Search

Umhverfisgæði og náttúruauðlindir - Ársfundur Umhverfisstofnunar 2010

Umhverfisstofnun heldur ársfund föstudaginn 9. apríl. Nils Hallberg frá sænsku Umhverfisstofnuninni mun flytja erindi um Fugla- og búsvæðatilskipun ESB. Einnig verða flutt 15 stutt erindi um starfsemi stofnunarinnar á síðasta ári. Meðal umræðuefna verða losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, útiræktun á erfðabreyttu byggi og frábær árangur Svansmerkisins.

Continue Reading→

Líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsbreytingar og þú

Í Umhverfisteiknum Umhverfisstofnunar Evrópu 2010 birtast sex frásagnir af fólki og sambandi þess við umhverfið. Þessir sjónarvottar leiða þig á bæði kunnuglegar og framandi slóðir og kynna fyrir þér undirstöður lífs á jörðinni – vatn, jarðveg og loft. Frásagnir þeirra eru persónulegar og staðbundnar en en erindi þeirra almennt og alþjóðlegt.

Continue Reading→

Greiðsla staðfestingargjalds úthlutaðra hreindýraveiðileyfa

Síðasti greiðsludagur staðfestingargjaldsins er miðvikudagurinn 31.mars. Ekki er hægt að greiða 1. apríl. Ef greiðsla berst ekki fyrir tilskilinn tíma hefur veiðimaður afsalað sér úthlutuðu leyfi og því verður úthlutað til næsta manns í biðröð.

Continue Reading→

Tímamót hjá Svaninum

Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Jafnhliða því hefur Svanurinn náð þeim merka áfanga að alls er búið að veita 2000 Svansleyfi fyrir ýmis konar vörur og þjónustu. Það er tölvuframleiðandinn Lenovo sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá tvöþúsundasta Svansleyfið. Það er gefið út fyrir orkusparandi tölvur.

Continue Reading→

Hita og loftræstikerfi

Út er komin Skýrsla um skoðun á hita og loftræstikerfum. Skýrslan er afrakstur samstarfs Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og Lagnafélags Íslands. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að upplýsingar vantaði frá hönnuðum um, hönnunarforsendur, kerfismyndir, kerfislýsingu, samvirkni tækja og tækjalista, rafstýriteikningar og stilliskýrslur frá iðnaðarmönnum.

Continue Reading→

Betra vatn til framtíðar

Í tilefni af degi vatnsins verður haldin ráðstefna í Víðgelmi, Orkugarði við Grensásveg 9, þann 22. mars frá 13-16. Hinn árlegi dagur vatnsins er helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.

Continue Reading→

Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um jarðminjagarða (Geoparks) á Íslandi í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi.

Continue Reading→

Málþing um skotveiðar

Málþing á vegum Umhverfisstofnunar um skotveiðar á Íslandi verður haldið á Grand Hótel laugardaginn 20.mars. Á málþinginu verða flutt erindi um helstu veiðitegundir á Íslandi, veiðistjórnun, sjálfbærar veiðar og veiðitölur. Allir velkomnir.

Continue Reading→

Skinney-Þinganes

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess hf. þar sem heimilað verði að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni, auk framleiðslu á meltu frá hraðfrystihúsi rekstraraðila. Hámarksafköst verksmiðjunnar eiga samkvæmt tillögunni að miðast við að framleitt verði úr 900 tonnum af hráefni á sólarhring.

Continue Reading→

Kynning faghópa rammaáætlunar

Verkefnisstjórn 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar í Skriðunni (Háskóla Íslands - Stakkahlíð) þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00.

Continue Reading→

Losun og dreifing mengandi efna í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Umhverfisstofnun Evrópu opnuðu nýlega vefsíðu með ítarlegri skrá um losun og dreifingu mengandi efna (E-PRTR). Upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum landakort af Evrópu. Skráin geymir upplýsingar um magn og staðsetningu mengunar af völdum iðnaðar sem er losuð út í andrúmsloftið, vatn eða jarðveg. Upplýsingar um 91 efni frá yfir 24.000 fyrirtækjum í 65 iðnaðargreinum er að finna í skránni. Einnig eru upplýsingar um magn og gerð úrgangs sem eru flutt frá fyrirtækjum til meðhöndlunar innanlands sem utan í hverju landi fyrir sig.

Continue Reading→

Fréttabréf Svansins

Svanurinn náði góðum árangri á árinu 2009. Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun í kreppunni. Ein af ástæðum þessa aukna áhuga fyrir vottun er vistvæn innkaupastefna ríkisins sem var innleidd í vor. Stefnan hefur að leiðarljósi að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem þurfa að bjóða umhverfisvænni valkosti til að mæta kröfum ríkisins.

