Search

Náttúran.is fékk umhverfisstyrk frá Landsbankanum

Á mánudaginn leið afhenti Landsbankinn 17 aðilum umhverfisstyrki sem auglýstir höfðu verið lausir til umsóknar í nóvember 2011. Umhverfisstyrkjunum er ætlað er að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á nýrri stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur í samfélaginu. Sjá nánar í frétt hér. Eitt af verkefnunum sem fengu styrk var Endurvinnslukort sem Náttúran.is þróar nú í formi snjallsímaforrits en appinu er ætlað er veita upplýsingar um alla endurvinnslumöguleika í landinu og fræða almenning um umhverfisvernd og sjálfbærni. Fleiri nýjunga er að vænta frá Náttúrunnu á þessu ári en á Degi umhverfisins þ. 25. apríl nk. mun vefurinn fagna 5 ára afmæli sínu og þar með 5 ára ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla. Reyndar rak Guðrún vefinn Grasa-Guddu frá ágúst 2005 svo fréttir um umhverfismál á vef Náttúrunnar ná rúmlega 6 ár aftur í tímann með hátt í 7000 efnisgreinum og fjölda þjónustuliða sem studdir eru af gagnagrunnum með ítarefni yfir þúsundir aðila, vottanir og viðmið, vörur og náttúrugæði. Meira um Náttúruna og starfsemina hér, og helstu þjónustuliði Náttúrunnar hér. Ljósmynd: Dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar, Guðrún Arndís Tryggvadóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.

Continue Reading→

Iðnaður

Iðnaður er mikilvægur hluti af atvinnulífi hverrar þjóðar. Hann hefur þó margvísleg áhrif á umhverfi og náttúru sem ekki eru öll af hinu góða. Stór iðnfyrirtæki losa t.d. mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið þótt gerðar séu strangar kröfur til mengunarvarna í starfsleyfum. Umhverfisstjórnun er því mikilvægur þáttur í allri slíkri starfsemi. Gerðar eru kröfur um „grænt bókhald“ hjá slíkum fyrirtækjum auk þess sem mörg þeirra setja sjálfum sér skýr umhverfismarkmið og vinna samkvæmt ítrustu varfærni í umgengni við náttúruna í starfsemi sinni. 44 fyrirtæki halda grænt bókhald*. Þetta er þó ekki nándar nærri nógu útbreyddur metnaður. Umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 er t.a.m. á fáum stöðum í heiminum eins lítið notaður og hér á landi. Aðeins 16 fyrirtæki hafa uppfyllt kröfur ISO 14001 til þessa. Merkja má hve umhverfismeðvituð fyrirtæki eru með því að skoða hvort þau hafi umhverfisvottun, hafi umhverfisstefnu sína aðgengilega og helst á forsíðu heimasíðu sinnar og hvort að fyrirtækið hafi verið verðlaunað af opinberum aðilum fyrir umhverfisstarf sitt. Upplýsingar um öll þessi atriði er að finna hér á „grænum síðum“. *Grænu bókhaldi skilað inn fyrir árið 2011.

Continue Reading→

Safn

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um söfn. Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi: Söfn um allt land. Sjá nánar um söfn hér á Græna kortinu undir flokknum „Safn". Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Safn“

