Search

Nýtt – Lífrænt vottað pasta framleitt á Íslandi

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.Þar sem Wirk var farinn að framleiða umframmagn af pasta, meira en hægt var að selja í Hreðavatnsskála, hóf hann að leita að söluaðila. Í gegnum krókaleiðir náði pastað bragðlaukum Karenar Jónsdóttur sem rekur Kaja organic og fyrstu lífrænt vottuðu verslanir á Íslandi; Matarbúr Kaju & Café Kaja á Akranesi og nýopnað Matarbúr Kaju við Óðinsgötu 18b í Reykjavík. Karen, sem annars er ekki mikið fyrir pasta, var svo hrifin af pastanu hans Wirk að hún setti sig í samband við hann og þau hófu samstarf.Eftir 4 mánaða vöruþróunarferli og leit að hárréttu lífrænu hráefnunum framleiðir Wirk nú pasta eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni og hefur fengið vottun á framleiðsluna frá Vottunarstofunni Túni.Wirk framleiðir margar mismunandi gerðir af pasta undir nafni Norðurárdals, með og án krydds. Í fyrstu fara 4 tegundir í dreifingu. Venjulegt pasta án krydda, pasta með engifer, pasta með chili og sítrónu og pasta með karrí og pasta með kókos. Allt pastað inniheldur lífrænt vottuðu eggin frá Nesbúi. Kaja organic ehf. sér um dreifingu á Norðurálsdals- pastanu.

Continue Reading→

Drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar, í samvinnu við forsætisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, eftir umsögnum um drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Í áætluninni er sett fram forgangsröðun verkefna sem lagt er til að ráðist verði í á árinu 2017, í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga sem Alþingi samþykkti  fyrr á árinu.Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti drögin á blaðamannafundi í dag. Áætlunin er undanfari 12 ára stefnumarkandi langtímaáætlunar og þriggja ára verkefnaáætlunar um sama efni sem leggja á fyrir Alþingi í formi þingsályktunar á næsta ári.Fjölmörg verkefni víða um land eru á áætlun ársins 2017 og má sjá yfirlit þeirra í viðaukum áðurnefndra skýrsludraga. Stærri verkefni eru Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi, Gestastofa á Kirkjubæjarklaustri og frekari uppbygging á Hakinu á Þingvöllum. Smærri og millistór verkefni, svo sem göngupallar, bílastæði og bætt salernisaðstaða, dreifast um allt land og í samræmi við álag á fjölsótta staði. Einnig er stefnt að aukningu í landvörslu.Ljóst er að uppsöfnuð þörf fyrir bætta aðstöðu á fjölsóttum stöðum og aukna landvörslu er mikil og halda þarf áfram á sömu braut með verkefnaáætlunum til þriggja ára í senn eins og kveðið er á um í lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.Viðamikil gagnaöflun og gagnavinnsla fór fram í sumar vegna áætlunarinnar af hálfu verkefnisstjórnar sem í sitja fulltrúar ráðuneytanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aflað var gagna frá viðkomandi fagstofnunum, þ.e. Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarði, Landgræðslu ríkisins, Skógræktinni, Minjastofnun, Þjóðminjasafni Íslands og forsætisráðuneytinu (þjóðlendur), auk allra sveitarfélaga landsins.Umsögnum um drögin að skammtímaáætluninni skal skilað fyrir 2. nóvember nk. á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.Náttúra, menningarminjar og ferðamenn – drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017 (pdf) 

