Search

Íslenskir eftirlitsmenn í þjálfun í Svíþjóð

Í lok nóvember fóru tveir eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar í námsferð til Svíþjóðar til að kynna sér eftirlit á Sænskum urðunar- og flokkunarstöðum.

Continue Reading→

Frestur vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hólmanes

Umhverfisstofnun vill minna á að frestur til að skila inn athugasemdum vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hólmanes er til föstudagsins 30.

Continue Reading→

Losunarleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil

Continue Reading→

Samvinna Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar um loftgæðamælingar á Akureyri

Föstudaginn 16.desember undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.

Continue Reading→

Stígum lokað við Skógafoss

Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt náttúruvættið Skógafoss í hlýindum og vætutíð síðustu vikna.

Continue Reading→

Fjölgun ferðamanna við Skógafoss

Mikil fjölgun ferðamanna sem hafa heimsótt náttúruvættið Skógafoss

Continue Reading→

Góð mæting og skemmtilegar umræður á málþingi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar

Fimmtudaginn 24. Nóvember stóðu Umhverfisstofnun og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fyrir málþingi undir forskriftinni Umbúðir, hvenær nauðsyn – hvenær sóun?

Continue Reading→

Eftirlit með fæliefnum, nagdýra- og skordýraeitri

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með þremur vöruflokkum sæfivara árið 2015, nánar tiltekið nagdýraeitri, skordýraeitri og fæli- og löðunarefnum.

Continue Reading→

Vöktunaráætlun í auglýsingu

Umhverfisstofnun óskar eftir athugasemdum um tillögu að umhverfisvöktunaráætlun fyrir kísilmálmverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík.

Continue Reading→

Fyrsta eftirlit Umhverfisstofnunar með rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum er lokið

Árið 2015 var fyrsta árið sem Umhverfisstofnun fer með eftirlit samkvæmt reglugerð nr. 442/2015 um raf- og rafeindatækjaúrgang og nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma.

Continue Reading→

Ríkinu stefnt vegna vanefnda á lögum um Mývatn

Umhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, þ.e. Leirhnjúkshraun. Umhverfisráðherra ber ábyrgð á framfylgd laganna. Dómsmálið er höfðað til að knýja á um friðlýsingu þessara svæða eins og lög mæla fyrir um. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd standa saman að dómsmálinu. Árið 2004 setti Alþingi ný lög um verndun Mývatns og Laxár. Lögin eru sérlög um náttúruvernd sem taka til vatnsins og árinnar, en skylda umhverfisráðherra jafnframt til að friðlýsa önnur nánar tiltekin verndarsvæði í Skútustaðahreppi. Nokkur þessara svæða hafa verið friðlýst, svo sem Dimmuborgir og Hverfjall/Hverfell auk þess sem hluti hálendis sveitarinnar er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Mun fleiri svæði hafa þó enn ekki verið friðlýst, þrátt fyrir útfærðar tillögur sem lágu til grundvallar við gildistöku Mývatnslaga fyrir 12 árum síðan. Frestur laganna til þess að ljúka þeim friðlýsingum formlega rann út í árslok 2007, fyrir um níu árum.   Umhverfisverndarsamtökin hafa ítrekað bent ráðherra á að það standi uppá framkvæmdarvaldið að framkvæma umrædd lög sett af Alþingi. Hafa þau talað fyrir daufum eyrum. Á meðan þessi staða er uppi njóta þessi svæði ekki fullrar verndar. Sumum þessara svæða stafar ógn af auknu álagi ferðamanna og að öðrum er hart sótt með framkvæmdir, enda þótt Alþingi hafi við setningu Mývatnslaga tekið skýra afstöðu til þess að framkvæmdir yrðu ekki leyfðar á svæðum sem ætti að friðlýsa. Á þetta við um raflínulagnir Landsnets um Leirhnjúkshraun. Friðlýsingarlistinn sem lá fyrir við gildistöku laganna hefur að geyma 11 svæði, en ekkert hefur saxast á listann undanfarin fjögur ár. Við þessar vanefndir verður ekki unað lengur, að áliti samtakanna sem stefnt hafa umhverfisráðherra. Íslendingum verður sífellt ljósara mikilvægi þess að hlúa að náttúruverðmætum sínum. Fjöregg og Landvernd hafa að leiðarljósi að standa vörð um þá almannahagsmuni sem tengdir eru náttúruvernd í Mývatnssveit. Í því felst meðal annars að lög um verndun svæða séu virt. Náttúruverndarlög byggja á þeirri grunnhugmynd að ákvörðun um friðlýsingu þurfi að taka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, ekki landeigenda. Við það bætist að Alþingi hefur með sérlögum um verndun svæða í Mývatnssveit tekið afstöðu til þess að friðlýsa skuli þar lífríki, jarðmyndanir og landslag sem nýtur sérstöðu. Málshöfðunin er liður í varðstöðu samtakanna um náttúru Íslands.  Stefnan sem PDF.

