Search

Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

Starfshópur hefur skilað Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Ráðherra skipaði starfshópinn í lok janúar síðastliðinn með það að markmiði að hægt verði að draga úr notkun burðarplastpoka í áföngum.

Continue Reading→

Samstarf um verndun friðlandsins í Vatnsfirði

Umhverfisstofnun vinnur nú að því að gera samkomulag við rekstraraðila innan friðlýstra svæða í umsjón stofnunarinnar um að vinna sameiginlega að verndun svæðanna.

Continue Reading→

Eftirlitsverkefni 2015 – Þrif í leiks- og grunnskólum

Nú hefur verið gefin út samantektarskýrsla á stöðu þrifa í leik- og grunnskólum á Íslandi

Continue Reading→

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Continue Reading→

Grænt bókhald og útsteymisbókhald á vefinn

Nú hefur grænt bókhald fyrirtækja sem eru með starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun fyrir árið 2015 verið birt á vef stofnunarinnar.

Continue Reading→

Starfsleyfi gefið út fyrir Málningu hf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Málningu hf. en eldra starfsleyfi fyrirtækisins var útrunnið.

Continue Reading→

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru.Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í BrattholtiÞá verður Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Sigríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og  náttúruverndarsinni sem lagði mikið á sig í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd.Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga í síðasta lagi 14. ágúst 2016. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is

Continue Reading→

Starfshópurinn vill styrkja innvið Friðlands að fjallabaki

Starfshópur um Friðland að fjallabaki hefur hefur skilað skýrslu sinni en hópnum var ætlað að fjalla um og gera tillögur til ráðherra um málefni friðlands að Fjallabaki og hugsanlegar stækkunar þess.

Continue Reading→

Samstarfshópur um málefni Mývatns skilar skýrslu til ráðherra

Samstarfshópur um málefni Mývatns hefur skilað skýrslu með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn.

Continue Reading→

Tvö íslensk smáforrit tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Tvö íslensk smáforrit eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Annars vegar er um að ræða smáforritið e1 sem tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva og hins vegar Strætó-appið, en með því geta farþegar keypt farmiða í strætó og fylgst með ferðum hans.

Continue Reading→

Breyting á byggingarreglugerð og ný reglugerð um birtingar staðla í umsögn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð og nýrri reglugerð um birtingu tilvísana til staðla um byggingarvörur.

Continue Reading→

Nefnd skoði grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að setja á fót nefnd sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. Nefndin á að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Continue Reading→

Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2016

Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 16. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður.Árið 2016 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 16. júní sem hér segir:1. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting við Áskirkju kl. 15:00. Gengið verður um Laugarásinn. Leiðsögn: Björk Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri fræðslu og miðlunar.2. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 16:00 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Athöfnin hefst með smáfyrirlestri um plöntur og blóm, en í framhaldi verður farið í göngutúr og skoðaðar helstu plöntur sem vaxa á svæðinu þarna í kring. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Kaffihlaðborð í Sævangi sama dag.3. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir.4. Reyðarfjörður, Hólmanes. Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Elín Guðmundsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir, starfsmenn Náttúrustofu Austurlands5. Suðurland: Alviðra. Mæting við hlöðuna á umhverfissetrinu Alviðru (gegnt Þrastalundi) kl. 15:00. Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð og skrásett. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is.Ef ferðir bætast við frá innsetningu þessarar greinar má sjá uppfærslur á floraislans.is.