Continue Reading→

Samstarfssamningur um Hekluskóga undirritaður

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri skrifuðu í dag undir fimm ára samning um áframhaldandi endurheimt Hekluskóga.  Árleg fjárveiting til verkefnisins er 27,5 milljónir.Stofnað var til Hekluskóga árið 2007. Meginmarkmið verkefnisins nú sem þá er að byggja upp skóga og kjarrlendi með birki og öðrum tegundum til að græða land og verjast náttúruvá á Hekluskógasvæðinu. Ýmis önnur jákvæð áhrif fylgja verkefninu s.s. aukin binding kolefnis í jarðvegi og gróðri og aukin líffræðileg fjölbreytni á svæðinu.Fjölmargir hafa komið að undirbúningi og framkvæmd Hekluskógaverkefnisins s.s. landeigendur á svæðinu, skógræktarfélög beggja vegna Þjórsár og Landbúnaðarháskóli Íslands. Innan Hekluskóga hefur verið unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum og má þar nefna fræsöfnun af birki til sáninga, nýtingu kjötmjöls til uppgræðslu, fjölþættar rannsóknir og samstarf við ýmis samtök og fyrirtæki um landbótaverkefni innan starfssvæðis Hekluskóga.Samningurinn sem var undirritaður í dag gildir til fimm ára og felur í sér að Skógræktin og Landgræðsla ríkisins annast framkvæmd verkefnisins og þar með talið samstarf við þá aðila sem að því koma.

Continue Reading→

Reglugerð um upprunamerkingar á kjöti væntanleg - til hagsbóta fyrir neytendur

Í því augnamiði að tryggja rétt neytenda til að vita frá hvaða landi þær kjötvörur eru sem þeir kaupa hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  sett fram drög að reglugerð þar sem að framleiðendum og innflytjendum er skylt að upprunamerkja kjötafurðir  af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Sambærilegar reglur eru nú þegar í gildi um upprunamerkingar á nautakjöti.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra; “Það hefur verið mér mikið kappsmál að vinna að bættum upprunamerkingum matvæla frá því ég kom í landbúnaðarráðuneytið, þessi reglugerð er liður í þeirri vinnu. Við eigum rétt á að vita hvaðan varan kemur sem við neytum. Neytendur verða því betur upplýstir en það vilja þeir ef marka má könnun sem gerð var 2014 en þar sögðu 83% að það skipti þá máli að vita upprunalandið. Þá setti ég einnig af stað vinnu um hvernig upplýsa megi neytendur um lyfjaleifar í matvöru, vonandi koma fram tillögur um það fljótlega.“Samkvæmt ákvæðum EES samningsins ber að tilkynna reglugerðina til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Berist ekki neikvæð umsögn innan þriggja mánaða getur Ísland látið reglugerðina taka gildi.  Miðað við þessar forsendur er reiknað með að reglugerðin taki gildi um miðjan janúarmánuð 2017. Matvælafyrirtæki fá þannig tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar. Reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum  

Continue Reading→

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA

Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Að mati samtakanna væru slík lög brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila. Framkvæmdaleyfi fyrir Bakkalínum, þar með talið umhverfismat frá 2010, eru nú í skoðun hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í fjórum kærumálum samtakanna. Nefndin stefnir að því að úrskurða í málunum í vikunni 10.-14. október[1]. Bakkalínufrumvarpið miðar annarsvegar að því að afturkalla framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna sem kærð voru og koma þannig í veg fyrir að úrskurðað verði í málinu og hinsvegar að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi fyrir línunum. Slík lög myndu kippa kæruréttinum úr sambandi og væru því brot á EES-samningnum, eins og fjöldi sérfræðinga[2] hefur bent Alþingi á. „Við ákváðum að leita strax til ESA með þetta mál og höfum fengið það staðfest að þau muni skoða málið ef og þá um leið og lögin yrðu samþykkt af Alþingi“, segir Ólafur Þröstur Stefánsson, formaður Fjöreggs í Mývatnssveit. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin séu einnig að kanna möguleikann á því að kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins og að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu verði frumvarpið samþykkt, en ráðgjöf hollenska lagaprófessorsins Kees Bastmeijer[3] til atvinnuveganefndar Alþingis er afdráttarlaus um að lögin séu líkleg til að fara gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. „Sú staðreynd að líklega eru bara ein til tvær vikur í úrskurð sýna einbeittan brotavilja stjórnvalda gegn náttúruvernd og umhverfisverndarsamtökum í landinu. Á sama tíma þegja þunnu hljóði þau yfirvöld sem bera ábyrgð á framfylgd umhverfis- og náttúruverndarlaga í landinu, þ.e.a.s. umhverfisráðuneytið og undirstofnanir þess“, segir Guðmundur Ingi.[1] http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2171.pdf.[2] http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2169.pdf. / http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2151.pdf. / http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2174.pdf.[3] http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2174.pdf.

