Search

Tillaga að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Helgustaðanámu lögð fram til kynningar

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar unnið að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Helgustaðanámu

Continue Reading→

Umhverfisráðherra heimsótti Umhverfisstofnun

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Umhverfisstofnun í gær.

Continue Reading→

Sjálfbærni í norrænni hönnun

Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA) verður frummælandi á ráðstefnunni. Dagskráin fer fram á ensku.  Dagskrá: 8:00-8:30           húsið opnar, kaffi í anddyri 8:30-13:15          málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun 13:15-14:00       hlé 14:00-16:00       vinnustofa: Teaching sustainability - educating the next generation of change makers 14:00-16:00       sýningarstjóraspjall: Exhibiting design - new agendas and new media  16:00-17:00       leiðsögn um sýninguna Öld barnsins og léttar veitingar  Nánari dagskrá fyrir málþingið (8:30-13:15):  8:30-10:40 Fyrri hluti: hnattræna sjónarhornið Frummælandi: Juliet Kinchin (Bretland/Bandaríkin), sýningarstjóri við MoMA í New York.  Growing by Design: an international perspective Garðar Eyjólfsson (IS), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands  From linear to circular thinking / From material to artificial worlds Guðni Elísson (IS), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is  Do we just need better designs? The question of climate change and sustainability Mette Sindet Hansen (Danmörk), stjórnandi stefnumótunar og samstarfs hjá hjá INDEX: AwardDesign to Improve Life – How design and innovation can help solve global challenges Pallborðsumræður Umræðum stjórnar Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður og prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands  10:40-11:00 kaffihlé  11:00-13:15 Seinni hluti: Sjálfbærni í norrænni hönnun - dæmi frá Norðurlöndum Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi stjórnandi stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtökum BandaríkjannaCentury of the Child: Nordic Design for Children 1900 to Today  Elisabet V. Ingvarsdottir (IS), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur Referring to the past for a sustainable future: glimpses of Icelandic design for children Gréta Hlöðversdóttir (IS), framkvæmdastjóri As We Grow (Hönnunarverðlaun Íslands 2016) As We Grow – the story of a garment  Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir (IS), (Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2016) An eagle or a seagull? The importance of sparking children's interest in birds Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns DanmerkurHow can a Danish design museum and a Danish design school contribute to the sustainability agenda? Pallborðsumræður Umræðum stjórnar Sigrun Alba Sigurdardottir, lektor og fagstjóri fræða við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.  14:00-16:00, vinnustofa Teaching sustainability - educating the next generation of change makers Undir handleiðslu Mette Sindet Hansen frá INDEX: Award. Sjá nánar hér.   14:00-16:00, sýningarstjóraspjall Exhibiting design - new agendas and new media Thomas Pausz, hönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands ræðir við Aidan O´Connor (sýningarstjóra fyrir hönnun), Anne-Louise Sommer (framkvæmdastjóra Designmuseum Danmark), Guju Dögg Hauksdóttur (arkitekt og sýningarstjóra) og Juliet Kinchin (sýningastjóra við MoMA). Rætt verður um stöðu hönnunar sem og nýjar áherslur, áskoranir og tilraunir á söfnum og sýningarstöðum í dag.    Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.  Skráning fer fram á https://tix.is/is/nordichouse. Staðfestingargjald á málþingið er 2,500 kr (1,000 kr fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskýrteinis). Þeir sem staðfest hafa þátttöku geta skráð sig í vinnustofur meðan pláss leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Nánari upplýsingar: kristini@nordichouse.is  S: 551-7032 / Farsími: 894-0626

Continue Reading→

Starfsleyfistillaga fyrir fiskeldisstarfsemi Stofnfisks hf. Kalmanstjörn.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Stofnfisk hf. til framleiðslu á allt að 200 tonnum af laxahrognum, lax til manneldis að Kalmanstjörn.

