Leita

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 8% milli 2007 og 2008

Umhverfisstofnun hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Árið 2008 var losunin 4,8 milljónir tonna CO2 - ígilda og jókst um 8% milli ára. Langstærstan hluta þeirrar aukningar má rekja til Fjarðaáls, sem var gangsett árið 2007 en komst í fulla framleiðslu árið 2008. Ísland er skuldbundið til þess að halda sig innan tiltekinna marka varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt spám Umhverfisstofnunar mun Ísland standa við sínar skuldbindingar gagnvart Kýótó-bókuninni, en ljóst er að svigrúm er ekki mikið.

Continue Reading→

Blómarósir á Búðum

Sunnudaginn 13. júní var haldinn dagur villtra blóma um öll Norðurlönd. Þetta er árviss viðburður og býðst fólki þá að fara í blómaskoðunarferðir víðs vegar. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull bauð upp á gönguferð um blómaskrúðið á Búðum í leiðsögn Guðrúnar Láru Pálmadóttur. Hún sagði jafnt frá eigileikum plantnanna sem og ýmsu skemmtilegu sem tengist þjóðtrú og plöntum. Fróðleikur um svæðið fylgdi með í kaupbæti en á Búðum er að finna margar merkar minjar frá búsetu, útræði og verslunarstöðum fyrri alda. Góð þátttaka var í göngunni og slógust 11 blómarósir í för með Guðrúnu Láru.

Continue Reading→

Engin refaskoðunarferð þetta sumarið

Skoðunarferðir að refagrenjum hafa verið fastur liður í dagskrá Þjóðgarðsins síðustu ár og notið vaxandi vinsælda, ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni. Þjóðgarðurinn hefur litið svo á að ferðirnar hafi bæði fræðslugildi og ekki síður uppeldislegt gildi þar sem börnin hafa lært hvernig nálgast má villt dýr með því að fara hljóðlega um landið og láta lítið fyrir sér fara.

Continue Reading→

Verndaráætlun og Vatnshellir

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir staðfesti verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls með undirritun þann 15. júní og opnaði við sama tækifæri Undirheima Vatnshellis.

Continue Reading→

Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju

Umhverfisstofnun gefur nú út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f. sem er rekstraraðili að fiskimjölsverksmiðjunni sem áður var rekin undir merkjum Óslands ehf. í Hornafirði.

Continue Reading→

Starfsleyfisstillaga fyrir móttökustöð

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Samkvæmt tillögunni verður Hringrás heimilt að taka á móti allt að 3900 tonnum af málmum, hjólbörðum og spilliefnum á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, pökkunar og geymslu.

Continue Reading→

Starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps

Þann 1. júní sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 2. mars - 3. maí 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af flokkuðum úrgangi á ári og er leyfið veitt til sextán ára. Urðunarstaðurinn telst þjóna afskekktri byggð og því eru í starfsleyfinu veittar undanþágur frá sumum þeirra krafna sem almennt eru gerðar til urðunarstaða, í samræmi við heimild í reglugerð um urðun úrgangs.

Continue Reading→

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Undanfarna daga hefur borið á öskumistri á Suðurlandi sem náð hefur til höfuðborgarsvæðisins. Mistrið er truflun í skyggni vegna ösku sem veldur svifryksmengun. Þar sem ekki er um sýnilegt öskufall eða öskurok að ræða er almennt ekki ástæða til sérstakra aðgerða

Continue Reading→

Félagar úr Blindrafélaginu í heimsókn í Þjóðgarðinum

Þjóðgarðurinn fékk góða heimsókn um 30 félaga úr Blindrafélaginu á Gestastofuna á fimmtudaginn s.l. með Jóni Hjartarsyni leiðsögumanni og leikara. Gestastofan var hönnuð með það í huga að eitthvað væri í boði fyrir öll skynfærin og allur texti hennar er aðgengilegur á blindraletri á íslensku og ensku. Hægt er að þreifa á alls kyns steinum, hrauni, ull, dúni, eggjum, beinagrindum, hvalskíðum og upphleyptu líkani af Snæfellsnesi, þefa, smakka og ganga á hrauni á skinnskóm svo eitthvað sé nefnt. Upphleypta líkanið af Snæfellsnesi vakti sérstaklega mikla lukku og skelltu nokkrir sér á topp Jökulsins!

Continue Reading→

Ávallt á vegi - Aðgerðir gegn akstri utan vega

Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi. Margbrotin náttúra Íslands, sem er lítt snortin miðað við mörg þéttbýlli ríki, er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem ferðast um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að jafna sig.

Continue Reading→

Saga og Jökull eru í þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Saga er níu ára stelpa sem ferðast mikið með foreldrum sínum. Eitt sinn þegar fjölskyldan var á ferðalagi birtist álfastrákurinn Jökull og þau Saga hafa síðan lent í ýmsum ævintýrum á Vesturlandi. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli skoðuðu þau lífið á fjörusteinum og létu hugann reika.

Continue Reading→

Hvað er líffræðileg fjölbreytni? - Mývatn

Árið 2010 hefur verið útnefnt ár líffræðilegrar fjölbreytni og í dag 22. maí er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.