Continue Reading→

Að baka kartöflur

Á sama hátt og soðnar kartöflur eru undirstaða allrar kartöflueldamennsku má líta á bökuðu kartöfluna sem hulstur af skinni sem heldur utan um innvols sem má blanda með salti og kryddi, smjöri, eggjum, kavíar eða osti og breyta þannig að vild. Stundum er kartaflan bökuð aftur eftir að innihaldinu hefur verið skóflað út og því umbreytt. Bökunarkartöflur ættu að vera nokkuð stórar og þær mega vera mjölmiklar. Þegar kartöflur eru bakaðar þarf hitinn að vera hár. Gera þarf ráð fyrir að minnsta kosti klukkustund. Oft tekur það lengur. Séu kartöflurnar settar beint á plötu eða grind í ofninum verður skinnið stökkt. Ef skinnið er núið með olíu verður það mýkra. Sumir rista lítinn kross í kartöfluna svo gufan komist út, einkum þegar hún á lítið eftir til að fullbakast. Indíánar eru sagðir baka sínar kartöflur grafnar í sand sem má vel gera í stóru fati. Aðrir leggja kartöflurnar í fat með grófu, náttúrulegu salti í botninum. Séu kartöflur vafðar í álpappír eða settar í lokað ílát soðna þær í eigin raka, hvort sem er í ofni eða á grilli. Svo má skera kartöfluna í sneiðar en láta þó botninn haldast heilan svo hún opni sig í eins og ílangt blóm og flettist út, olíubera hana og krydda með timjan eða sesamfræjum. Þá tekur töluvert skemmri tíma fyrir hana að bakast og hitinn má vera góður meðalhiti. Enn ein aðferð er að stinga hreinum þriggja tommu nagla gegnum kartöflurnar til að leiða hitann inn að miðju og skera litlar sneiðar af hvorum enda til að hleypa út raka. Þetta styttir bökunartímann. Til hátíðabrigða skera Frakkar stórar, hráar bökunarkartöflur í tvennt, skrapa mestmegnið innan úr skeljunum, sjóða og stappa það sem skafið var innan úr og blanda með kryddi, pulsukjöti, smjöri og lauk og setja aftur í skelina af hráu kartöflunni. Síðan er þetta bakað við góðan hita í eldföstu fati í 30–60 mínútur. Tímalengdin fer eftir gerð kartöflunnar og stærð. Eða þeir baka kartöfluna fyrst og skera hana síðan í tvennt, skafa innan úr en ekki of vandlega og gera kryddaða, fína mús úr innihaldinu og setja aftur í skelina og hita vel. Bláar kartöflur eru gjarnan ofnsteiktar til að varðveita litareinkennin. Ofninn er þá hitaður í 200 gráður. Á meðan eru kartöflurnar skornar þannig að sneiðarnar verði sem stærstar um sig og rúmlega sentímetra þykkar. Borin er olía á bökunarplöturna. Kartöflusneiðunum er velt varlega upp úr olíu í skál og þær kryddaðar með góðu salti og ferskmöluðum pipar. Þær eru síðan ofnsteiktar fyrst á annarri hliðinni en síðan snúið við og hafðar 20 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru orðnar mjúkar. Magnús Gíslason amtmaður velti því fyrir sér í upphafi ræktunar hver væri besti mátinn til þess að venja hjúin sín á kálmeti og jarðepli og þetta var hans niðurstaða: Að húsbændurnir hafi þess konar jafnan á sínu eigin borði og gefi hjúunum leifarnar svo sem annað sælgæti. Að brúka ekki of mikið af því í fyrstunni; Gefa börnunum jarðepli til að hlaupa að eldinum með og steikja; tekur vinnufólkið það vonum bráðar eptir. Börn erlendra stórborga eiga sér mörg hver góðar minningar um að steikja kartöflur yfir eldi í tunnu þangað til skinnið var brunnið og innihaldið smakkaðist af reyk. Úr Blálandsdrottningunni eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaði. Mynd: Bakaðar kartöflur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Continue Reading→