Continue Reading→

Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2016

Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 16. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður.Árið 2016 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 16. júní sem hér segir:1. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting við Áskirkju kl. 15:00. Gengið verður um Laugarásinn. Leiðsögn: Björk Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri fræðslu og miðlunar.2. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 16:00 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Athöfnin hefst með smáfyrirlestri um plöntur og blóm, en í framhaldi verður farið í göngutúr og skoðaðar helstu plöntur sem vaxa á svæðinu þarna í kring. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Kaffihlaðborð í Sævangi sama dag.3. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir.4. Reyðarfjörður, Hólmanes. Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Elín Guðmundsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir, starfsmenn Náttúrustofu Austurlands5. Suðurland: Alviðra. Mæting við hlöðuna á umhverfissetrinu Alviðru (gegnt Þrastalundi) kl. 15:00. Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð og skrásett. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is.Ef ferðir bætast við frá innsetningu þessarar greinar má sjá uppfærslur á floraislans.is.

Continue Reading→

Eru merkingar tauþvottaefna í lagi?

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar með merkingum og innihaldslýsingum tauþvottaefna var framkvæmt haustið 2015. Farið var í eftirlit í 13 verslanir og samtals voru skoðaðar 69 vörur frá 12 birgjum. Þar af voru 35 vörur (51%) frá 8 birgjum með frávik.

Continue Reading→

Nýsamþykkt lög er lúta að rafföngum og brunaöryggi vöru

Alþingi samþykkti á síðustu starfsdögum sínum breytingar á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga sem og breytingar á lögum um brunavarnir. Lagabreytingarnar eru tilkomnar vegna innleiðinga á tilskipunum Evrópusambandsins 2014/35/ESB, 2014/30/ESB og 2014/34/ESB.

Continue Reading→

Plöntuverndarvörur án leyfis kynntar í sjónvarpsþætti

Í garðyrkjuþættinum „Gurrý í garðinum“ á RÚV var í síðustu viku fjallað um plöntuvernd og m.a. kynntar til sögunnar tvær vörur til þess nota gegn skaðvöldum í görðum. Annars vegar var um að ræða vöruna Permasect 25 EC sem óheimilt er að selja og dreifa hér á landi og hins vegar vöru undir heitinu Blautsápa, sem ekki er leyfilegt að markaðssetja sem plöntuverndarvöru hér á landi.

Continue Reading→

Samningar við LBHÍ vegna sóknaráætlunar í loftslagsmálum undirritaðir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), skrifuðu í dag undir tvo samninga um verkefni sem LBHÍ sinnir varðandi verkefni í sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Continue Reading→

Starfsleyfistillaga fyrir Móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fyrir meðferð og förgun úrgangsefna á athafnasvæði sorpbrennslustöðvarinnar í Helguvík

Continue Reading→

Útisvín í Ölfusi

Við fjölskyldan erum nýbúin að kaupa jörð og koma okkur fyrir í sveitinni en við viljum vinna að ýmsum verkefnum sem á einhvern hátt skipta máli. Aukin dýravernd og lífrænn landbúnaður finnst okkur skipta máli og við vinnum að því. Í fyrra sumar vorum við með nokkra grísi sem ólust upp úti og frjálsir á landi okkar, nú viljum við gera enn betur og vera með fleiri og hafa kjötið til sölu, handa fólki.  Við vorum einnig með nokkra grænmetisræktun í fyrra og verðum með enn meira núna. Draumurinn er sá að fólk geti komið til okkar og verslað kannski 15 til 20 vöruflokka, fengið sé kaffi og skoðað lífið á bænum. Við erum bara að byrja svo það er ekki svo mikið að sjá í augnablikinu.  Grísir eru ótrúlega skemmtileg og gæf dýr. Það er óhætt að umgangast þá framan af, það eina sem þarf að gæta sín á er að þeir geta stundum verið full aðgangsharðir í matinn ef svo ber undir. Ég og krakkarnir mínir gáfum þeim bara matinn úr fötum og þeir komu alveg upp að okkur. Það var smá púsl að koma í þá vatni en með löngum garðslöngum tókst það skammlaust.Í sumar langar okkur að gera þetta með varanlegri hætti, leggja vatnslagnir, búa til girðingar og skýli ásamt fleiru og þannig verður þetta vonandi að varanlegu verkefni hjá okkur og getum þá í kjölfarið boðið upp á svínakjöt undan frjálsum svínum um komandi ár. Við viljum sem sagt horfa til framtíðar með þetta verkefni okkar því þannig leggjum við okkar að mörkum í bættri umönnun og velferð dýra. Þess vegna erum við að leita eftir aðstoð og vonumst til að fólk sem hefur dýravelferð að leiðarljósi sé tilbúið að aðstoða okkur. Við kaupum grísina mjög unga frá svínabúinu og fóðrum þá upp í slátur stærð. Þeir koma til okkar þegar fer að hlýna í lok maí og verja öllu sumrinu frjálsir úti á túni. Um haustið, sirka september, fara þeir svo í nokkrum hollum í sláturhúsið og þaðan í kjötvinnslu. Allt kjötið er unnið af fagmönnum og við seljum það pakkað og tilbúið beint til neytenda. Það sem við vorum með í fyrra tókst alveg frábærlega. Beikonið var æðislegt, hamborgarhryggurinn var dásamlegur jólamatur og almennt var kjötið mjög þétt í sér og bragðgott. Það er trú okkar að þetta sé eina rétta leiðin við að ala svín og er það von okkar að þetta framtak okkar opni augu neytenda og að fleiri svínabændur taki þetta skref við að ala svín. Við viljum gefa neytendum kost á að kaupa sér svínakjöt vitandi til þess að svínin hafi átt gott líf og lifað við góðan aðbúnað á meðan þau lifðu.Verkefnið á Karolina fund