Continue Reading→

Innilolft, raki og mygla

Óheilnæmt inniloft er viðurkennt sem áhættuþáttur fyrir heilsu manna

Continue Reading→

Baráttan við bláskjá

Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og þjáist þá af andvökum og svefnleysi.Ein leið, sem mörgum finnst erfið, er að hætta í tölvunni fyrr á kvöldin. Önnur leið er að líkja eftir náttúrunni og skapa birtuskilyrði sem eru líkari því sem er utan dyra þegar sól gengur til viðar og kvöldroðinn kemur melantonin framleiðslunni í gang.Það er til dæmis hægt að gera með smá forriti sem heitir f.lux en það breytir litnum á skjánum eftir gangi sólar og líkir þannig eftir birtuskilyrðum í umhverfinu. Hægt er að stilla áhrifin að vild, slökkva á þeim tímabundið og útiloka virknina við notkun tiltekinna forrita til dæmis þegar unnið er með ljósmyndir eða annað efni sem krefst hlutlausrar birtu. Forritið má nálgast á heimasíðu f.lux® fyrir OS X, Android og Windows og er það ókeypis en hægt er að styrkja verkefnið. 

Continue Reading→

Tímamót í loftslagsmálum?

Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að:Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.Þessari yfirlýsingu fylgdi engin montstatus þess efnis að Ísland stæði framar öllum þjóðum í nýtingu hreinnar orku. Heldur sagði Bjarni Benediktsson:Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna.Væntanlega vísa þessi ummæli forsætisráðherra til þess að Íslendingar verði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að auka hana stöðugt; að draga verði úr losun um allt að 40% fyrir árið 2030, miðað við 1990.[1]Annað nýmæli í ræðu Bjarna var að forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins styður málflutning umhverfisráðherra í loftslagsmálum:Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Við vitum að hlýnandi sjór við Íslandsstrendur og súrnun sjávar með tilheyrandi áhrifum á fiskstofna eru afleiðingar loftslagsbreytinga. Við sjáum jöklana okkar bráðna og minnka að umfangi frá ári til árs. Við vitum ekki hvort Golfstraumurinn mun halda styrk sínum og stefnu og gera landið byggilegt áfram. En við vitum hvað þarf að gera til að bregðast við þessari óheillaþróun. Það er ekki í boði að bíða með það. Við verðum að draga stórfellt úr losun gróðurhúsalofttegunda með öllum tiltækum ráðum.Eftir stendur að forsætisráherra veiti umhverfisráðherra fullan óskoraðan stuðning sinn við að gera og fylgja eftir:Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið.Að öðrum kosti munu aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni halda að sér höndum, líkt og verið hefur undanfarna áratugi.Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ummælum forsætisráðherra og vænta þess að fyrsta skrefið verði stigið með aðgerðaráætluninni sem allra fyrst. [1] Bent skal á að ríkisstjórn Íslands á enn eftir að ná samkomulagi við Evrópusambandið um þátttöku Íslands í sameiginlegri loftslagsstefnu Evrópuþjóða. Á hinn bóginn hafa norsk stjórnvöld fyrir nokkru lýst ánægju sinni með þá tillögu ESB að dregið verði úr losun þar í landi um 40% miðað við 1990. Sjá einnig grein umhverfisráðherra Noregs, Vidars Helgesens, sem birtist í VG 20. júlí 2016.

Continue Reading→

Nýr upplýsingafulltrúi

Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um.