Continue Reading→

Starfsleyfi gefið út fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í Helguvík

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

Continue Reading→

Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda úr sjóði fyrir nýja flugrekendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS)

Samkvæmt 19. gr laga um loftslagsmál nr. 70/2012 verður losunarheimildum úthlutað endurgjaldslaust til flugrekenda úr sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi á hverju viðskiptatímabili.

Continue Reading→

Stofnun samtaka norrænna heimsminjastaða

Um helgina voru stofnuð Samtök norrænna heimsminjastaða við hátíðlega athöfn á Þingvöllum.

Continue Reading→

Um gagnaskil vegna starfsleyfa

Yfirferð gagna sem rekstraraðilum ber skylda til að senda Umhverfisstofnun skv. starfsleyfum

Continue Reading→

Ragnheiður Elín sönn að ósannsögli

Stjórn Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, mótmælir fullyrðingu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins þann 21. september síðastliðinn, um að allra leiða hafa verið leitað til þess að ná deiluaðilum saman að lausnum vegna lagningar háspennulína frá Kröflu að Bakka.Stjórnvöld hafa ekkert samband haft við Fjöregg og má því kalla sáttaumleitanir ríkisstjórnarinnar sýndarviðræður þar sem vilji og skoðanir félagsins hafa verið virt að vettugi. Fjöregg er annar aðili að kæru vegna útgáfu framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps, ásamt Landvernd, vegna lagningar raflínu frá Kröflu að Þeistareykjum.Stjórn Fjöreggs krefst þess að iðnaðarráðherra dragi þessi ummæli til baka þar sem þau eiga ekki við rök að styðjast.Ennfremur harmar stjórn félagsins fyrirhugaða lagasetningu vegna málsins þar sem hún brýtur á rétti samtakanna til að fá skorið úr um lögmæti ákvarðana sveitarfélagsins í Bakkalínumálinu, og minnt er á að málið er nú þegar í lögformlegu ferli hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefndin á að njóta fyllsta sjálfstæðis í störfum sínum lögum samkvæmt. Með lagasetningu yrðu oöl völd tekin af nefndinni í þessu máli.

Continue Reading→

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fjallar nú um lögmæti framkvæmda við háspennulínur frá Kröflu að Bakka. Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit kærðu framkvæmdaleyfi sveitarfélaga fyrir lagningu raflína til nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna ákvarðana stjórnvalda. Lögum samkvæmt á úrskurðarnefndin að vera sjálfstæð í störfum sínum.Um mikil náttúruverndarverðmæti er að ræða á línuleiðinni, sem liggur um víðerni, svæði á náttúruminjaskrá og nútímahraun sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Framkvæmdir voru stöðvaðar á hluta leiðarinnar í sumar vegna kæru samtakanna á meðan úrskurðarnefndin lýkur störfum.Frumvarpið sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi myndi leyfa framkvæmdirnar og gera að engu kærur Landverndar og Fjöreggs. Þetta felur í sér grafalvarleg pólitísk afskipti framkvæmdavaldsins af störfum óháðrar úrskurðarnefndar. Spyrja má hvort stjórnvöld myndu grípa inn í störf dómstóla með sama hætti. Þessi gjörningur er aðför að réttarkerfinu, þrískiptingu valds og réttlátri málsmeðferð. Það er skýlaus réttur fólks að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir sjálfstæðan og óháðan aðila og fá úrskurð um lögmæti ákvarðana, í þessu tilviku úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Um er að ræða mannréttindi sem tryggð eru með Árósasamningnum og EES-samningnum þegar um umhverfisvernd er að tefla.Hugmyndum Landverndar og Fjöreggs um náttúruvænni leiðir fyrir raflínur á svæðinu sem ekki liggja yfir viðkvæm hraun hefur óðara verið hafnað án raunverulegrar skoðunar. Það hefur verið gert á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma.Ég skora á alþingismenn að hafna lagafrumvarpi sem leyfir byggingu háspennulína frá Kröflu að Bakka!