Continue Reading→

Náttúruverndarviðurkenning

Í tilefni af 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ákveðið að heiðra minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti með því að afhenda náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar Tómasdóttur á degi umhverfisins sem haldinn er þann 25. apríl ár hvert. Viðurkenningin verður afhent einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.

Continue Reading→

Ert þú í Svansmerkinu?

Norræna umhverfismerkið Svanurinn býður til hugarflugsfundar þann 11. mars vegna undirbúnings markaðsátaks í maí. Í tilefni 20 ára afmæli Svansins undirbýr Umhverfisstofnun markaðsátak til að efla umhverfismerkta vöru og þjónustu á Íslandi. Umhverfisstofnun leitar nú að samstarfsaðilum meðal smásöluverslana, heildsala, innflutningsaðila, leyfishafa og umsækjenda Svansins til að taka þátt í átakinu.

Continue Reading→

Urðunarstaður við Uxafótarlæk

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk, Mýrdalshreppi. Samkvæmt tillögunni verður Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af byggingarúrgangi og seyru á ári en starfsleyfi verður gefið út til sextán ára.

Continue Reading→

Ráðstefna um vistvæna innkaupastefnu

Umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið boða til ráðstefnu um vistvæn innkaup á Grand Hótel föstudaginn 5. mars 2010. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.

Continue Reading→

Um 2700 fylgdust með útdrætti í beinni

Útdráttur hreindýraveiðileyfa fór fram á Egilsstöðum laugardaginn 20. febrúar. Alls bárust 3.737 gildar umsóknir um þau 1.272 dýr sem voru í boði þetta árið. Útdrátturinn var sendur út beint á veraldarvefnum. Um 2700 tölvur tengdust útdrættinum í beinni og auk þess höfðu um kvöldið um 2000 horft á upptöku.

Continue Reading→

Hreindýraveiðileyfi - biðlisti

Af þeim 3.737 gildu umsóknum sem bárust um hreindýraveiðileyfi nú í ár voru 33 á svokölluðum fimm skipta lista sem kynntur var hér á síðunni fyrir skömmu. Af þeim 33 fengu 16 af þessum lista úthlutun í útdrættinum þannig að eftir standa 17 og verða þeir teknir fram fyrir biðlista. Hér að neðan er tafla sem sýnir hvernig fimm skipta umsóknir dreifðust á svæði, hvernig úthlutanir fóru og hversu margir fara fram fyrir á biðlista.

Continue Reading→

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi á miðnætti 15. febrúar. Alls bárust um 3.800 umsóknir um þau 1.272 dýr sem leyfi verða gefin út fyrir. Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 20.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur.

Continue Reading→

Öskudagur í Mývatnssveit

Ýmsar kynjaverur lögðu leið sín í Mývatnsstofu á öskudaginn eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Sungu þær sér inn mandarínur og heyra mátti lög eins og Bubbi byggir, Grænmetislagið á íslensku og dönsku, Þorraþrælinn og Sveitin mín ásamt öskudagslögum sem leikskólabörnin sungu.

Continue Reading→

Förgun tóbaks frá Póllandi stöðvuð

Tæting og förgun tóbaks frá Póllandi hefur verið stöðvuð að beiðni Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun mun hafa samband við yfirvöld í Póllandi vegna málsins og í framhaldinu taka frekari ákvarðanir í málinu, þ.m.t. um mögulega endursendingu.

Continue Reading→

Úthlutunarreglur hreindýraveiðileyfa

Síðasti dagur til þess að sækja um hreindýraveiðileyfi er 15. febrúar næstkomandi. Dregið verður úr gildum umsóknum laugardaginn 20. febrúar. Þau nýmæli verða nú að þeir sem hafa ekki fengið úthlutað leyfi síðustu fimm umsóknir sínar fara fram fyrir í biðröð fái þeir ekki úthlutað nú.

Continue Reading→

Gjaldskrá Umhverfisstofnunar

Umhverfisráðherra hefur staðfest og birt nýja gjaldskrá fyrir Umhverfisstofnun. Um er að ræða hækkun á tímagjaldi sem og eftirlits- og leyfigjöldum stofnunarinnar frá eldri gjaldskrá í samræmi við hækkun vísitölu. Jafnframt eru nokkur nýmæli í gjaldskránni og má þar nefna:

Continue Reading→

Bylting í eftirliti með mengun

Á síðasta ári fékk Landhelgisgæslan nýja eftirlits- og leitarflugvél og er hún búin margvíslegum búnaði til mengunareftirlits. Koma vélarinnar boðar byltingu í eftirliti, s.s. með mengun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Fulltrúar Umhverfisstofnunar kynntu sér vélina á dögunum.

Continue Reading→