastaði. Um leið hófust þau handa við verkið með því að setja fyrstu skóflufyllirnar af mold ofan í skurð í landi Bessastaða. Þar með var ýtt úr vör verkefni við endurheimt votlendis sem er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Continue Reading→

Eftirlit með merkingum á hættulegum efnum og efnablöndum í málningar- og byggingavöruverslunum 2015

Hættuleg efni eru föst efni, vökvar eða lofttegundir sem geta valdið skaða á fólki, öðrum lífverum eða umhverfinu.

Continue Reading→

Fundað um ferskvatn og loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vatnsbúskap voru í brennidepli á fundi evrópskra umhverfisráðherra í Bratislava í Slóvakíu 11.-12. júlí. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherra sagði að hröð rýrnun jökla væri áhyggjuefni, en hún gæti meðal annars haft áhrif á vatnsbúskap og nýtingu vatnsorku.

Continue Reading→

Hafna nýju hóteli á bakka Mývatns

Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit lýsa andstöðu við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Byggingin er samkvæmt teikningu öll langt innan 200 metra verndarlínu laganna. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undirskriftum var safnað meðal íbúa með lögheimili í Skútustaðahreppi sem eru 18 ára og eldri. Samtals skrifuðu 202 eða 66% íbúanna undir. Fimmtíu og átta, eða 19% höfnuðu þátttöku. Ekki náðist til 45 íbúa og nokkrir tóku ekki þátt vegna trúnaðarstarfa sem þeir hafa með höndum. Samtals eru það um 15% íbúa. Söfnun undirskrifta hófst laugardaginn 25. júní en lauk 12. júlí þegar Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti hreppsnefndar tók við undirskriftalistunum úr hendi Ásdísar Illugadóttur. Yngvi Ragnar þakkaði söfnurum undirskriftanna fyrir að sýna málefnum sveitarfélagsins áhuga. Auðvitað verði hlustað á það sem verulegur meirihluti íbúanna segi.Textinn sem fólk undirritaði er eftirfarandi:„Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð. Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 metra bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar.  Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni.  Samþykki fyrirliggjandi deiluskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnefnd að stöðva þegar í stað umfjöllun um hana.“Slóð á uppdætti af áformaðri byggingu á heimasíðu sveitarfélagsins:   

Continue Reading→

Umsagnir óskast um reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Um er að ræða endurskoðun á samnefndri reglugerð nr. 35/1994.

Continue Reading→

Tiltekt á Rauðasandi

Landeigendur, Umhverfisstofnun og Vesturbyggð stóðu fyrir ruslahreinsun á Rauðasandi 2. júlí sl. annað árið í röð.

Continue Reading→

Sumarþjónusta hjá Umhverfisstofnun

Frá mánudeginum 18. júlí næstkomandi til og með föstudeginum 29. júlí er stofnunin opin en gert ráð fyrir að lágmarksþjónustu verði sinnt og aðeins þeim störfum sem óhjákvæmilegt er að sinna á þessum árstíma. Opnunartímar móttöku og skiptiborðs eru þeir sömu og alltaf.