Continue Reading→

Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna 2016-2031

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út aðgerðaáætlun um notkun varnarefna sem gildir til ársins 2031

Continue Reading→

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets

Landsneti er skylt að veita Landvernd aðgang að samningi sínum við PCC um flutningslínur til  Bakka. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrri mánuði. Samningurinn ber að mati Landverndar vott um að of skammur tími hafi í upphafi verið ætlaður til  að standa við skuldbindingar um flutning raforku til PCC. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa undanfarin misseri látið reyna á réttmæti aðferða Landsnets við raflínulagnir til Bakka við Húsavík. Hafa loftlínuframkvæmdir Landsnets um Þeistareykjahraun, Leirhnjúkshraun og hverasvæðið við Þeistareyki þegar verið stöðvaðar af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Svæðin hafa mikið verndargildi og njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Landvernd vill láta skoða aðrar aðferðir við raflínulagnir sem hlífa þessum verndarsvæðum.  Í þessu augnamiði óskuðu samtökin einnig eftir að sjá efnisatriði samnings Landsnets við PCC frá mars 2015, meðal annars um tæknilega og kostnaðarlega þætti. Landsnet hafnaði því að afhenda umhverfisverndarsamtökunum ákveðna hluta samningsins. Þá neitun létu umhverfisverndarsamtökuin reyna á fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingarmál í júní 2015, en úrskurður féll í liðnum mánuði. Í stutti máli var fallist á kröfur Landverndar.  Í samningnum kemur fram að fyrsti afhendingardagur orku á Bakka er 1. nóvember 2017, en skrifað var undir samning PCC og Landsnets í mars 2015. Landsnet hafði því 2,5 ár til að standa við gerðan samning. Draga má í efa að gert hafi verið ráð fyrir nægum tíma í samningnum, ekki síst ef litið er til eftirfarandi þátta: óánægju umhverfisverndarsamtaka með umhverfisáhrif línanna,samningar höfðu og hafa ekki enn náðst við alla landeigendur (eignarnámsbeiðni var send atvinnuvegaráðuneyti í september 2015 sem enn hefur ekki úrskurðað um eignarnám),ekki er sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars 2016 og þau veitt í apríl og júní 2016,framkvæmdaleyfi eru kæranleg lögum samkvæmt í mánuð eftir útgáfu þeirra,málsmeðferðartími úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lögum samkvæmt sex mánuðir í stórum og flóknum málum, en hefur verið a.m.k. helmingi lengri í mörgum tilfellum.Landvernd fordæmir þá leyndarhyggju sem Landsnet ástundar í kringum hina lögbundnu starfsemi sína. Landsnet bar í þessu máli fyrir sig að um vinnugögn væri að ræða, upplýsingarnar vörðuðu þjóðaröryggi og að um viðskiptaleyndarmál væri að ræða auk þess sem fyrirtækið taldi lög um upplýsingar um umhverfismál ekki ná til samningsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á neitt þessara sjónarmiða. Fagnaðarefni er að æðri stjórnvöld átta sig á mikilvægi þess að almenningi sé ekki haldið frá upplýsingum sem geta skipt hann máli, ekki síst þegar um almannahagsmuni eins og náttúruvernd er að ræða. Lög um upplýsingar um umhverfismál hafa enn og aftur sannað gildi sitt.Samninginn við PCC má finna á vefsíðu Landverndar og hér í viðhengi ásamt úrskurði úrskurðarnefndarinnar.Samningur Úrskurður