Continue Reading→

Tine Sundtoft kannar sóknarfæri í norrænu umhverfissamstarfi

Ljósmyndari Heidi Orava " src="http://natturan.is/media/_versions/tine_sundtoft_medium.jpg" alt="„Norðurlönd hafa löngum gegnt og gegna áfram mikilvægu hlutverki í framsækinni stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Brýnt er að okkur takist að nýta tækifæri okkar til samstarfs því þá heyrist rödd okkar betur í Evrópu og um heim allan,“ segir Tine Sundtoft. Fram á vor mun hún ræða við stjórnmálafólk og aðra stefnumótandi aðila á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.Ljósmyndari Heidi Orava " width="400" height="225" />Tine Sundtoft, fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, hefur tekið að sér að vinna stefnumótandi úttekt á norrænu umhverfissamstarfi. Hún hefst þegar handa við að kanna ný sóknarfæri til áhrifa í samstarfi landanna í umhverfis- og loftslagsmálum.Á undanförnum árum hefur Norræna ráðherranefndin staðið að stefnumótandi úttektum á samstarfi í heilbrigðismálum, vinnumálum og orkumálum. Nú er röðin komin að umhverfismálum. Verkinu á að ljúka með skýrslu sem inniheldur 10–15 raunhæfar og aðgerðamiðaðar tillögur að samstarfssviðum eða málefnum þar sem þróa má norrænt umhverfissamstarf á næstu 5 til 10 árum. Í tillögunum skal tekið tillit til skuldbindinga landanna vegna ESB-samstarfs og annars alþjóðasamstarfs.Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segir hafa legið beint við að fá Tine Sundtoft til verksins:„Tine Sundtoft þekkir umhverfismálin mjög vel. Reynsla hennar af öllum stigum, allt frá sveitarfélagsstigi til alþjóðasamstarfs, kemur að góðum notum þegar greina á framtíðartækifæri í norrænu samstarfi á þessu sviði.“Vidar Helgesen, loftslags- og umhverfisráðherra Noregs og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál 2017, lýsir yfir ánægju sinni með að Tine Sundtoft hafi tekið að sér þetta afar brýna verkefni:„Tine stóð sig frábærlega sem loftslags- og umhverfisráðherra og býr yfir mikilvægri reynslu af umhverfismálum heima fyrir og alþjóðlega. Hún sér málin úr nægilegri fjarlægð til að geta gefið ráð um hvernig auka megi áhrif Norðurlandasamstarfsins í umhverfismálum.“Tine Sundtoft er fylkisstjóri í Vestur-Ögðum í Noregi, en í ráðherratíð sinni beitti hún sér af þrótti í samningaviðræðunum um loftslagsmál í aðdraganda Parísarsamkomulagsins:„Við lifum á miklum umbrotatímum. Parísarsamkomulagið kveður á um að öll heimsbyggðin lágmarki losun, að öðrum kosti eyðileggjum við umhverfið og andrúmsloft jarðar. Það er mjög spennandi að fá kost á að taka þátt og hafa áhrif á starfið, nú þegar Parísarsamkomulagið er rétt gengið í gildi.“„Í starfi mínu sem fylkisstjóri vinn ég einnig að því að hrinda breytingum í framkvæmd. Við þurfum hagnýta umhverfisstefnu þar sem allir aðilar í samfélaginu öðlast hlutverk, þar á meðal atvinnulífið sem gegnir lykilhlutverki í umskiptum til vistvæns samfélags.“Tine Sundtoft leggur endanlegar tillögur sínar fyrir Norrænu ráðherranefndina á fyrsta ársfjórðungi 2018.TengiliðirHeidi OravaSími +45 21 71 71 48Netfang heor@norden.orgSatu ReijonenSími +45 33 96 02 00Netfang sare@norden.orgTine Sundtoft Sími +47 95 02 02 65 Netfang tine.sundtoft@vaf.no

Continue Reading→

Kynningarfundur um plöntuverndarvörur - endurmenntun

Fundurinn verður haldinn þann 26. janúar 2017, kl. 14-16, í húsakynnum Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24 á 5. hæð.

Continue Reading→

„Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær málþingið „Green to Scale“ í Norræna húsinu þar sem kynntar voru norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.Norræna „Green to Scale“ verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22) í nóvember síðastliðnum. Á málþinginu kom fram að með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki heims dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga.Sagði ráðherra að ljóst væri að kostnaðurinn við að halda að sér höndum í loftslagsmálum væri miklu meiri en kostnaðurinn við að grípa til aðgerða. Hún vildi að Ísland yrði leiðandi í því að nýta loftslagsvænar lausnir: „Til þess að það verði að veruleika þurfum við leiðtoga sem beita sér fyrir slíkum lausnum - í borgum og sveitum, í skólum og atvinnulífi. Við þurfum alla með.“Á málþinginu kynnti Oras Tynkkynen, ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá SITRA,  Nýsköpunarsjóði Finnlands, rannsóknarniðurstöður „Nordic Green to Scale“ verkefnisins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um þær íslensku loftslagslausnir sem sérstaklega eru tilgreindar í verkefninu. Þá voru flutt stutt örerindi um loftslagsmarkmið Reykjavíkurborgar, um umbreytingu koltvísýrings í endurnýjanlegt eldsneyti hjá Carbon Recycling International og um CarbFix verkefnið svokallaða sem gengur út á að binda koltvísýring varanlega í jarðlögum.  Að loknum fyrirlestrum voru líflegar pallborðsumræður.Málþingið var haldið í Norræna húsinu í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus og var endurtekið í Hofi á Akureyri í dag.  Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um norrænarloftslagslausnir: Green to Scale 