Continue Reading→

Eftirlit með snyrtivörum í Kolaportinu

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sölu á snyrtivörum í Kolaportinu í byrjun október 2016

Continue Reading→

Nýjar upplýsingar um umfang matarsóunar á Íslandi

Matarsóun er málefni sem sífellt fær meiri athygli, ekki einungis hér á landi, heldur um öll Vesturlönd

Continue Reading→

Eftirlit Umhverfisstofnunar í Helguvík

Vegna umræðu í fjölmiðlum um heilsuspillandi mengun frá Kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikon (United Silikon) í Helguvík þá vill Umhverfisstofnun upplýsa að hún fylgist vel með rekstri verksmiðjunnar.

Continue Reading→

SORPA fær svansleyfi

Þann 22. nóvember var SORPU bs. formlega afhent svansleyfi fyrir metangasframleiðslu sína.

Continue Reading→

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets

Landsnet sendi nýlega frá sér tillögu að raflínuáætlun (kerfisáætlun) fyrir árin 2016 til 2025. Landvernd telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu fyrir nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Leiða má líkum að því að að alvarlegar athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka við vinnubrögð Landsnets á undanförum árum, þ.m.t. kærumál og dómsmál vegna eldri kerfisáætlana og einstakra framkvæmda, hafi haft þessi jákvæðu áhrif.  Drögin eru nú til kynningar og getur hver og einn komið á framfæri athugasemdum sínum fyrir áramót.Á ári hverju ber Landsneti að gefa út áætlun um hvernig það sér fyrir sér þróun flutningskerfisins til næsta áratugar (s.k. kerfisáætlun), og að gera tímasetta áætlun um framkvæmdir næstu þrjú árin. Almenningur hefur í kjölfar úrskurðar umhverfisráðherra árið 2013 átt kost á að taka þátt í undirbúningi áætlunarinnar. Að mati Landverndar bera drög að nýjustu áætlun Landsnet þess skýr merki að aðhald og athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka hafi skilað sér í bættum vinnubrögðum. Breytt hefur verið forsendum og aðferðum við áætlanagerðina og hefur fyrirtækið m.a. litið til annarra ríkja um fyrirmyndir. Full ástæða er til að vekja athygli á þessari jákvæðu þróun og hvetja fyrirtækið til að halda áfram á sömu braut.Jákvæðar breytingarLandvernd vill tiltaka eftirtaldar breytingar frá fyrri áætlunum, sem skref í jákvæða átt:Í stað þess að beita nýtingarflokki rammaáætlunar sem forsendu fyrir áætlun um raforkuflutningsmannvirki næstu 10 ára, hefur Landsnet nú þróað betri aðferðir við að sjá fyrir þörf fyrir mannvirkjagerð til raforkuflutnings. Virðist þannig um raunhæfari forsendur að ræða en áður tíðkaðist,í fyrsta sinn er nú með raunverulegum hætti fjallað um möguleika á jarðstrengjum á hluta línuleiða vítt og breitt um landið, en á þetta hefur skort,í stað hefðbundins jarðstrengs um hluta hálendsins er jafnstraumsstrengur allan Sprengisand nýr valkostur í kerfisáætlun og umhverfismati, og er það í fyrsta sinn sem Landsnet ljær máls á slíkri tækni (hefnbundnir jarðstrengir hér á landi eru með riðstraumi  en mun lengri vegalengdir má leggja í jörð sé notaður jafnstraumsstrengur),í fyrsta sinn er nú þjóðhagslegt mat hluti af kerfisáætlun.