Continue Reading→

Úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara árið 2015

Umhverfisstofnun hefur nýverið gert úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara á árinu 2015 með hliðsjón af gögnum frá Tollstjóra

Continue Reading→

Umboðsmaður Alþingis hunsaður og mælt fyrir lagabreytingu

Landvernd hefur lagt til breytingar á frumvarpi innanríkisráðherra um gjafsóknarákvæði einkamálalaga. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarp ráðherra útilokar með öllu möguleika umhverfisverndarsamtaka til gjafsóknar fyrir dómi. Á sama tíma dregur innanríkisráðherra úr hömlu að svara ítrekuðum fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna neitunar ráðuneytisins á veita Landvernd gjafsókn í dómsmáli sem samtökin reka fyrir Hæstarétti. Að mati Landverndar eru tafir ráðuneytisins í beinum tengslum við þær breytingar á gjafsóknarákvæðum sem nú eru til umræðu á Alþingi og bendir allt til að vilji ráðuneytisins standi til þess að lagasetningu ljúki áður en Umboðsmanni verði svarað. Meirihluti allsherjarnefndar hefur lagt til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.Í ítarlegum umsögnum Landverndar hafa samtökin rökstutt nauðsyn þess að halda inni heimild til að veita samtökum almennings gjafsókn þegar úrlausn mála hafa almenna þýðingu á sviði umhverfismála, líkt og var við lýði allt fram til ársins 2005. Sjónarmiðin voru kynnt innanríkisráðuneytinu í byrjun janúar á þessu ári og allsherjarnefnd Alþingis nú í haust. Með frumvarpi ráðherra er hinsvegar algerlega girt fyrir þessa gjafsóknarheimild. Að mati Landverndar mega lög ekki hafa slíkan fælingarmátt að aldrei reyni á umhverfisvernd fyrir dómi. Landvernd minnir á að í alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að er samtökum almennings falið mikilvægt hlutverk við vernd umhverfisins. Ekki er nægilegt að slík samtök hafi aðgang að stjórnsýslukærum við tilteknar aðstæður, heldur kann að koma til kasta dómstóla. Landvernd minnir í þessu sambandi á fullgildingu Íslands 2011 á Árósasamningi um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings og réttlátri málsmeðferð. Að mati Landverndar væri samþykkt frumvarpsins brot á þeim samningi og EES samningnum.Álit meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar liggur nú fyrir. Landvernd fellst ekki á þá afgreiðslu, en hún er samhljóða athugasemdum innanríkisráðuneytis. Samþykkt frumvarps innanríkisráðherra myndi ekki aðeins gera umhverfisverndarsamtökum algerlega ókleift að fá gjafsókn fyrir dómi heldur eru tekjuviðmið fyrir gjafsókn til einstaklinga svo lág að jafnvel einstaklingar á atvinnuleysisbótum eru of tekjuháir til að fá gjafsókn, hvort sem málin hafa þýðingu fyrir almenning eða ekki. Við slíkar aðstæður er augljóst að fá eða engin mál fara til dómstóla þar sem umhverfisvernd er undir. Það getur ekki verið vilji Alþingis að samþykkja slíka löggjöf, þegar umhverfisvernd er undir.Landvernd hvetur alþingismenn til að leggjast gegn samþykkt óbreytts frumvarps og krefur jafnframt innanríkisráðuneyti skýringa á þeim töfum sem orðið hafa við afgreiðslu erindis Umboðsmanns Alþingis í gjafsóknarmáli Landverndar.Sjá tímalínu um málið hér að neðan:Tímalína í gjafsóknarmáli Landverndar vegna stefnu á hendur Landsneti hf.Unnið í janúar 2016 – GIG Landvernd.Uppfært 19. september 2016.201526. feb. Landvernd sækir um gjafsókn í dómsmáli sínu gegn Landsneti.29. apr. Synjun innanríkisráðuneytis (INN) á gjafsóknarumsókn Landverndar.11. jún.  Landvernd kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar INN31. ág.  Umboðsmaður tekur málið upp og sendir INN erindi.7. okt.   Bréf frá umboðsmanni um að frestur INN til andsvara hafi verið lengdur til 16. október 2015.9. nóv.   Umboðsmaður ítrekar erindi sitt til INN.16. des. INN birtir drög að frumvarpi til breytinga á gjafsóknarákvæðum einkamálalaga (eml). Breytingarnar myndu útiloka að félagasamtök eins og Landvernd fengju gjafsókn (Ath! Árósasamningurinn kveður á um að félagasamtök eigi að eiga greiðan og ekki of kostnaðarsama leið til að fá skorið úr um mál er varða umhverfisvernd).201611. jan.  Landvernd sendir inn umsögn um frumvarpsdrög eml til INN.11. jan.  Umboðsmaður ítrekar enn erindi sitt til INN.21. jan.  Morgunblaðið fjallar um málið.21. jan.  INNi tekur gjafsóknarbeiðni Landverndar til nýrrar meðferðar.25. jan.  Umboðsmaður tilkynnir að hann hafi lokið athugun sinni þar sem INN hyggist taka málið upp að nýju.3. mar.   INN hafnar á ný gjafsóknarumsókn Landverndar4. apr.    Innanríkisráðherra leggur fram á Alþingi frumvarp um breytingar á gjafsóknarákvæðum.22. apr.  Landvernd kvartar á nýjan leik til Umboðsmanns.7. jún.    Umboðsmaður tekur málið upp og óskar eftir sjónarmiðum INN.1. júl.     Frestur INN til að svara Umboðsmanni framlengdur til 20. ágúst.23. ágú. Innanríkisráðherra mælir á Alþingi fyrir frumvarpi til breytinga á gjafsóknarákvæðum.1. sep.   Landvernd sendir allsherjar - og menntamálanefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp INN.7. sep.   Umboðsmaður ítrekar erindi sitt til INN8. sep.   Landvernd gerir grein fyrir afstöðu sinni til frumvarpsins á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.15. sep. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar skilar áliti sínu vegna frumvarps INN.19. sep. Önnur umræða um frumvarp INN á dagskrá þingfundar Alþingis.