Continue Reading→

Íslenskar fléttur - ný bók eftir Hörður Kristinsson

Nýlega kom út bókin Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson, grasafræðing. Hún hefur að geyma lýsingu ásamt útbreiðslukortum og litmyndum af 390 tegundum fléttna, en það er nálægt því að vera helmingur allra þeirra tegunda sem þekktar eru frá Íslandi.Það er bókaútgáfan Opna ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi sem standa að útgáfunni. Auk þess hefur útgáfa bókarinnar verið styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Hagþenki og Miðstöð íslenskra bókmennta.Notendur bókarinnar geta í byrjun nýtt sér myndirnar og lýsingar á ytra útliti til að greina auðveldustu tegundir, en fyrir þá sem vilja ganga lengra eru gefin upp smásjáreinkenni og myndir af gróum sem hjálpa til að greina erfiðari tegundir. Einnig fylgja upplýsingar um efnainnihald og þalsvörun með ýmsum hjálparefnum við greininguna. Auk þess er þekkt útbreiðsla hverrar tegundar sýnd með litlu Íslandskorti líkt og er í Plöntuhandbókinni.Fremst í bókinni eru myndskreyttar skýringar á ýmsum fræðiorðum og líkamshlutum fléttunnar. Til að forða notendum frá því að þurfa að fletta allri bókinni í leit að þeirri fléttu sem þeir eru að skoða, eru aftan til í bókinni grófir lyklar sem eiga að fækka verulega þeim myndum sem þarf að fletta upp á til samanburðar.Íslensk nöfn hafa lengi verið til á nokkrum af þeim fléttum sem eru vel þekktar, eins og engjaskóf, geitaskóf, fjallagrös, maríugrös, skollakræða, álfabikar, litunarskófir og hreindýramosi svo einhverjar séu nefndar. Hinar eru þó miklu fleiri sem áttu sér engin íslensk nöfn þegar sú rannsóknavinna sem bókin byggir á fór af stað. Því hafa verið búin til nöfn á þessar tegundir eftir svipuðu kerfi og áður hefur verið notað bæði fyrir blómplöntur, mosa og sveppi. Þá eru ákveðnar endingar notaðar fyrir skyldar tegundir innan sömu ættkvíslar.Hörður byrjaði að skoða og taka myndir af fléttum á námsárunum 1961, en hlaut svo styrk frá National Science Foundation í Bandaríkjunum til rannsókna á íslenskum fléttum árin 1967-1970 að loknu líffræðinámi í Þýskalandi. Styrkurinn fékkst fyrir tilstilli bandarískra sérfræðinga sem kallaðir voru til aðstoðar við skipulagningu rannsókna á landnámi plantna í Surtsey. Fyrir þennan styrk ferðaðist Hörður um Ísland sumrin 1967 og 1968 og safnaði skipulega fléttum um allt landið frá ystu annesjum inn að jöklum hálendisins. Safnið var síðan greint og unnið úr því, í fyrstu við Duke Háskóla í Bandaríkjunum, en frá 1970 á Náttúrugripasafninu á Akureyri, Líffræðistofnun Háskólans, og að lokum á Náttúrufræðistofnun Norðurlands sem síðar sameinaðist Náttúrufræðistofnun Íslands.

Continue Reading→

Lykilatriði að draga almennt úr plastpokanotkun

Fram eru komnar tillögur að aðgerðum um að draga úr notkun burðarplastpoka á Íslandi.

Continue Reading→

Áminningar vegna brota á starfsleyfum í mengandi starfssemi

Nú þegar árið er hálfnað er gott að fara yfir þær áminningar sem Umhverfisstofnun hefur veitt á árinu vegna frávika frá starfsleyfi hjá fyrirtækjum í mengandi iðnaði.

Continue Reading→

Af gefnu tilefni um aldur barna í sundi

Umhverfisstofnun vill af gefnu tilefni minna á að einstaklingum 15 ára og eldri er óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér

Continue Reading→

Tilkynning frá eftirlitsteymi

Það sem af er ári hafa eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar heimsótt als 45 rekstraraðila

Continue Reading→

May I camp anywhere?

There are various things to keep in mind if you are planning to camp or spend the night outside organised campsites.

Continue Reading→

Gestastofa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli að Malarrifi opnuð

Margmenni var við opnun gestastofu að Malarrifi í gær, sama dag og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hélt upp á 15 ára afmæli sitt. Enduropnuð var sýning um náttúru og sögu þjóðgarðsins í húsnæði þjóðgarðsins að Malarrifi sem hefur nú verið gert upp með glæsibrag. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði gestastofuna formlega og flutt voru ávörp frá fulltrúum þjóðgarðsins, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar.

Continue Reading→

Gestastofan að Malarrifi opnuð

Enduropnuð var sýning um náttúru og sögu þjóðgarðsins í húsnæði þjóðgarðsins að Malarrifi sem hefur nú verið gert upp með glæsibrag.

Continue Reading→

Dregið í happadrætti matarsóunarrannsóknar Umhverfisstofnunar

Dregið hefur verið í happadrætti matarsóunarrannsóknar Umhverfisstofnunar. Í pottinum voru þeir sem skráðu eldhúsdagbók fyrir rannsókina.

Continue Reading→

Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

Starfshópur hefur skilað Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Ráðherra skipaði starfshópinn í lok janúar síðastliðinn með það að markmiði að hægt verði að draga úr notkun burðarplastpoka í áföngum.

Continue Reading→

Samstarf um verndun friðlandsins í Vatnsfirði

Umhverfisstofnun vinnur nú að því að gera samkomulag við rekstraraðila innan friðlýstra svæða í umsjón stofnunarinnar um að vinna sameiginlega að verndun svæðanna.

Continue Reading→

Eftirlitsverkefni 2015 – Þrif í leiks- og grunnskólum

Nú hefur verið gefin út samantektarskýrsla á stöðu þrifa í leik- og grunnskólum á Íslandi

Continue Reading→

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Continue Reading→
1 ... 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ... 218