Reglugerð sem er þjóðinni til heilla

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla og fóðurs er langþráð réttarbót sem verður öllum landsmönnum, atvinnulífi þeirra og heilbrigði til heilla. Íslendingum er ekki alltaf sýnt um lög og reglur og því er fréttnæmt þegar sett er reglugerð sem sannarlega er öllum borgurum landsins til hagsbóta. Frá og með 1. janúar nýtur þjóðin þess að reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla (og fóðurs) hefur að fullu tekið gildi. Ástæða er til að þakka núverandi ríkisstjórn – og einkum fráfarandi landbúnaðarráðherra – fyrir að koma þessu langþráða máli í höfn, því reglugerðin mun stuðla að verndun umhverfis, landbúnaðar og heilsufars neytenda. Hún mun bæta skilyrði landbúnaðar til útflutnings og mun að líkindum til lengri tíma litið spara heilbrigðisþjónustunni ómældar fjárhæðir. Merkingarreglugerðin mun ekki hafa neikvæð áhrif í för með sér fyrir innflytjendur, smásöluverslanir eða neytendur, heldur þvert á móti. Innflytjendur sem vilja bjóða upp á bandarískar vörur geta einfaldlega aflað þeirra frá 27 ríkjum ESB eða 24 öðrum ríkjum þar sem erfðabreytt matvæli eru merkt. Til dæmis er Kellogs-kornflex frá Bandaríkjunum (BNA) eða Kanada að líkindum framleitt úr Bt-maís og selt án merkinga, þar sem hvorugt ríkið krefst þess. Kellogs-kornflex framleitt í Evrópu er hins vegar ekki framleitt úr erfðabreyttum maís. Hið sama á við um önnur vinsæl bandarísk matvæli, s.s. morgunkorn, kökur og kex, tómatsósu og grillsósur – sem nær allra má afla frá Evrópu, framleiddra þar undir þekktum bandarískum vörumerkjum. Matvælasalar þurfa ekki að taka á sig aukinn kostnað vegna nýrra merkingareglna, því ef þeir kaupa frá löndum sem merkja erfðabreytt matvæli er frekari vörumerkinga ekki þörf. Og valkostum neytenda fækkar ekki, því flest bandarísk matvæli eru fáanleg frá löndum sem merkja erfðabreytt matvæli. Það er rétt að í sumum tilvikum eru matvæli innflutt beint frá BNA ódýrari en sömu vörumerki innflutt frá Evrópu. En orsakir þess eru m.a. að BNA reyna að koma erfðabreyttum matvælum, sem evrópskir neytendur vilja ekki kaupa, á hvern þann markað annan sem hafa vill. Íslenskum neytendum verður ekki talin trú um að erfðabreytt bandarísk matvæli á niðursettu verði, sem vafi leikur á um í ljósi vísindarannsókna hvort teljist örugg fyrir heilsu okkar, séu vildarkjör. Það er viturlegt af Íslendingum að láta merkja erfðabreytt matvæli, en einnig er mikilvægt að átta sig á því að framtíðin felst ekki í framleiðslu slíkra matvæla, þótt líftækniiðnaðurinn haldi öðru fram. Gögn um heimsframleiðslu þeirra á árinu 2010 sýna að aðeins 3% landbúnaðarlands (148 m ha) voru notuð til ræktunar erfðabreyttra plantna. Nær 80% af þessu svæði var í 3 löndum, BNA (45%), Brasilíu og Argentínu. Í Evrópu er ræktun erfðabreyttra plantna mjög lítil, hefur á síðustu 3 árum minnkað um tæpan fjórðung, dróst t.d. saman um 13% árið 2010 og nam þá einungis 0,06% af landbúnaðarlandi álfunnar. Spánn er eina Evrópulandið sem ræktað hefur erfðabreyttar plöntur (Bt-maís) í verulegum mæli en þar minnkaði framleiðslan árið 2010 um 15%. Hreyfing gegn ræktun erfðabreyttra afurða hefur nú náð öflugri fótfestu meðal 40 þjóða. Í árslok 2010 höfðu nær 300 héruð eða fylki, 4700 sveitarfélög og ríflega 31 þúsund landeigendur lýst svæði sín án erfðabreyttra lífvera. Í Sviss er í gildi bann við ræktun erfðabreyttra plantna til ársins 2013. Á liðnu ári var sett bann við ræktun í Kína til 5 ára og í Perú til 10 ára. Bann Kínverja er athyglisvert því líftækniiðnaðurinn hefur lengi látið sem öll lönd verði að taka upp ræktun erfðabreyttra plantna þar sem Kína hafi eða muni gera það. Í Evrópu eru erfðabreytt matvæli enn á undanhaldi. Innan ESB er einungis leyft að rækta tvær tegundir erfðabreyttra nytjaplantna, Bt-maísyrkið MON810 frá Monsanto og kartöfluyrkið Amflora frá BASF. MON810 er nú bannað í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Ungverjalandi, Grikklandi, Lúxemborg, Póllandi og Rúmeníu. Ungverjaland – með stuðningi Austurríkis, Lúxemborgar, Póllands og Frakklands – hefur kært leyfisveitingu ESB á Amflora-kartöflum til Evrópudómstólsins. Jafnvel Bandaríkin – móðurland erfðabreyttra matvæla – endurmeta nú stefnu sína í málefnum erfðabreyttra matvæla, en 14 sambandsríki ræða nú í alvöru þann kost að taka upp merkingar á erfðabreyttum matvælum. Fyrir skömmu gekk fjöldi baráttumanna 313 mílur frá New York til Hvíta hússins til að krefjast slíkra merkinga. Árið 2004 lýsti Mendocino-fylki í Kaliforníuríki sig svæði án erfðabreyttra lífvera. Kaliforníubúar safna nú 700.000 undirskriftum við kröfu um að kosið verði í ríkinu um merkingar erfðabreyttra matvæla. Þá má geta þess að í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur frumvarp um bann við útiræktun erfðabreyttra lyfja- og iðnaðarplantna í BNA verið lagt fram. Hafa ber í huga að ekki hefur verið sýnt fram á öryggi erfðabreyttra afurða til neyslu manna og búfjár. Það er því gríðarlega mikilvægt að neytendur fái frelsi til að velja við innkaup á matvælum til heimila sinna og sömuleiðis að bændur hafi frelsi við val á fóðri í skepnur sínar. Ástæður stjórnvalda til að lögfesta merkingarskyldu á erfðabreyttum matvælum og fóðri eru óumdeilanlegar og rökréttar. Höfundur er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns. Samklippa: Guðrún A. Tryggvadóttir

Continue Reading→

Grænar síður vísa veginn að fyrirtækjum með umhverfismetnað

Grænar síður™ veita yfirsýn yfir þau fyrirtæki, stofnanir, vörur og einstaka viðfangsefni sem tengjast umhverfisvitund og sjálfbærri þróun á einhvern hátt. Þú finnur ekki einungis hver er með vottun eða hefur eitthvað fram að færa á sviði umhverfisvænna starfshátta heldur tengist lesefni af síðunni við tiltekinn aðila. Gefðu þér góðan tíma til að grúska í Grænu síðunum hér á vefnum því af nógu er að taka. Rúmlega tvöþúsund fyrirtæki og aðilar eru nú þegar skráð á Grænar síður. Skráðir aðilar fá lykilorði og leiðbeiningar um hvernig hægt er að fara yfir skráninguna og bæta við ítarskráningum gegn vægu gjaldi. Ef þú ert í forsvari fyrir fyrirtæki og hefur áhuga á að fá skráningu á síðurnar á þeim forsendum sem settar eru um skráningar* þá hafði samband í síma 483 1500 eða skrifaðu okkur á nature@nature.is. Grænar síður eru grunnurinn fyrir Græna Íslandskortið en það er ókeypis samfélagsleg þjónusta, Green Map flokkunarkerfisins, alþjóðlegs flokkunarkerfis Green Map® System til að skilgreina aðila/fyrirbæri í flokka sem talist geta hluti af grænum viðskiptum, menningu, náttúrunni og umhverfinu. *Sjá nánar um Grænar síður Náttúrunnar.