Öll þessi atriði eru í samræmi við þær athugasemdir sem gerðar hafa verið í málsmeðferð vegna eldri áætlanagerðar, meðal annars af Landvernd. Má þarf t.d. nefna dómsmál Landverndar vegna kerfisáætlunar 2014-2023, þar sem m.a. voru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð athugasemda. Önnur mál hafa endað fyrir úrskurðarnefndum, eins og þekkt er, þ.m.t. kerfisáætlun 2015-2024.Þá er jákvætt að nú er sérstök áhersla á að greina kerfisáætlun m.t.t. loftslagsmála.Enn má bæta vinnubrögðÞað dregur nokkuð úr gildi þeirrar jákvæðu þróunar sem hér á sér stað, að forsendur fyrir mögulegri lengd jarðstrengja á hverri og einni línuleið kunna á köflum að vera umdeilanlegar og aðferðir ekki fyllilega gagnsæjar. Vonast Landvernd til að bæta megi þar úr, enda hlýtur Landsneti að vera kappsmál að setja öll gögn fram með gagnsæjum, hlutlægum og sannreynanlegum hætti. Þá má telja að sæstrengur til Evrópu verði afar umdeildur sem forsenda.Sérstaklega má benda á að við gerð sviðsmynda þarf að vera gagnsærra hvaða forsendur liggja að baki, ekki síst fyrir sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir frekari orkuuppbyggingu og rafvæðingu.Landvernd saknar þess að ekki skuli vera gerð tilraun til að meta mögulegan orkusparnað í kerfisáætlun. Alkunna er að orkusóun á Vesturlöndum er afar mikil og miklir og væntanlega hagkvæmir sóknarmöguleikar á því sviði.Þá sýnist Landvernd að ekki séu skýrar forsendur fyrir því að framkvæmdir sem eru inni á eldri 3ja ára tímasettum framkvæmdaáætlunum fari ýmist út eða inn í hvert skipti sem ný áætlun er gerð. Mikilvægt er fyrir alla aðila að fyrirsjáanleiki sé um framkvæmdaáform. Þannig verður bæði að liggja fyrir með skýrum hætti af hverju talið er að ráðast þurfi í tiltekna framkvæmd en líka hvenær áætlað er gera það og í hvaða röð. Nefna má að nú eru á áætlun 2018 og 2019 línulagnir frá Akureyri til Fljótsdals sem ekki hafa enn verið umhverfismetnar, hvað þá að sótt hafi verið um framkvæmdaleyfi fyrir þeim. Landvernd telur að ferli umhverfismats, sem lýkur með framkvæmdaleyfi sveitarfélags, þurfi að vera opið, gagnsætt og með eðilegri framvindu. Þá verði að gera ráð fyrir því að reynt geti á álitaefni þegar framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út, t.a.m. þegar athugasemdir hafa komið fram í umhverfismati sem ekki hefur verið unnið úr með fullnægjandi hætti eða að matið  er úrelt og á ekki lengur við um framkvæmdina, til að mynda vegna breyttra laga, tíðaranda eða tækni. Því vandaðri sem öll málsmeðferð er, þ.m.t. að hugað sé að öllum umhverfisþáttum sem skipta máli, áður en komið er að lokastigi matsferilsins, þeim mun líklegra er að sátt náist um tiltekna framkvæmd. Verndargildi náttúru er lykilatriði í því ferli öllu.Landvernd mun áfram halda vöku sinni og varðstöðu um náttúruverðmæti í þessum málum og undirbýr nú athugasemdir sínar við áætlunina.

Continue Reading→

Frestur vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Steðja

Umhverfisstofnun vill minn á að frestur til að skila inn athugasemdum vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Steðja er til mánudagsins 28. nóvember nk.

Continue Reading→

Starfsleyfi veitt fyrir sjókvíaeldi Háafells ehf., Hnífsdal

Umhverfisstofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Háafell ehf., Hnífsdal,starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi.