Continue Reading→

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru

Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um íslenska nátttúru.Dagur íslenskrar náttúru var síðan haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti þ. 16. september 2011.Mér finnst mikilvægt að fólk muni eftir því að dagur íslenskrar náttúru er ekki bara til að flagga fallegum myndum af höfuðdjásni okkar, náttúrunni sjálfri heldur er hann til að minna okkur á að við erum fyrst og fremst gæslumenn hennar og verðum að vernda hana fyrir ágangi pólitískra afla sem hirða aðeins um notin en skilja ekki að við erum aðeins hér í stuttan tíma og berum mikla ábyrgð á að skila náttúrunni óskaddaðri til næstu kynslóða.Ríkisstjórnin sem nú situr við völd hefur ekki staðið sig vel í þessum efnum, því leyfi ég mér að halda fram og falleg orð á tillidögum bæta þar engu um. Fjárframlög til náttúruverndar væru til skammar hvaða lýðræðisríki sem er og pólitískar ákvarðanir sem hafa með náttúruna að gera eru oftar en ekki hrikalega skammsýnar og litaðar af flokkspólitískri refskák. Rammaáætlun hundsuð og nú var umhverfisráðherra að vísa henni til atvinnuveganefndar frá umhverfisnefnd, sem lýsir áherslum ráðherra vel. Ríkisstjórnin leitar nú leiða til að hundsa náttúruverndaráætlun og vill setja lög vegna úrskurðar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem setti bann á lagningu loftlína frá Kröflu að Bakka. Græna hagkerfinu var auðvitað stungið undir stól af fv. forsætisráðherra, eða réttar sagt, útdeild til vina og vandamanna án umsókna. Allt upp á sömu bókina lært á þeim bæ og mikið fagnaðarefni að við fáum tækifæri til að losa okkur við þessa óstjórn í kosningum í næsta mánuði. Þjóðin er orðin þroskaðari en svo að hún sætti sig við þessi afdalavinnubrögð lengur. Íslendingar elska náttúruna í raun og veru. Það hafa skoðankannanir og báðir þjóðfundirnir leitt í ljós svo ekki verður um villst.Náttúran.is fagnar degi íslenskrar náttúru með því að halda áfram starfsemi, þrátt fyrir að ráðuneyti umhverfisins og ráðuneyti ferðamála hafi ákveðið að styðja ekki við starfsemi okkar og þrátt fyrir að erfitt sé að fá framámenn ferðamála til að skilja að við séum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að auka vægi sjálfbærni í ferðamennsku, einmitt það sem kallað er eftir úr öllum áttum og gríðarleg þörf er á en fátt er gert í nema að efna til einnar ráðstefnunnar á fætur annarri og draga málin á langin.Til hamingju með dag íslenskrar náttúru elsku þjóð og Ómar, til hamingju með afmælið !

Continue Reading→

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit

