Search

Ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Íslands um vöntun á loftslagsstefnu stjórnvalda

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands haldinn Reykjavíkur-Akademíunni 22. ágúst 2016, lýsir eftir loftslagsstefnu stjórnvalda.Við undirbúning og eftirfylgd Parísarráðstefnunnar hafa íslensk stjórnvöld ekki kynnt skýr markmið um hversu mikið Ísland hyggst draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (ghl) á tímabilinu 2021–2030. Einungis hefur komið fram að Ísland muni taka þátt í sameiginlegu markmið aðildarríkja ESB um samdrátt í losun ghl. um 40% fyrir árið 2030, miðað við 1990.Nýjustu skýrslur umhverfisyfirvalda sýna að frá 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist verulega hér á landi. Losun vegna flutninga á vegum hefur aukist um 50%, losun frá samgöngum í heild hefur aukist um 39% og losun frá úrgangi hefur aukist um 35%.Bílainnflutningur slær nú öll met, ekki síst innflutningur á stærri gerðum lúxusbíla sem menga mikið. Þessir bílar verða á götunum árið 2030 þegar skuldbindingartímabil Parísar-samkomulagsins lýkur. Engin stefna hefur verið mótuð til að hafa áhrif á þessa þróun.Þrátt fyrir þann góða árangur sem náðist á Parísar-ráðstefnunni er vert að hafa í huga að markmið þess um samdrátt duga ekki til að halda hlýnun andrúmsloftsins undir 2°C að meðaltali líkt og samþykkt var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009, hvað þá 1,5°C líkt og Parísar-samkomulagið kveður á um. Í besta falli mun Parísar-samkomulagið, í núverandi mynd, takmarka hlýnunina við 2,7 gráður.Með öðrum orðum; aðildarríki loftslagssamningsins verða að gera enn betur ef þau ætla að halda hlýnun undir 2°C, sem í tilfelli Evrópusambandsins felur í sér 55% samdrátt fyrir árið 2030.Íslenskir ráðamenn halda því mjög á lofti að hlutfall hreinnar orku á Íslandi sé hið hæsta í heimi, eða 71%. Í Noregi er hlutfallið 69%. Engu að síður hafa norsk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni draga úr losun um 40%, óháð samningum við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði þess um 40% samdrátt.Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands áréttar kröfu sína um að stjórnvöld móti sér skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum og kynni markmið sín opinberlega, hið fyrsta.

Continue Reading→

Saman gegn sóun 2016

FENÚR og Umhverfisstofnun standa að ráðstefnunni Saman gegn sóun 2016 föstudaginn 9. september 2016 í Nauthóli. Sýning í Perlunni hefst svo klukkan 14:00.

Continue Reading→

Opinn dagur í Skaftholti

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.Að Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar.Í kúabúi Skaftholts, þar sem mjólkin er gerilsneydd á staðnum, er einnig rekin ostagerð.Í Skaftholti er ræktað fjölbreytt úrval grænmetis. Einnig er framleiitt nautakjöt og kindakjöt í Skafholti. Öll framleiðslan er vottuð lífræn frá Vottunarstofunni Túni.Skaftholt á Grænum síðum.

Continue Reading→

Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir afhendingu tillagna verkefnisstjórnar mikil tímamót. „Þetta er í fyrsta sinn sem lögð er fram tillaga sem er unnin að öllu leyti í samræmi við lög um rammaáætlun sem tóku gildi að fullu árið 2013. „Ekki er síður ánægjulegt að tímaáætlun og ferlið sem lagt var upp með stóðst. Þessu ber að fagna og á verkefnastjórn rammaáætlunar þakkir skildar fyrir sitt framlag.“Verkefnisstjórn leggur til að átta nýir virkjunarkostir bætist í orkunýtingarflokk áætlunarinnar, þ.e. Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurgilsvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Um er að ræða fjórar vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarðhitavirkjanir með uppsett afl allt að 280 MW og einn vindlund með uppsett afl allt að 100 MW. Ekki eru lagðar til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru í orkunýtingarflokki en þeir eru alls tíu talsins. Samtals er því lagt til að átján virkjunarkostir verði flokkaðir í orkunýtingarflokk og hafa þeir samtals 1421 MW uppsett afl. Með þessari tillögu verkefnisstjórnar aukast möguleikar á orkuvinnslu um sem nemur tæpum 50% í jarðvarmaafli og um rúm 150% í vatnsafli frá 2. áfanga rammaáætlunar.Í verndarflokk bætast við fjögur landsvæði með tíu virkjunarkostum, þ.e. Skatastaðavirkjunum C og D, Villinganesvirkjun, Blöndu – veitu úr Vestari Jökulsá, Fljótshnjúksvirkjun, Hrafnabjargavirkjunum A, B og C, Búlandsvirkjun og Kjalölduveitu. Allir nýir virkjunarkostir á landsvæðum í verndarflokki eru vatnsaflsvirkjanir. Ekki eru lagðar til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru í verndarflokki en þeir eru sextán talsins. Samtals er því lagt til að 26 virkjunarkostir verði flokkaðir í verndarflokk.Þrjátíu og átta virkjunarkostir eru í biðflokki og hafa tíu bæst við þann flokk frá fyrri áfanga. Þar af eru fjórir virkjunarkostir í jarðvarma (Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun og Fremrinámar), fimm í vatnsafli (Hólmsárvirkjun án miðlunar, Hólmsárvirkjun neðri við Atley, Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Stóra-Laxá) og einn í vindorku (Búrfellslundur).Sjá skýrsluna í fullri lengt hér. Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar 2013 - 2017

