Search

Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum

Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Verndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.

Continue Reading→

Græn nýsköpun lykill að árangri

Nú er kominn tími til að efna loforð Parísarsamningsins í loftslagsmálum, sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra í ræðu sinni í dag á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í Marokkó. Allir þyrftu þar að leggja lóð á vogarskálarnar: stjórnvöld, atvinnulíf, vísindaheimurinn og almenningur. Nýsköpun í loftslagsvænni tækni og lausnum væri nauðsynleg til að ná settu marki.Fundurinn í Marrakech er fyrsti alþjóðlegi ráðherrafundurinn um loftslagsmál eftir að Parísarsamningurinn gekk í gildi 4. nóvember sl. Um 110 ríki, þar á meðal Ísland, hafa fullgilt samninginn.Ráðherra sagði að hrein orka væri mikilvæg og þörf á hnattrænu átaki í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Hún nefndi tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur o.fl. á Hellisheiði, þar sem koldíoxíði er dælt í jarðlög, þar sem það breytist í steindir og binst til frambúðar í jarðlögum. Þar væri gróðurhúsalofttegundum breytt í grjót, en einnig væri mikilvægt að binda kolefni í trjám og jarðvegi með skógrækt og aðgerðum gegn landeyðingu.Ráðherra gerði áhrif loftslagsbreytinga á hafið að umtalsefni og fagnaði aukinni athygli á þann þátt í loftslagsumræðunni. Hreinni skipatækni væri hluti af lausninni og mikilvægt að hlúa að henni á Íslandi og á heimsvísu.Auk loftslagsvænni tækni væri nauðsynlegt að huga að daglegu lífi, svo sem með að draga úr matarsóun, til að ná settu marki. Jafnrétti kynjanna og virk þátttaka kvenna væri nauðsynleg til að ná árangri í loftslagsmálum.Ræða ráðherra í heild (á ensku) (pdf-skjal). ""Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti m.a. tvíhliða fund með Paulu Bennett, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sótt fundi ráðherra og aðra viðburði á aðildarríkjaþinginu í Marrakech og átti m.a. tvíhliða fund með Paulu Bennett, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands. Þar kom fram að aðstæður í ríkjunum væru að mörgu leyti líkar hvað loftslagsmál varðar. Bæði ríkin nýta jarðhita og hafa hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku, bæði horfa til lausna varðandi losun frá landbúnaði og landnotkun og bæði hafa samþykkt að berjast gegn niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Samþykkt var að koma á samvinnu varðandi loftslagsvænar lausnir í landbúnaði og ræða frekar annað samstarf í loftslagsmálum.Íslenskar kynningar um hafið og niðurdælingu koldíoxíðsSérstök dagskrá var tileinkuð umræðu um afleiðingar loftslagsbreytinga á hafið á sérstökum degi hafsins (Oceans Action Day), þar sem fulltrúi utanríkisráðuneytisins flutti erindi um mikilvægi uppbyggingar á þekkingu og tækni í ríkjum sem byggja afkomu sína á hafinu.Ísland hélt tvo kynningarviðburði á norrænum bás á ráðstefnunni í Marrakech þar sem annars vegar var fjallað um hafið og hins vegar um jarðhita.Á viðburði um hafið kynnti fulltrúi sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hið mikilvæga hlutverk skólans við að byggja upp þekkingu á loftslagsvænni sjávarútvegi. Fulltrúar frá Seychelles-eyjum og Máritíus ræddu nýsköpun og tækifæri sem tengjast hafinu, en þessi tvö eyríki eru meðal þeirra ríkja sem þegar takast á við alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga á hafið.Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynntu alþjóðlegt verkefni um bindingu á jarðhitagasi í grjót við Hellisheiðarvirkjun. Samstarfið leiddi til þróunar á nýrri aðferð sem er til muna hraðvirkari og ódýrari en hefðbundnar aðferðir og er unnt að nýta víðsvegar um heim. Verkefnið hefur vakið mikla athygli í vísindaheiminum og loftslagsumræðunni.Fundirnir voru vel sóttir. Hægt er að sjá kynningarfundina á eftirfarandi vefsíðu:http://www.norden.org/en/theme/new-nordic-climate-solutions/cop22/events/troll-turned-to-stone-innovation-in-geothermal-energy-ministry-of-foreign-affairs-icelandhttp://www.norden.org/en/theme/new-nordic-climate-solutions/cop22/events/one-earth-one-ocean-ministry-of-foreign-affairs-iceland