Continue Reading→

Iðnaðarsalt í matvælum

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu hér á landi í að minnsta kosti 13 ár. Matvælastofnun heimilaði sölu á umframbirgðum af slíku salti þótt það sé brot á matvælalögum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósátt við málið. Mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins hafa notað iðnaðarsalt við framleiðslu sína síðustu 13 ár. Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem flutti saltið inn, segist ekki hafa vitað að saltið væri ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Komið hefur í ljós að salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja í að minnsta kosti 13 ár, uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði, heldur er það svokallað iðnaðarsalt. Efnasamsetning iðnaðarsalts og matvælasalts er svipuð, en meira eftirlit er með matvælasalti og geymsluaðferð önnur. 91 fyrirtæki keypti slíkt salt hér á landi í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni vissu menn þar á bæ ekki af því að saltið væri ekki ætlað til matvælaframleiðslu fyrr en Matvælastofnun komst að því í byrjun nóvember. Mörg af stærri matvælafyrirtækjum landsins hafa keypt þetta salt af fyrirtækinu. Ölgerðin starfar samkvæmt starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en heilbrigðiseftirlit um allt land hafa verið látin vita af málinu. Getur iðnaðarsalt verið hættulegt til manneldis?„Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda þessa salts er engin almenn hætta við notkun á þessu salti en það er ekki ætlað til matvælanotkunar. Eðli málsins samkvæmt er það þannig að það eru miklu ríkari kröfur gerðar til framleiðslu á hráefni í matvæli en til iðnaðarsalts þannig að það er ekki hægt að fullyrða að þetta salt sé öruggt,“ sagði Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í viðtali við fréttastofu RÚV. Óskar segir sölu á saltinu vera brot á lögum um matvæli.„Sala á iðnaðarsalti til notkunar í matvælaframleiðslu er ekki í samræmi við matvælalöggjöfina. Og þar með brot á henni,“ sagði Óskar. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni stöðvaði fyrirtækið dreifingu á saltinu til fyrirtækja í matvælaiðnaði og upplýsti þau um málið. En þar með er ekki öll sagan sögð. Matvælastofnun heimilaði Ölgerðinni áframhaldandi dreifingu á þessu salti, Ölgerðin hafði óskað eftir því gegn því að upplýsa kaupendur, og með samþykki þeirra, að fá að gera það. Aðspurður hvað skoðun heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi á því sagði Óskar: „Við erum ósammála henni og hefðum ekki tekið þá ákvörðun, við hefðum ekki heimilað það. Við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum.“

Continue Reading→

Geisladagur

Svo er 13. janúar nefndur í almanaki, og eru um hann miklu eldri heimildir en eldbjargarmessu eða þegar í Sturlungu og Biskupssögum. Hinsvegar er mjög óljóst, hvernig á nafninu stendur, því að samsvarandi heiti dagsins er ekki að finna í nálægum löndum. Á máli kirkjunnar var þetta dagur heilags Hilaríusar. Dýrlingar voru að vísu stundum nefndir geislar á íslensku, en vandséð er, hversvegna dagur Hilaríusar hefði átt að hljóta slíkt nafn öðrum fremur. Verið getur, að hér sé skírskotað til Bethlehemsstjörnunnar, sem vitringarnar frá Austurlöndum sáu. Katólska kirkjan ákvað á sínum tíma, að sá viðburður hefði orðið 6. janúar, sem á latínu var þá kallaður “festum luminarium”, sem vel mátti þýða með orðinu geisladagur. Var í því sambandi oft sýndur helgileikur í kirkjum, „hátíð stjörnunnar“. Dagsetningin hefði síðan getað færst til um eina viku, þar sem 6. janúar fékk annað þekktara nafn, Epiphania, þ.e. opinberun, auk þess að heita þrettándi dagur jóla. Nokkur tilhneiging virðist nefnilega hafa verið til þess að framlengja jólahátíðina um eina viku.

Continue Reading→

Græn tækni

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um græna tækni á Íslandi. Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi: Táknið vísar til umhverfisvænnar nýsköpunar sem bæði getur náð til nýrra aðferða, vinnu- og framleiðsluferla eða beinna afurða nýrrar vistvænnar þekkingar á hvaða sviði sem er. Sjá nánar um græna tækni á Íslandi hér á Græna kortinu undir flokknum „Græn tækni". Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Græn tækni“.  

Continue Reading→

Ferðaþjónusta og fjárfestingar

Landsbankinn og Íslandsstofa standa fyrir málþingi um fjárfestingar í ferðaþjónustu miðvikudaginn 25. janúar nk. frá kl. 10:00-15:00 á Hilton Nordica hóteli. Fyrirlesarar, bæði innlendir og erlendir, fjalla um efnið frá ýmsum hliðum og boðið verður upp á léttan hádegisverð. Þátttaka er endurgjaldsslaus og fer skráning fram á islandsstofa@islandsstofa.is og í síma 511 4000. Nánari upplýsingar veitir Arnar Guðmundsson hjá Íslandsstofu. Dagskrá verður auglýst síðar.

