Leita

Óhóf – hóf gegn matarsóun

"Tilgangurinn með Óhófinu er að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega. Við lifum á tímum óhófs þar sem þriðjungi matvæla er fargað einhversstaðar í virðiskeðjunni. Þetta þarf að breytast."

Continue Reading→

Sýning um Hornstrandir minnki ágang í friðlandinu

​Líkur eru á að sýning um Hornstrandir verði sett upp í húsi sem rís á Ísafirði innan tíðar. Um ræðir samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar, Ísafjarðarbæjar, Byggðasafns Vestfjarða og Upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði.

Continue Reading→

Dagur þolmarka jarðarinnar

Það þyrfti næstum heila jörð í viðbót til að svara því neyslustigi sem nú er í heiminum, árið 2017. Í ár var 2. ágúst skilgreindur sem dagur þolmarka jarðarinnar, sá dagur ársins sem við höfum fullnýtt auðlindir jarðarinnar á sjálfbæran hátt fyrir árið 2017. Það þýðir að alla daga ársins sem eftir eru göngum við á auðlindir og umhverfi með ósjálfbærum hætti.

Continue Reading→

Alþjóðadagur landvarða 2017

105 landverðir hafa sl. ár látist við störf að verndun náttúru og dýralífs.

Continue Reading→

Sprenging í fréttaumfjöllun um Umhverfisstofnun

Fyrstu sex mánuði þessa árs voru sagðar fleiri fréttir sem tengdust Umhverfisstofnun en allt árið í fyrra.

Continue Reading→

Skert þjónusta hjá Umhverfisstofnun næstu tvær vikur

​Umhverfisstofnun vill ítreka að frá og með næsta mánudegi, 24. júlí næstkomandi til 8. ágúst skerðist skrifstofuþjónusta Umhverfisstofnunar vegna sumarleyfa starfsmanna.

Continue Reading→

Ný reglugerð um mengun frá skipum

Ný reglugerð sem innleiðir þá fjóra viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum (MARPOL samninginn) sem Ísland hefur staðfest hefur tekið gildi.

Continue Reading→

Tillaga að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju á Bakka

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki.

Continue Reading→

"Þú heyrir þá ekki ræða umhverfismál"

​Starfsmaður Umhverfisstofnunar heimsótti Norður-Kóreu í sumarfríi sínu og er reynslunni ríkari.

Continue Reading→

Lokun náttúrustaða í Mývatnssveit – beiðni um umsögn

Umhverfisstofnun hefur borist erindi Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur dags. 7. júlí 2017 þar sem því er beint til Umhverfisstofnunar að loka ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar vegna álags af völdum ferðamanna. Staðirnir eru Hverir, Leirhnjúkur og Víti við Kröflu.

Continue Reading→

Skert þjónusta Umhverfisstofnunar vegna sumarleyfa

​Frá mánudeginum 24. júlí næstkomandi til 8. ágúst skerðist skrifstofuþjónusta Umhverfisstofnunar vegna sumarleyfa starfsmanna. Lágmarksþjónustu verður sinnt á þessum tíma og aðeins þeirri sem telst óhjákvæmileg.

Continue Reading→

Breyting á starfsleyfi og lokunarfyrirmælum Sorpurðunar Vesturlands Fíflholtum

Umhverfisstofnun samþykkti þann 12. júlí sl. breytingu á starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands hf., kt. 530697-2829, vegna urðunarstaðar í Fíflholtum og samsvarandi breytingu á fyrirmælum um frágang og vöktun eldri urðunarstaðar í Fíflholtum.

Continue Reading→

Akstur um Dómadal á friðland að Fjallabaki

Vegur um Dómadal sem liggur á milli Landmannahelli og Landmannalauga er lokaður vegna mikils vatns sem liggur yfir veginn. Yfirborð vatnsins hefur lækkað töluvert undanfarna daga og fylgjast landverðir Umhverfisstofnunar grannt með ástandi vatnsins og umhverfi þess.

Continue Reading→

Mikið rusl úr skólpi í Bakkavík á Seltjarnarnesi

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fundu mikið rusl í Bakkavík á Seltjarnarnesi mánudaginn 10. júlí sl. sem rekja má til skólps.

Continue Reading→

Starf framkvæmdastjóra AMAP laust til umsóknar

Umhverfisstofnun vekur athygli á að auglýst hefur verið laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra AMAP

Continue Reading→

Getraun Umhverfisstofnunar á Hátíð hafsins

Á Hátíð hafsins stóð Umhverfisstofnun fyrir getraun um notkun plasts og plastmengun og þakkar stofnunin öllum þeim sem tóku þátt í getrauninni. Dregið hefur verið úr svörum sem bárust og er vinningshafinn Elín Eir Andersen.

Continue Reading→

Fyrstu niðurstöður efnamælinga í Helguvík

Fyrstu niðurstöður mælinga á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC efna) vegna kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. hafa borist Umhverfisstofnun. Í kjölfarið fóru sérfræðingar stofnunarinnar yfir gögnin og í framhaldi af því var fundað með fulltrúm Sameinaðs Sílikons, Multiconsult, Norconsult og Sóttvarnarlækni.

Continue Reading→

Metþáttaka í fjöruhreinsun á Rauðasandi

Laugardaginn 1. júlí síðastliðinn fór fram fjöruhreinsun á Rauðasandi. Hreinsunin er samstarfsverkefni Vesturbyggðar, Umhverfisstofnunar og landeigenda á Rauðasandi en þetta var þriðja sumarið sem ráðist er í verkið.

Continue Reading→

Ræsting salernisaðstöðu í Dyrhólaey, Mýrdalshrepp

Umhverfisstofnun leitar af verktaka til að sjá um þrif á almenningssalernum í Dyrhólaey.

Continue Reading→

Arctic Sea farm hf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði í sveitarfélaginu Ísafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.

Continue Reading→

Fjarðalax ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði.

Continue Reading→

Laxar fiskeldi ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxar fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 500 tonnum á ári af laxaseiðum í fiskeldisstöð að Laxabraut 9, Þorlákshöfn.

Continue Reading→

Vinna hafin við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðland að Fjallabaki

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Rangárþings-ytra hafa nú hafið undirbúning að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðland að Fjallabaki.

Continue Reading→

Utanvegaakstur mikið vandamál​

​Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður hafa gert með sér samstarfssamning um landvörslu á suðurhálendinu í sumar og fram á haust. Samstarfið miðast m.a. að því að uppræta utanvegaakstur sem er mikið vandamál.

Continue Reading→
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ... 224