Continue Reading→

Loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli

Strax og umfang og eðli gossins í Eyjafjallajökli var ljóst ákvað Umhverfisstofnun að setja upp svifryksmæli á áhrifasvæði öskufalls og var hann settur upp við Hæðargarð rétt hjá Kirkjubæjaklaustri að kvöldi þann 16. apríl. Kirkjubæjarklaustur er nokkuð austan við mesta öskufallið og vitað var að hærri gildi myndu mælast nær Eyjafjallajökli og undir Eyjafjöllum. Tilgangur mælinga var að afla upplýsinga um loftgæði í útjaðri svæðis þar sem gætti beins öskufalls og að veita upplýsingar um loftgæði þar, og þar með að hluta til nær gosstöðvunum.

Continue Reading→

Kaffitár fær Svansleyfi, fyrst íslenskra kaffihúsa

Kaffihús Kaffitárs hlutu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins föstudaginn 14. maí til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.

Continue Reading→

Svifryksmælingar

Í gær og í dag hefur orðið nokkuð öskufall á svæðinu fyrir vestan Eyjafjallajökul, þ.m.t. á og við Hvolsvöll. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir það mældist langt fram eftir degi lítið sem ekkert af svifryki á loftgæðamæli Reykjavíkurborgar sem nú er staðsettur á Hvolsvelli. Þetta stafar af því að með öskufallinu hefur verið rigning sem skolar fínni öskunni úr andrúmsloftinu og heldur henni niðri.

Continue Reading→

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Mikið öskufall hefur verið í Vík í Mýrdal í gærkvöldi og nótt. Mælingar á svifryki sýndu talsverða hækkun í gærkvöldi og sólarhringsmeðaltal gærdagsins, 6. maí, var 418µg/m3 sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Nokkur klukkutímagildi í nótt voru með þeim hæstu sem mælst hafa frá því farið var að mæla svifryk á Íslandi. Fólki er eindregið ráðlagt að halda sig innan dyra við þessar aðstæður. Ef nauðsynlegt er að fara úr húsi er brýnt að nota rykgrímu og þétt hlífðargleraugu. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til að þétta hurðir og glugga og hækka hitastig í íbúðum svo askan berist síður inn.

Continue Reading→

Svifryksmælingar undir Eyjafjöllum

Umhverfisstofnun hefur fengið svifryksmæli að láni frá Kópavogsbæ og var hann settur upp við Heimaland, rétt austan við Seljaland þann 30. apríl sl. Hér er um að ræða fullkomna mælistöð sem greinir styrk SO2, H2S, PM10 og PM2.5 í andrúmslofti.

Continue Reading→

Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.

Continue Reading→

Starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði

Umhverfisstofnun hefur gefið út endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Starfsleyfið gefur rekstraraðila heimild til að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni. Hámarksafköst verksmiðjunnar eru miðuð við að framleitt verði úr 850 tonnum af hráefni á sólarhring. Starfsleyfið gildir ekki um aðra vinnslu fiskafurða eða rekstur vélaverkstæðis.

Continue Reading→

Mælingar á svifryki

Vegna ríkjandi austanáttar í dag og næstu daga liggur gjóskugeiri frá Eyjafjallajökli nú yfir Suðurlandsundirlendið. Vegna þessa má gera ráð fyrir mistri víða um Suðurland. Á höfuðborgarsvæðinu er mistur en styrkur svifryks og brennisteinsdíoxíðs er ekki hærri en oft mælist frá umferð á svæðinu. Mengunin er hins vegar útbreiddari en venjulega er frá umferðarmengun og því er mistrið meira áberandi. Styrkur svifryks mælist nú yfir umhverfismörkum á Hvolsvelli. Umhverfisstofnun bendir á að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri geta fundið fyrir óþægindum og jafnframt er þeim sem eru með öndunarfæra- og hjartasjúkdóma bent á að vera ekki úti fyrir að óþörfu. Óþarft er að nota grímur nema í sýnilegu öskuufalli.

Continue Reading→

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2009

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar er komin út á rafrænu formi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, útiræktun á erfðabreyttu byggi og frábær árangur Svansmerkisins.

Continue Reading→

Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Efnt verður til fjölda viðburða af þessu tilefni. Meðal annars mun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenda viðurkenningar fyrir framlag til umhverfismála, þar á meðal náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti sem nú verður afhent í fyrsta sinn.

Continue Reading→

Viðbrögð við öskufalli - Bæklingur

Í dag var gefinn út á rafrænu formi þýddur bæklingur með leiðbeiningum um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur. Þessi bæklingur er þýddur og staðfærður af Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Sóttvarnalækni, Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og Rauða Krossi Íslands. Þetta er fyrsta útgáfa og er þess að vænta að bæklingurinn verði í stöðugri endurskoðun.

Continue Reading→

Svifryksmælingar á Kirkjubæjarklaustri

Mælingar á svifryki hófust við Hæðargarð rétt hjá Kirkjubæjarklaustri að kvöldi 16. apríl. Sólahringsmeðaltöl síðan mælingar hófust hafa verið sem hér segir.

Continue Reading→