Continue Reading→

Ályktun frá stjórn Fuglaverndar

Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar Umhverfisráðuneytisins. Veiðar, þar með talin eggjataka, eru ekki sjálfbærar úr stofnum sem ná ekki að viðhalda stofnstærð sinni af einhverjum orsökum, t.d. vegna fæðuskorts.  Hrun í varpstofnum margra íslenskra sjófuglastofna er staðreynd. Ástundun veiða úr hnignandi stofnun er siðlaus umgengni við náttúruna, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofnhruni tegunda. Það hljóta að vera hagsmunir allra sem nýta svartfugla að stofnarnir séu sterkir og sjálfbærir. Öll sérhagsmunavarsla getur spillt tiltrú almennings á siðferði veiðimanna og eru ívilnanir sem þeir krefjast á fyrirkomulagi veiðistjórnunar í fullri andstöðu við varúðarreglu sem leyfir sjófuglum að njóta vafans. Svartfuglar og ekki síst lundi gefa af sér miklar tekjur vegna ferðamanna sem koma til að skoða þessa fugla og þær tekjur hverfa þegar þeir grípa í tómt. Ljósmynd: Stuttnefjur í bjargi. Varpstofn stuttnefju hefur minnkað um 44% á landsvísu á sl. 25 árum og um 95% á Reykjanesskaga, Jóhann Óli Hilmarsson.

Continue Reading→

Eldhúsið - Kaffi og te

Ræktun á kaffibaunum, terunna og öðrum jurtum sem notaðar eru sem te þarf að vera sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig brennsla, þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að unnið sé með gæði og umhverfisvernd í huga, samkvæmt ströngum reglum. Kaffi er framleitt með því að brenna baunir kaffiplöntunnar. Framleiðsla plöntunnar er eins og önnur ræktun ýmist með eða án tilbúinna efna, s.s. áburðar eða skordýraeiturs. Með því að kaupa lífrænt ræktað kaffi getur þú tryggt að þú sért ekki að menga líkama þinn eða umhverfið. Sanngirnisvottun tekur til bæði te- og kaffiframleiðslu og tryggir að fólkið sem framleiðir vöruna vinni við mannsæmandi aðstæður og kjör. Best er að kaupa lífrænt og sanngirnisvottað kaffi. Keyptu þér endingargóða kaffibolla sem þú getur notað aftur og aftur. Það er ekki umhverfisvænt að nota pappírs- eða plastbolla undir kaffið. Ekki er skynsamlegt að kaupa pokate heldur laust eða í pokum eða dollum. En ef þú notar tepoka notaðu þá poka sem brotna niður. Best er að nota síu sem hægt er að nota aftur og aftur eða hella upp te í tekönnu. Notuð telauf og kaffikorgur eru tilvalin í jarðgerðina. Athugið að tepokarnir sjálfir, aðeins telaufin henta í jarðgerð. Hægt er að dreifa kaffikorginum beint í trjábeðin. Þá brotnar hann auðveldlega niður og er auk þess dýrindis áburður. Gaman er að gefa vinum og vandamönnum lífrænt og sanngirnisvottað kaffi. Þannig breiðir þú út boðskapinn. Hvattu til þess á vinnustað að kaffiinnkaupin verði á vistvænum nótum. Ekki hella upp á meira kaffi en þú þarft hverju sinni.

Continue Reading→

Myrkurfundur Græna netsins - Hversu verðmætt er myrkrið?

Snævarr Guðmundsson landfræðingur og leiðsögumaður er gestur Græna netsins, félags jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina á fundi í Golfskálanum á Seltjarnarnesi um myrkurgæði og ljósmengun. Snævarr hefur kannað ljós og myrkur að næturlagi á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og komist að því meðal annars að ljósmengun í einstökum sveitarfélögum er mest í Kópavogi, sem er þeirra upplýstast – en myrkrið er hinsvegar mest á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Á svæðinu öllu er næturbirta, og þar með hulinn næturhiminn – frá fjórum til sjö sinnum meiri en á Þórshöfn, þar sem enn er stjörnubjart þegar vel viðrar að nóttu. Líklega er höfuðborgin með grannbæjum eitt af upplýstustu byggðarsvæðum jarðar miðað við höfðatölu, og ekkert undarlegt við að Íslendingar vilji hafa ljós í skammdeginu. Ljósmengun fylgja hinsvegar ýmsir ókostir, þeirra mestur sá að næturhiminn hverfur og stjörnur sjást ekki fyrren talsvert utan við miðbæina. Kynslóðir borgarbarna alast því upp án þess að njóta stjarnanna – og fyrir ferðamenn dregur úr aðdráttarafli Reykjavíkur sem ævintýraborgar myrkurs og norðurljósa.Margt má hinsvegar gera til að draga úr mengun af ljósum án þess að valda óþægindum fyrir umferð, atvinnulíf og sálarástand íbúanna, og er reynt víða erlendis. Hér heima standa Borgnesingar fremstir í flokki við að vinna gegn ofnotkun ljósa í byggð. Fundur Græna netsins um verðmæti myrkursins verður haldinn laugardaginn 14. janúrar og hefst kl. 17:00, eftir sólsetur, í Golfskálanum á Seltjarnarnesi. Eftir fyrirlestur Snævars verður gengið út undir bert loft að líta á himinhnetti og borgarljós einsog veður leyfir. Sjá staðsetningu á Já.is, smella hér. Sjá viðburðinn á Facebbook. Ljósmynd: Aurora Borealis, Árni Tryggvason.