Continue Reading→

Undirritun friðlýsingar fólkvangs í Glerárdal

Í gær, þann 6. júní 2016, staðfestu umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, og bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, Eiríkur Björn Björgvinsson, friðlýsingu fólkvangs í Glerárdal ofan Akureyrar.

Continue Reading→

Samkomulag um móttöku á úrgangi frá skipum undirritað

Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Hafnasambands Íslands og Umhverfisstofnunar samkomulag um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Continue Reading→

Má ég tjalda hvar sem er?

Það eru ýmis atriði sem hafa ber í huga ef stefnt er að því að tjalda eða hafa næturgistingu utan skipulagðra tjaldsvæða.

Continue Reading→

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi hljóta Bláfána fyrst í heiminum

Landvernd veitti fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku 2. júní sl. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík.Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér á landi árið 2002 en verkefnið hefur verið rekið á alþjóðavísu frá árinu 1985 af alþjóðlegu umhverfismenntasamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE), sem Landvernd er aðili að. Landvernd kom af stað þróun bláfánaviðurkenningarinnar fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki á vegum FEE.Fyrirtæki í sjávartengdri ferðaþjónustu, smábátahafnir og baðstrendur geta sótt um vottunina. Á Íslandi flagga viðurkenningunni fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki með alls 16 báta, sex smábátahafnir og þrjár baðstrendur. Hvalaskoðunarfyrirtækjunum var afhentur Bláfáninn við veglega athöfn sem fór fram í kjölfar viðburðar á vegum Whales and Dolphin Conservation í Hvalasýningasafninu á Granda í tilefni af 25 ára afmæli hvalaskoðunar á Íslandi. Hér að neðan má sjá lista yfir handhafa Bláfánans á Íslandi árið 2016.Ferðaþjónustuaðilar í hvalaskoðunAmbassador á AkureyriElding í ReykjavíkSpecial Tours í ReykjavíkWhale Safari í ReykjavíkSmábátahafnirSmábátahöfnin á BíldudalSmábátahöfnin á PatreksfirðiSmábátahöfnin á SuðureyriSmábátahöfnin í StykkishólmiSmábátahöfnin við Hafnarhólma á Borgarfirði eystriFossvogshöfn í KópavogiBaðstrendurBláa lóniðLangisandur á AkranesiYlströndin í Nauthólsvík

Continue Reading→
1 ... 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ... 217