Continue Reading→

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði 2016

ann 28. júní s.l. stóð Umhverfisstofnun fyrir eftirliti hjá fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað.

Continue Reading→

Arctic Sea farm hf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði í sveitarfélaginu Ísafirði.

Continue Reading→

Náttúrulegur valkostur í stað plastfilmu til geymslu matvæla

Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu. Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við geymslu matvæla. Notkunin er auðveld, þú finnur einfaldlega þá stærð sem hentar utan um það sem þú ætlar að geyma, brýtur arkirnar utan um matinn og lokar þeim með því að þrýsta lófunum að efninu. Ylurinn úr höndunum nægir til þess að líma arkirnar saman. Arkirnar má einnig leggja yfir skálar og diska og þétta með sama hætti. Að notkun lokinni er örkin einfaldlega skoluð í köldu vatni, látin þorna og síðan notuð aftur og aftur.Örkunum hefur verið mjög vel tekið og greinilegt að margir eru að venda sínu kvæði í kross þegar kemur að notkun plastumbúða. Sumir hafa jafnvel þakkað sérstaklega fyrir að hafa loks fengið raunhæfan valkost beinlínis upp í hendurnar til að draga ú plastnotkun, segir Þórunn Björk Pálmadóttir, eigandi Mistur.Arkirnar fást í nokkrum stærðum, allt frá 18x20 cm. sem rúmar ágætlega t.d. ½ lárperu og upp í 43x58 cm. sem dugar utan um heilan brauðhleif. Sú pakkning sem hefur verið einna vinsælust í netversluninni inniheldur þrjár mismunandi stærðir; litla, miðlungs og stóra og fæst í tveimur litbrigðum, sem getur komið sér vel til að aðgreina ýmis matvæli.Að auki bíður Mistur upp á XL örk sem er með áföstum spotta og tölu til að loka pakkanum tryggilega á leiðinni í skólann eða á æfingu.Bee‘s Wrap er ákjósanlegur valmöguleiki fyrir þá sem vilja skera niður plastnotkun á heimilinu. Hentugar til að geyma ávexti, samlokur, ost, grænmeti, bakkelsi eða yfir skál til að láta deig hefast. Hentar ekki fyrir kjöt.Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Misturs, mistur.is

Continue Reading→

Áskorun til stjórnmálaflokka

Eftirfarandi áskorun hefur hópurinn París 1,5 sent á stjórnmálamenn og fjölmiðla í aðdraganda viðræðna um stjórnarmyndun í kjölfar kosninganna þann 29. október. Ísland, 8. nóvember 2016 Hópurinn París 1,5 skorar […]

Continue Reading→

Sameinað sílikon fær losunarleyfi

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi fyrir Sameinað sílikon hf.

Continue Reading→

Sumir veiðimenn finna ekki rafræna veiðikortið

Það hefur borið á því að veiðimenn hafi ekki fundið rafræna veiðikortið í tölvupóstinum hjá sér þótt þeir séu búnir að fá kortið afgreitt.

Continue Reading→

Starfsleyfistillaga fyrir Thorsil ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Thorsil ehf. til að að framleiða í fjórum ljósbogaofnum

Continue Reading→

Tillaga að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Steðja í Hvalfirði lögð fram til kynningar

Undanfarið hafa fulltrúar Kjósarhrepps, landeiganda í Hvammsvík og Umhverfisstofnunar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Steðja.