Continue Reading→

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.Síðastliðin ár hefur Steinar unnið sem verkefnisstjóri hálendisverkefnis Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar sem er samvinnuverkefni náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar og snýr að vernd miðhálendisins. Steinar er jafnframt formaður FUMÍ, félags umhverfisfræðinga á Íslandi.Steinar er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund, BA-próf í stjórnmálafræði með atvinnulífsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og mastersgráðu (MSc) í umhverfisstjórnun- og stefnumótun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Steinar hefur auk þess lokið fréttamannaprófi Ríkisútvarpsins.Steinar hefur m.a. starfað sem leiðbeinandi á leikskóla, blaðamaður á Fréttablaðinu, verkefnastjóri í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli og sem sérfræðingur hjá Útlendingastofnun. Steinar er giftur Soffíu Erlu Einarsdóttur ráðgjafa á meðferðarstöðinni Stuðlum og eiga þau tvo drengi. Þórunn Pétursdóttir nam umhverfisfræði við Garðyrkjuskóla ríkisins og landfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu (MSc) í landgræðsluvistfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka doktorsgráðu í landgræðsluvistfræði frá sama skóla. Þórunn hefur víðtæka reynslu á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála. Hún sat um árabil í stjórn Landverndar og var í fyrstu stjórn Vatnajökulsþjóðgarðar. Hún hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins frá árinu 2003 og sinnt þar fjölbreyttum verkefnum, fyrst sem héraðsfulltrúi á Vesturlandi en síðar sem sérfræðingur, m.a. á sviði sjálfbærni og vistheimtar. Þá hefur hún tekið þátt í margvíslegum samstarfsverkefnum, innlendum sem og erlendum, sem tengjast m.a. auðlindanýtingu og umhverfisvernd. Á árunum 2010 – 2013 var Þórunn í rannsóknarnámsstöðu hjá Institute of Environment and Sustainability sem er ein af rannsóknarstofnunum Framkvæmdaráðs Evrópusambandsins. Þórunn er í sambúð og á fjögur börn og tvö barnabörn.

Continue Reading→

Hreindýrakvóti 2017

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Continue Reading→

Nýjar reglur um heimagistingu

Komin er út reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Continue Reading→

Landvarðanámskeið 2017

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu.

Continue Reading→

Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu síðdegis.Björt var kosin alþingismaður fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013.Hún er fædd 2. mars 1983. Eiginmaður hennar er Birgir Viðarsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Björt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.Björt hefur m.a. starfað sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala og við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun. Hún starfaði sem mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011 – 2013 og var formaður Geðhjálpar á sama tímabili.Stefnuyfirlýsingríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Continue Reading→

Protected: Stjórnarsáttmálinn

There is no excerpt because this is a protected post.

Continue Reading→

Áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.

Eins og fram hefur komið í almennum tilmælum Umhverfisstofnunar frá síðasta ári um dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum inniheldur kurl sem unnið er úr hjólbörðum hættuleg efni í litlu magni.

Continue Reading→

Atvik í Helguvík

Umhverfisstofnun vinnur að athugun á atviki í verksmiðju Sameinaðs sílikons hf

Continue Reading→

Leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis uppfærðar

Í desember 2016 uppfærði Umhverfisstofnun leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis

Continue Reading→

Kynningarfundur vegna starfsleyfis Thorsil ehf.

Umhverfisstofnun framlengir hér með frest til athugasemda vegna starfsleyfistillögu kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf.

Continue Reading→

Stöðvun starfsemi - Hringrás hf., Reyðarfirði

Þann 21. desember s.l. stöðvaði Umhverfisstofnun tímabundið starfsemi Hringrásar hf. á Reyðarfirði

Continue Reading→

Laxar fiskeldi ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxar fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 500 tonnum á ári af laxaseiðum í fiskeldisstöð að Laxabraut 9, Þorlákshöfn.

Continue Reading→

71% ekki með notendaleyfi við kaup á plöntuverndarvörum

Umhverfisstofnun lauk nýverið eftirlitsverkefni þar sem kallað var eftir gögnum um sölu ársins 2015 á tilteknum varnarefnum

Continue Reading→
1 ... 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 ... 221