Continue Reading→

Skrifstofan - Raftæki

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot“ með því að velja einfaldlega frekar að versla við umhverfisvæna framleiðendur og velja frekar vörur sem bera umhverfisvottun. Ýmis spilliefni og krabbameinsvaldandi efni, t.a.m. kadmíum og kvikasilfur geta verið mjög skaðleg fyrir umhverfið. Þess vegna er líka mikilvægt að gömlum tækjum sé ekki bara hent í ruslið heldur komið í endurvinnslu. Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu. Þú getur kynnt þér orkunotkun tækisins með því að lesa upplýsingar sem oft má finna á tækinu eða nota þar til gerðum mæli. Þannig færðu fullvissu um orkunotkun hvers tækis fyrir sig og getur reiknað út hvað það kostar umhverfið og budduna þína á ári. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða "Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta leiðin til að minnka biðstöðu-notkun er að slökkva alveg á tækjum og helst að taka úr sambandi.

Continue Reading→

Bæjarstjórn samþykkti friðun

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær tillögur um friðlýsingu Skerjafjarðar. Kosið var um tillögurnar í tvennu lagi. Annars vegar var kosið um friðlýsingu í Kópavogi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Hins vegar var kosið um friðlýsingu Fossvogs. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum meirihlutans í bæjarstjórn, tveir bæjarfulltrúar sátu hjá og þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti tillögunni. Fjallað var um málið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs í síðustu viku. Fulltrúar meirihlutans vilja að bæjarstjórn samþykki tillögu að friðlýsingu og semji við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar um umsjón og rekstur svæðisins. Fulltrúar meirihlutans koma úr röðum Samfylkingar, Vinstri-grænna og Næst besta flokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru hins vegar andvígir hugmyndum um friðlýsingu og segja að nú þegar sé bæjarvernd á leirum í Kópavogi og Fossvogi. Þeir telja að ekki hafi verið sýnt fram á að ávinningur sé af friðlýsingu umfram bæjarvernd. Þá finnst þeim eðlilegt að ákvörðunarvald í málefnum Kópavogs sé í höndum bæjarstjórnar en ekki ráðherra í ríkisstjórn. Síðast nefnda atriðinu vísuðu fulltrúar meirihlutans á bug og sögðu að kjörnir fulltrúar í Kópavogi hafi áfram ákvörðunarvald yfir hinu friðlýsta svæði. Kort: Kópavogur og Fossvogur, skjáskot af Infrapath Kópavogur á vef Kópavogsbæjar.

Continue Reading→

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur krefst afturköllun leyfis til ræktunar erfðabreyttra plantna í gróðrarstöðinni Barra

Til Umhverfisstofnunar Í gær þriðjudaginn 10. janúar bárust þau tíðindi í fréttum Ríkisútvarpsins að þann dag hafi orðið umtalsvert tjón í gróðrarstöðinni Barra hf. nærri Egilsstöðum og að meðal þess hafi verið gróðurhús þau sem hýsa ræktun á erfðabreyttu byggi fyrir líftæknifyrirtækið Orf Líftækni hf. Fram kom að margar plötur höfðu fokið af húsunum sem standa opin eftir. Þessir atburðir staðfesta að áhyggjur, sem margir hafa haft og tjáð opinberlega af ræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum, eiga við rök að styðjast og að leyfisveitingar Umhverfisstofnunar til svokallaðrar afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra lífvera byggja á ófullnægjandi öryggis- og áhættumati. Í ljósi atburða gærdagsins krefst kynningarátak um erfðabreyttar lífverur þess að Umhverfisstofnun afturkalli umsvifalaust leyfi það sem stofnunin veitti Orf Líftækni hf. til ræktunar erfðabreyttra plantna í gróðrarstöðinni Barra hf. Virðingarfyllst, Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur

Continue Reading→

Hvað ógnar lífríki Þingvallavatns og náttúru þjóðgarðsins?