Continue Reading→

Tilvalið til að minnka matarsóun

Nú þegar Garðfuglakönnun Fuglaverndar er að hefjast og vetur er að ganga í garð vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði. Það er áhugavert og fróðlegt fyrir vinnufélaga að fylgjast með fuglum.  Fóðrun fugla skapar skemmtilega stemmingu og umræðu og svo dregur það einnig úr matarsóun að nýta ýmsa afganga sem fuglafóður.  Í mötuneytum vinnustaða fellur oft til ýmislegt sem má nota til þess að fóðra fugla í stað þess að henda í ruslið!  Þar má nefna brauðenda, eplakjarna, perukjarna, fitu og kjötafganga en svo má einnig kaupa ýmiskonar fóður fyrir fugla, bæði hjá Fuglavernd og annarsstaðar. Fóðrun fugla við vinnustaði leiðir vonandi einnig til þess að fleiri fari að gefa fuglum gaum og fái áhuga á vernd fugla og búsvæða þeirra. Nánari upplýsingar um þátttöku í garðfuglakönnunni er að finna á www.fuglavernd.is  sem og um fóðrun fugla.Umsjónarmenn eru þeir Örn Óskarsson (8469783) og Ólafur Einarsson (sími: 8473589)

Continue Reading→

Tilkynning Umhverfisstofnunar vegna úrskurðar um starfsleyfi Thorsil ehf.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í dag þann úrskurð að felld er úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 11. september 2015 um að veita Thorsil ehf. starfsleyfi fyrir rekstri kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

Continue Reading→

Tillaga að starfsleyfi fyrir Malbikunarstöð Akureyrar

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Malbikunarstöð Akureyrar og er þar um að ræða áframhald fyrri rekstrar.

Continue Reading→

Leiðrétting frá Umhverfisstofnun vegna náttúrulauga

Í framhaldi af frétt í Fréttablaðinu 25.10.2016 undir fyrirsögninni: Útiloka tilbúnar náttúrulaugar (bls. 4), vill stofnunin koma eftirfarandi á framfæri

Continue Reading→

Svar til Sigríðar Á. Andersen

Sigríður Á. Andersen sendi okkur skilaboð á FB-síðu París 1,5 – þau skilaboð má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Sigríður virðist telja að við sem stöndum að þessu sem […]

Continue Reading→

Krafa um breytingar á „Í garðinum með Gurrý“ felld niður

Ljóst er að umfjöllun um málið á sínum tíma var ótímabær og kom illa við hlutaðeigandi og biðst stofnunin velvirðingar á því.

Continue Reading→

Loftslagsrýni flokkanna 2016 – uppfært

Hópurinn París 1,5 gerði úttekt fyrir tæpum tveimur vikum á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum fyrir kosningarnar þann 29. október 2016 (sjá hér). Nú er búið að uppfæra stefnuna. Fyrst verður rakin aðferðafræðin, þ.e. farið yfir […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Alþýðufylkingin

Á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins. Eftirfarandi er einkunnagjöf þeirra samkvæmt úttekt París 1,5. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. “Sé olíu að finna á Drekasvæðinu […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Vinstri Græn, uppfært mat

Hér er uppfært mat á stefnu Vinstri Grænna í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér. Á heimasíðu Vinstri Grænna (VG) er hægt að nálgast stefnur flokksins um Umhverfis- og loftslagsmál á heimasíðu flokksins. Eftirfarandi […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Samfylkingin, uppfært mat

Nýtt mat á stefnu Samfylkingarinnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér. Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins í nokkrum málum sem fjalla m.a. […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Viðreisn, uppfært mat

Nýtt mat á stefnu Viðreisnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér. Á heimasíðu Viðreisnar er hægt að nálgast Umhverfis- og auðlindamál flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Píratar, uppfært mat

Hér er uppfært mat á stefnu Pírata í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér. Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Pírata samkvæmt […]

Continue Reading→

Loftslagsrýni – Sjálfstæðisflokkurinn, uppfært mat

Hér er uppfært mat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast stefnu flokksins varðandi Umhverfismál á vefsíðu þeirra, sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. […]

Continue Reading→
1 ... 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 ... 218