Continue Reading→

Af eftirliti í Helguvík

Aðfaranótt 11.nóvember sl. var kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. (United Silicon) í Helguvík gangsett, en um er að ræða fyrstu verksmiðju þessarar tegundar sem sett er upp á Íslandi. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi fyrir verksmiðjuna í október 2014 og fer með eftirlit með starfsemi hennar. Umhverfisstofnun hefur á síðustu dögum borist fjöldi ábendinga, annarsvegar um reyk frá verksmiðjunni og hinsvegar um viðvarandi brunalykt.

Continue Reading→

Tillaga að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla í Svarfaðardal hefur verið lögð fram til kynningar

Undanfarið hafa fulltrúar Dalvíkurbyggðar, landeiganda í Svarfaðardal, Náttúrusetursins á Húsabakka, umsjónarnefndar friðlandsins og Umhverfisstofnunar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla

Continue Reading→

Tillaga að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hólmanes lögð fram til kynningar

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar unnið að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir tvö friðlýst svæði í Hólmanesi. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.

Continue Reading→

Beiting 15 norrænna loftslagslausna á stórum skala gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á heimsvísu

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga. Þetta sýna niðurstöður nýrrar norrænar rannsóknar (Green to Scale) sem kynnt var 16. nóvember á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech. Rannsóknin er samstarfsverkefni finnska nýsköpunarsjóðsins Sitra, Norænu ráðherranefndarinnar, og virtra rannsóknarstofnana á öllum Norðurlöndunum. Í verkefninu er eftirfarandi spurningu svarað: hvaða árangri má ná fyrir árið 2030 með því að beita um allan heim árangursríkum norrænum loftlagslausnum í sama mæli og þeim er nú beitt í a.m.k. einu Norðurlandanna. Nú þegar hafa 110 ríki fullgilt Parísarsamkomulagið. „Við verðum að vinna hratt til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þessi norræna rannsókn sýnir að þegar eru til fjölmargar loftslagsvænar (low-carbon) lausnir sem eru þar að auki hagkvæmar. Það er engin ástæða til að bíða. Núna er tíminn til að láta til skarar skríða“, segir Kimmo Tiilikainen, umhverfis- og landbúnaðarráðherra Finnlands og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál. „Leiðtogar heims hafa áhyggjur af því að það sé of flókið eða dýrt að draga hratt úr losun“, segir Oras Tynkkynen, ráðgjafi, sem leiddi verkefnið og greininguna af hálfu Sitra. Hann hefur meðal annars tekið þátt í sautján loftslagsráðstefnum Sþ (síðan í Kyoto 1997). „Markmið okkar með rannsókninni er að varpa ljósi á þann árangur sem ólík lönd hafa þegar náð með loftslagsaðgerðum og hvað önnur ríki geta lært af reynslu þeirra. Við erum mjög hlynt nýsköpun og nýrri tækni, en það er samt engin ástæða til að bregðast ekki strax við og taka upp lausnir sem þegar eru tiltækar“, segir Tynkkynen. Draga þarf úr losun í öllum geirumVerkefnið sýnir að hægt er að draga verulega úr losun í öllum lykilatvinnugreinum: orku, iðnaði, samgöngum, byggingum og heimilisrekstri, sem og í landbúnaði og skógrækt. Hér má finna dæmi um hvað þessar lausnir bjóða upp á: Danir í þéttbýli hjóla að meðaltali næstum 3 km á dag. Ef önnur ríki heims fylgdu fordæmi Danmerkur og hvettu til hjólreiða í borgum myndi það minnka losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur allri losun Slóvakíu á einu ári. Í Finnlandi er stærstur hluti húshitunar framleiddur með skilvirkri samtíma-framleiðslu á rafmagni og hita (CHP). Ef önnur OECD lönd notuðu CHP á sama hátt mætti draga úr losun sem samsvarar losun Japans á einu ári. Á Íslandi er jarðvarmi notaður til að hita yfir 90% allra húsa og til að framleiða um 30% rafmagns. Ef ríki sem búa yfir jarðvarma myndu nýta hann á sama hátt og Ísland, myndi losun minnka umfram það sem Danmörk losar á ári hverju. Á síðasta ári var fjórði hver seldi bíll í Noregi rafmagnsbíll eða tvinnbíll. Ef aðrar þjóðir í OECD auk Brasilíu og Kína notuðu jafn mörg rafknúin farartæki og Noregur myndi það draga úr losun sem nemur kolefnislosun Danmerkur á einu ári. Svíar notar hlutfallslega fleiri hitadælur (heat-pumps) en aðrar þjóðir. Með sama hlutfalli hitadæla í tilteknum Evrópulöndum mætti minnka kolefnislosun sem nemur allri losun Kúbu á hverju ári.  