Landvernd efnir til opins fundar um stjórnun þjóðgarðsins á Þingvöllum og álag á vistkerfi Þingvallavatns. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, þriðjudaginn 17. janúar kl. 12-13:30. Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur undir heitinu ,,Þingvellir, alvöru þjóðgarður?“ og Hilmar J. Malmquist flytur fyrirlesturinn ,,Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi undir álagi“. Í fyrirlestrunum verður leitað svara við ýmsum mikilvægum spurningum, m.a.: Hvernig þjóðgarður er á Þingvöllum? Er rétt að hann starfi undir stjórn þingmanna? Hvernig er staðið að verndun lífríkis og menningarminja? Hvaða áhrif hefur aukin umferð á tærleika og lífríki Þingvallavatns? En bústaðabyggðin? Hvað með Nesjavallavirkjun? Er þessi ,,helgistaður þjóðarinnar“ undir of miklu álagi? Fundarstjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Norræna húsið. Allir velkomnir. Hér að neðan eru útdrættir úr erindum Sigrúnar og Hilmars:

Continue Reading→

Lífrænar vörur á Náttúrumarkaði

Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheimsregnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri vöru auk annarra ítarupplýsinga s.s. nákvæmri innihaldslýsingu og endurvinnslumöguleikum. Á íslandi sér vottunarstofan Tún um úttektir lífrænnar vottunar skv. stöðlum Evrópusambandsins. Munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun er sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan svokölluð vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Með því að velja frekar lífrænt ræktaðar afurðir og framleiðslu ert þú að taka ábyrgð gagnvart bæði eigin heilsu og umhverfinu. Öllum er velkomið að selja og eða kynna vörur sínar í gegnum Náttúrumarkaðinn. Hafið samband á nature@nature.is. Skoðið lífrænu deildina á Náttúrumarkaðinum. Sjá þá aðila sem hafa lífræna vottun hér á Græum síðum, hér getur þú t.d. skoðað hverjir hafa lífræna vottun eftir vörutegundum. Sjá Lífræna Íslandskortið hér á vefnum. Panta prentútgáfu af Lífræna Íslandskortinu hér.

Continue Reading→

Gefum smáfuglunum

Nú er hart í ári hjá smáfuglum sem komst ekki að sverðinum til að tína skordýr og fræ. Þá er gott að gefa þeim í gogginn. Í verslunum er oftast hægt að kaupa sérstakt fuglafóður og einfalt að dreyfa því þar sem fuglarnir ná til. Ekki er gott að dreyfa fóðri á nýfallna mjöll þar sem það hverfur bara í snjóinn. Eitt ráð er að hnoða kúlur úr steikingarfeiti eða smjöri, helst ósöltu, og fuglafóðri. Ef fuglafóður er ekki til má nota fræ og hnetumulning, soðin grjón, hveitiklíð eða annað þessháttar sem til fellur. Eins finnast fuglum góð epli og eplahýði. Kartöflur sem ganga af við matinn eru kærkomnar. Mestu skiptir að fóðrið sé gefið á skjólsælum stað þar sem það hverfur ekki í snjóinn. Ekki verra að útsýni sé gott. Bæði þeim til gleði sem gáfu fóðrið og ekki síður til að fuglarnir geti varað sig á óboðnum gestum s.s. köttum, hröfnum, uglum eða öðrum dýrum sem þykja smáfuglar góðir. Þeim má svo gefa annarsstaðar afganga af mat til að draga úr smáfugladrápi þeirra og eins til að sýna þeim sömu gæsku og öðrum.

Continue Reading→

Landsbankinn veitir umhverfisstyrki

Landsbankinn veitti í dag 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en að þessu sinni voru veittir 17 styrkir. Ríflega 130 umsóknir bárust. Í tilkynningu segir að styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.„Dómnefnd um úthlutun umhverfisstyrkja að þessu sinni var skipuð þeim Dr. Brynhildi Davíðsdóttur, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ, Dr. Þorvarði Árnasyni, umhverfis- og náttúrufræðingi og forstöðumanni Rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði, Finni Sveinssyni sérfræðingi í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum og Dr. Guðrúnu Pétursdóttur, forstöðumanni stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, en hún var jafnframt formaður dómnefndar."Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir í tilkynningu að það sé stefna bankans að vinna í sátt við umhverfið. „... og umhverfisstyrkirnir eru leið bankans til að verðlauna góðar hugmyndir og leggja þeim lið sem vilja gera vel í umhverfismálum og náttúruvernd. Innan bankans höfum við hrint úr vör verkefnum í þessa veru, m.a. höfum við hvatt starfsmenn að skrifa undir samgöngusamning og ferðast á vistvænan máta til og frá vinnu. Það hefur þegar skilað góðum árangri. Við höfum sömuleiðis markvisst dregið úr pappírsnotkun og frá árinu 2010 höfum við kolefnisjafnað útblástur af ferðum starfsmanna á bílum í eigu bankans. Fleiri verkefni af svipuðum toga eru í undirbúningi." Samfélagssjóður Landsbankans veitir ferns konar styrkir á hverju ári: námsstyrki, samfélagsstyrki, nýsköpunarstyrki og umhverfisstyrki.