Landvernd undrast fréttir af mögulegum pólitískum afskiptum ríkisstjórnar Íslands af máli sem rekið er fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna loftlína frá Kröflu að Bakka. Ríkisstjórn getur ekki haft áhrif á ákvarðanir óháðra úrskurðarnefnda eða dómstóla og Alþingi ekki breytt lögum afturvirkt, svo sem hugmyndir eru uppi um. Öll slík íhlutun væri einnig brot á alþjóðasamningum og rétti almennings til endurskoðunar ákvarðana um umhverfismál.  Brot á alþjóðasamningum Sú hugmynd hefur verið viðruð af ríkisstjórninni að breyta náttúruverndarlögum afturvirkt til þess að verkefni sem komin voru af stað fyrir gildistöku laganna í nóvember 2015 verði ekki stöðvuð. Samþykki Alþingi sértæka eftiráaðgerð væri það fordæmalaust brot á skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðasamningum, þ.m.t. EES-samningnum og Árósasamningnum. Með fullgildingu Íslands á Árósasamningnum fyrir fimm árum skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til þess að tryggja að óháður úrskurðaraðili eða dómstóll endurskoði leyfi til framkvæmda. Sú endurskoðun er á valdsviði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem stefnir að því að úrskurða í málunum er varða línurnar til Bakka í næsta mánuði. Efnislega fjalla málin um lögmæti leyfisveitinga sveitarfélaga frá apríl og júní á þessu ári. Einungis þau lög er þá giltu verða lögð til grundvallar úrskurða í þeim málum, ekki seinni tíma löggjöf.   Kröfum um náttúruvernd ekki mættÁ síðustu 14 árum hefur Landvernd margítrekað gert athugasemdir við umhverfismat og skipulag vegna framkvæmda á Þeistareykjum, við Kröflu og háspennulínur að Bakka. Mikilvægir náttúruverndarhagsmunir eru á svæðinu og lagaákvæði um verndun nútímahrauna hefur verið í gildi allt frá síðustu öld.  Fyrir hálfu öðru ári fóru samtökin formlega fram á að fleiri valkostir yrðu skoðaðir með nýju umhverfismati raflína frá Kröflu að Bakka. Forsendur höfðu þá gjörbreyst frá umhverfismati 2010 vegna minni raforkuþarfar á Bakka og tækniframfara í lagningu jarðstrengja. Ekki var hlustað á kröfur og ábendingar Landverndar. Landvernd beitti síðan kærurétti sínum um leið og lög leyfðu, það er þegar sveitarfélögin gáfu leyfi fyrir framkvæmdum í vor og sumar.  Tómlæti Landsnets Að mati Landverndar þarf Landsnet að svara fyrir það hve seint sótt var um framkvæmdaleyfi. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári, eftir að Landsnet hafði boðið út framkvæmdirnar. Miðað við alvarleika málsins og forsögu mátti Landsnet búast við kæru frá umhverfisverndarsamtökum og/eða landeigendum. Landsnet hefur haft miklu meira en nægan tíma til að skoða aðra valkosti í línulögnum. Fyrirtækinu er skylt að horfa til umhverfissjónarmiða. Ábyrgð Landsnets á stöðu mála er mikil og undrast Landvernd tómlæti fyrirtækisins þegar svo miklir fjárhagslegir hagsmunir eru sagðir vera í húfi.Standi vilji til þess að finna lausn á þessu máli áður en niðurstaða úrskurðarnefndarinnar liggur fyrir, liggur beinast við að Landsnet komi fram með tillögur að línulögnum og -leiðum sem hlífa hraununum. Þrátt fyrir það láta tillögur frá fyrirtækinu enn á sér standa, tveimur og hálfum mánuði eftir að fyrsti úrskurðurinn um stöðvun framkvæmda var kveðinn upp í þessum málum. 