Continue Reading→

Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.

Continue Reading→

Nefnd sem skoðar forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs tekin til starfa

Nefnd, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað og falið hefur verið að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu, hefur tekið til starfa. Nefndin á að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Continue Reading→

Stjórnunar- og verndaráætlun Gullfoss

Umhverfisstofnun minnir á að frestur til að skila inn athugasemdum vegna stjórnunar- og verndaráætlunar friðlandsins við Gullfoss rennur út þann 31. ágúst næstkomandi.

Continue Reading→

Vegna framkvæmda við loftlínur milli Kröflu og Bakka

Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets hf. frá í gær, 22. ágúst, ítrekar Landvernd fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Skoða þarf bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hf. hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða. Núverandi umhverfismat er úrelt og tekur ekki til slíkra valkosta. Aðeins með nýju umhverfismati fæst raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum. Nýtt umhverfismat er því grundvallarkrafa.Landvernd hafnar því að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Þó svo að verksmiðjan kunni að tvöfaldast í ófyrirséðri framtíð, réttlætir það ekki svo stóra línu og minni línur duga, eins og útreikningar Landsnets hf. sýna í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.

Continue Reading→

Matarbúr Kaju opnar lífræna verslun í miðbæ Reykjavíkur

Matarbúr Kaju, við Kirkjubraut á Akranesi er fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi en hún fagnar 2ja ára afmæli sínu þ. 23. ágúst 2016. Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Kaja opnaðið kaffihúsið Café Kaja, við Kirkjubraut þ. 8. júní sl. og er það í ferli til að fá lífræna vottun.En Kaja færir út kvíarnar því á næstunni opnar Matarbúr Kaju útibú í miðbæ Reykjavíkur, að Óðinsgötu 8b, í sama húsnæði og Frú Lauga var síðast ti húsa og er verslunin í ferli til að fá lífræna vottun.Í Matarbúri Kaju er hægt að kaupa úrval af lífrænt vottuðum matvörum og þurrvörum í vörulínu Kaju eftir vigt og/eða í ílát sem viðskiptavinir koma með sjálfir en einnig er hægt að kaupa vörurnar pakkaðar.Vörulínu Kaju er pakkað í umhverfisvænar umbúðir, á Akranesi og eru allar umbúðir prentaðar hér á landi og er pökkunin handvirk.Notaðir eru „gluggalausir“ bréfpokar, þ.e. úr hreinum pappír og eru því endurvinnanlegar. Kaja kýs að nota einungis plast þegar brýna nauðsyn ber til. Í þeim tilfellum sem pakkað er í plast eru hráefnin sérlega olíurík eða viðhalda þarf réttu rakastigi.Plastpokarnir sem Kaja notar eru nýjir af nálinni og brotna niður eftir eitt ár vegna ákveðins íblöndunarefnis. Vottunarstofan Tún hefur samþykkt pökkun í þessa tegund plasts en Vottunarstofan Tún vottar alla pökkun vörulínu Kaja en vörurnar sjálfar bera að sjálfsögðu einnig lífræna vottun.Sjá Kaja á Facebook. 

Continue Reading→

Starfsleyfi gefið út fyrir Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal til reksturs á fiskeldi á Hólum í Hjaltadal

Continue Reading→

Veiðitímabil á grágæsum og heiðagæsum að hefjast

Veiðar á grágæsum og heiðagæsum hefjast laugardaginn 20. ágúst næstkomandi.