Þær 15 lausnir sem skýrslan fjallar um draga ekki eingöngu úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda heldur fylgja þeim jafnframt verulegir aðrir jákvæðir umhverfis og hagrænir þættir. Til að mynda aukin loft- og vatnsgæði, aukið öryggi í orkuframleiðslu, fleiri störf í nærsamfélaginu, lægri eldsneytiskostnaður, færri umferðarteppur og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. Hverjir standa að rannsókninni?  Nordic Green to Scale er sameiginlegt verkefni rannsóknarstofnana á öllum fimm Norðurlöndunum, ásamt vinnhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um  loftslagsmál: Miðstöð fyrir alþjóðlegar loftlags- og umhverfisrannsóknir í Noregi (CICERO) vann tæknilegar greiningar fyrir skýrslunaCONCITO, DanmörkuFinnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra , FinlandiUmhverfisstofnun Stokkhólms (SEI), SvíþjóðStofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands Rannsóknin greinir alþjóðlega nýtingarmöguleika 15 norrænna aðgerða eða lausna í loftslagsmálum. Þessar 15 lausnir koma til viðbótar þeim lausnum sem teknar voru fyrir í hnattræna Green to Scale verkefninu á síðasta ári, en þar var sýnt fram á að með því að útfæra 17 þekktar lausnir á heimsvísu mætti draga úr heildarlosun koltvísýrings um 12 gígatonn fyrir árið 2030. Hnattræna verkefnið var unnið af Sitra og leiðandi stofnunum á sviði loftslagsmála í 10 löndum og lauk því árið 2015. Miðvikudaginn 16.nóvember 2016 voru niðurstöður Green to Scale verkefnisins kynntar í sameiginlegum skála Norðurlandanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech, COP22. Upptöku af kynningunni má sjá hér. Green to Scale verkefnið og þýðing þess fyrir Ísland verður kynnt á ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík þ. 18. janúar 2017 og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þ. 19. janúar 2017. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  Útgáfur tengdar verkefninu:Nordic Green to Scale – Low-carbon success stories to inspire the world (handout)Published in Helsinki by Sitra and the Nordic Council of Ministers, 2016PDF: http://www.sitra.fi/julkaisut/Esitteet/2016/Nordic_green_to_scale_handout.pdf  Nordic Green to Scale: Nordic climate solutions can help other countries cut emissions (Edited report)ISBN: 978-92-893-4735-8 (PDF)Published in Copenhagen by the Nordic Council of Ministers, 2016PDF: http://www.sitra.fi/julkaisut/Muut/Nordic_green_to_scale.pdf Norrænu lausnirnar sem teknar eru fyrir í rannsókninni: OrkaSamtímaframleiðsla hita og rafmagns (CHP) Vindorka á landi Vindorka á sjó (offshore)Jarðvarmi/Jarðvarmaorka  IðnaðurBinding kolefnis í olíu og gaslindum Minnkun losun metans frá olíu- og gasframleiðslu Kolefnissnauð orka í iðnaði  Samgöngur Rafknúin farartæki Lífeldsneyti í samgöngum Hjólreiðar í borgum og bæjum Byggingar og heimiliOrkunýtnar byggingarHitadælur í íbúðarhúsnæði Lífeldsneyti til kyndingar Landbúnaður og skógræktSkógrækt og landgræðsla Meðhöndlun mykju 

Continue Reading→

Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum

Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Verndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.

Continue Reading→
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ... 218