Continue Reading→

Græn kort og Endurvinnslukort fyrir sveitarfélög, borgir og bæi

Náttúran vill benda sveitar-og bæjarstjórnum á að Náttúran.is útbýr myndtengla inn á Græna Íslandskortið og Endurvinnslukortið í þeirri stærð sem óskað er eftir. Við getum einnig boðið einstaka sveitarfélögum, borgum og bæjum upp á að fá Grænt kort og Endurvinnslukort sérstaklega fyrir afmarkað svæði sem tengist síðan með myndtengli frá heimasíðu viðkomandi sveitarfélags eða bæjar. Einnig bjóðum við upp á að hanna Græn kort í prentúgáfu til dreifingar fyrir þá sem það vilja. Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið birtist í vefútgáfu á Náttúran.is. Prentútgáfan Grænt Reykjavíkurkort/Green Map Reykjavík er dreift ókeypis viða um borgina. Endurvinnslukortið er einnig unnið að frumkvæði Náttúran.is og byggir á því að koma á framfæri upplýsingum um hvar hægt er að koma frá sér flokkuðu sorpi og hvað sé tekið við á viðkomandi stað. Við höfum samband við þá sem bera ábyrgð á sorphirðu viðkomandi sveitarfélaga og söfnum gögnum sem við skráum síðan í gagnagrunn  Endurvinnslukortsins. Næstum allt landið hefur nú þegar verið kortlagt á þennan hátt. Kortin birtist á þremur málum, íslensku, ensku og þýsku og gefur þannig jafnt innlendum sem erlendum aðilum yfirsýn á það hvað Ísland hefur upp á fjölmarga umhverfisvæna kosti að bjóða í dag. Hafðu samband á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500 og kynntu þér hvað Grænt kort og Endurvinnslukortið geta gert til að flýta fyrir sjálfbærri þróun í þínu sveitarfélagi. Skoða Græna Íslandskortið.Skoða Græna Reykjavíkurkortið.Skoða Endurvinnslukortið.

Continue Reading→

Heilsusamlegur matsölustaður

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um heilsusamlega matsölustaði. Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi: Áhersla er lögð á hollan og ferskan mat. Hráefni eru gjarnan lífrænt ræktuð, úr héraði, árstíðauppskera eða grænmetisréttir eru í boði. Sjá nánar um heilsusamlega matsölustaði hér á Græna kortinu undir flokknum „Heilsusamlegur matsölustaður". Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Heilsusamlegur matsölustaður“.

Continue Reading→

Sjálfshólstilnefningar vefiðnaðarins

Nú hefur vefur Náttúrunnar verið í þjónustu umhverfisins í næstum 5 ár og langaði mig því að skoða þann möguleika að vefurinn yrði tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna sem veittur er árlega á vegum SVEF Samtaka vefiðnaðarins. Að baki hugmyndar minnar liggja ýmsar forsendur sem mér sem frumkvöðuls verkefnisins finnst kannski ekki endilega við hæfi að ég tiltaki sjálf heldur er það að mínu mati í höndum lesenda vefsins að dæma og undir kringumstæðum að tilnefna Náttúran.is til vefverðlauna, eða ekki. Alveg eins og þegar ég held myndlistarsýningar þá skrifa ég sjálf hvorki gagnrýni um sýninguna, né get ég ákveðið hvort hún hrífi áhorfendur með sér. Gagnrýnendur og almenningur dæmir mannanna verk og þykir það eðlilegt í öllum lýðræðisríkjum. Á vef  SVEF er þó ljóst að aðeins þeim sem eiga sjálfir hagsmuna að gæta, þ.e. vefjunum sjálfum, eða réttara sagt forsvarsmönnum þeirra er ætlað að taka þátt í þessu vali um bestu vefi landsins, þar sem ætlast er til að tilnefnari greiði gjald fyrir tilnefninguna. Að tilnefna í einum flokki, t.d. í flokknum „Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn“ kostar kr. 9.900. Að tilnefna vef í tveim flokkum t.d. „Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn og Besti sölu- og kynningarvefurinn (undir 50 starfsmönnum)“ þá kostar það tilnefnara heilar 19.800 kr. Ef vefur er tilnefndur í öllum flokkum kosta herlegheitin  60.400 kr. Af þessu má vera deginum ljósara, að þrátt fyrir mikinn áhuga á tilteknum vef myndi „enginn“ utanaðkomandi leggja fram það mikla fjármuni eingöngu til að tilnefna uppáhaldsvef sinn til Íslensku vefverðlaunanna. Mér virðist því augsýnilegt að hér sé á ferðinni gamaldags (sbr. 2007) og ólýðræðislegt val veffyrirtækjanna um að tilnefna sig sjálf og því fleiri starfsmenn sem fyrirtækið hefur í þjónustunni sinni, því meiri möguleika hefur það á að vinna. Líklegar en ekki endurgreiðir þá viðkomandi fyrirtæki starfsmönnum sínum til að tilnefna vinnuveitendur sína. Náttúran.is á því greinilega, bæði hugmyndafræðilega og fjárhagslega, enga samleið með Íslensku vefverðlaununum, uppskeruhátið vefiðnaðarins, jafnvel þó að okkur mörgum þætti að starf okkar í almannaþágu og baráttu fyrir sjálfbærri framtíð ætti sannarlega skilið að hljóta þessi verðlaun. Grafík: Skjáskot af hluta tilnefningarsíðu SVEF.

Continue Reading→

Veðurkort á Náttúrunni

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er veðurkort. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri. Tengill á veðrið er undir valmyndinni fréttir > veður og einnig hér til hægri á síðunni „Veðurspá“ en þar birtast einnig viðvaranir þegar svo ber undir.

Continue Reading→