Continue Reading→

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2016

Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár verði með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár. Munu því veiðidagar rjúpu í ár verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember 2016.

Continue Reading→

Tillögur Umhverfisstofnunar um fyrirkomulag rjúpnaveiða

Umhverfisstofnun hefur sent tillögur sínar um fyrirkomulag rjúpnaveiða í samræmi við lög 64/1994 til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Continue Reading→

Saman gegn sóun - sýning í Perlunni

Föstudaginn 9. september nk. verður sýning undir heitinu „Saman gegn sóun 2016“ haldin í Perlunni auk þess sem samnefnd ráðstefna verður haldin í Nauthóli.Sýningin „Saman gegn sóun“ opnar föstudaginn 9. september kl. 14:00 og er opin til kl. 18:00. Á laugardeginum 10. september opnar sýningin kl. 12:00 og lýkur kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis.Umhverfisstofnun og FENÚR hafa veg og vanda að ráðstefnunnni og sýningunni en Náttúran.is tekur þátt í sýningunni og kynnir Húsið og Endurvinnslukortið.Aðrir þátttakendur eru Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg,  SORPA bs., Endurvinnslan, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Fura, Grænir skárar, Molta, Hópsnes, Lífdísill, Ver, Fríorka, Resource Iceland, ON, og Orkusalan.Sjáumst í Kringlunni! 

Continue Reading→

Merkingum á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum ábótavant í helmingi tilfella

Á haustmánuðum 2015 stóð Umhverfisstofnun fyrir eftirliti með hættulegum efnavörum í matvöruverslunum. Eftirlitið náði til 13 verslana og 4 birgja víða um landið. Verkefnið var yfirgripsmikið og úrvinnsla þess tók langan tíma. Alls voru 108 vörur í úrtaki og reyndist helmingur þeirra vera án frávika, á meðan gera þurfti kröfur um úrbætur á merkingum fyrir hinn helming varanna.

Continue Reading→

Vöktun á rusli á ströndum hófst í sumar

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum hér á landi nú í sumar. Vaktað var fyrirfram afmarkað svæði á hverri strönd og er megin tilgangur vöktunarinnar að reyna að finna út hver uppruni ruslsins er, meta það magn sem safnast fyrir yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja ruslið.

Continue Reading→

Notkun vélknúinna ökutækja við leitir

Umhverfisstofnun vill minna á að bannað er aka vélknúnum ökutækjum utan vega og varðar ólögmætur akstur utan vega refsingu.

Continue Reading→
1 ... 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 ... 217