Continue Reading→

Könnun á plastmerkingum umbúða - Skortur er á merkingum umbúða

Um 30% plastumbúða utan um íslenskar mat- og hreinlætisvörur bera skyldubundið merki sem segir til um plasttegund umbúðar.

Continue Reading→

Skóflustunga tekin að þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í gær á Hellissandi. Þá setti ráðherra málþing um framtíð Þjóðgarðsins í kjölfarið.Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2001 og fimm árum síðar var efnt til opinnar samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Hönnun hefur því legið fyrir um nokkurt skeið og er byggingunni ætlað að uppfylla allar þarfir þjóðgarðsmiðstöðvar, bæði hvað varðar upplýsingagjöf, þjónustu og fræðslu til gesta, auk starfsaðstöðu fyrir rekstur þjóðgarðsins sjálfs. Meðal viðstaddra voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Sædís Heiðarsdóttir, sem aðstoðaði ráðherra við skóflustunguna, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.Við athöfnina sagði ráðherra að með byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar yrðu innviðir þjóðgarðsins Snæfellsjökuls styrktir, þetta yrði lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og að með henni yrði þjóðgarðurinn betur í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Yfirskrift málþingsins sem haldið var í Röst á Hellissandi í kjölfar skóflustungunnar var „Þjóðgarður á leið til framtíðar“ en auk ráðherra tóku þar til máls, Kristinn Jónasson, bæjastjóri Snæfellsbæjar, Sturla Böðvarsson, bæjastjóri Stykkishólms, Ragnhildur Sigurðardóttir, Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, Kristín Huld Sigurðardóttir, Minjastofnun, Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður og Sæmundur Kristjánsson, sagnaþulur og svæðisleiðsögumaður.Í ávarpi sínu beindi ráðherra sjónum að fjölbreyttri náttúru og menningarminjum á Snæfellsnesi, mikilvægi þessa að vernda og tryggja sjálfbæra nýtingu jafnframt því að draga fram að þjóðgarðssvæðið byði upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og ferðaþjónustu. „Það er brýnt að huga tímanlega vel að skipulagi til að dreifa ferðamannastraumnum með spennandi ferðamannaleiðum og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni,“ sagði ráðherra.

Continue Reading→

Skóflustunga tekin að þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í gær á Hellissandi. Þá setti ráðherra málþing um framtíð Þjóðgarðsins í kjölfarið.

Continue Reading→

Ráðherra opnar sýningu á Brjánslæk um Surtarbrandsgil

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði í dag sýningu um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestbústaðinum á Brjánslæk.

Continue Reading→

Ofanflóðavarnargarður vígður á Bíldudal

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega snjóflóðamannvirki við Búðargil á Bíldudal í gær.  Þar með er lokið fyrsta áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal.

Continue Reading→

Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi og málstofa

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur skóflustungu að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul föstudaginn 12. ágúst næstkomandi.

Continue Reading→

Hörputurn – lífrænn úrgangur

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima. Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir.Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana.Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem m.a. er upplýst um fjölda heimilismanna, hve langan tíma tók að fylla turninn og hver upplifun þátttakkenda var af því að farga lífrænum úrgangi á þennan hátt.Óskað er eftir 4 þátttakendum.  Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is eða í síma 430 4700.

Continue Reading→

Dagur þolmarka jarðarinnar færist sífellt framar á árið

Í ár var 8. ágúst skilgreindur sem dagur þolmarka jarðarinnar en það er sá dagur ársins þegar við höfum notað jafn mikið af auðlindum og jörðin getur framleitt árlega

Continue Reading→

Sjálfboðaliðar að störfum við Hraunfossa

Dagana 7 og 8 júli var hópur sjálfboðaliða að störfum við Hraunfossa

Continue Reading→

Færsla starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð í Vestmannaeyjum

Umhverfisstofnun hefur, í samræmi við 2. mgr. 27. gr. í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, fallist á færslu starfsleyfis

Continue Reading→

Innköllun á tveimur gerðum Nioxin 1 hársnyrtivara

Umhverfisstofnun vekur athygli neytenda á því að Halldór Jónsson ehf. hefur innkallað Nioxin Cleanser no 1 fine hair 300 ml og Nioxin Scalp Treatment no 1 fine hair 100 ml.

Continue Reading→

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk

Landvernd hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar athugasemdir sínar vegna tillögu að flokkun virkjunarhugmynda í 3. áfanga áætlunarinnar. Landvernd leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að hægja verulega á eða stöðva uppbyggingu frekari stórvirkjana hérlendis, a.m.k. þar til fyrir liggur ígrunduð orkustefna sem m.a. tiltekur hvað megi virkja mikið á næstu árum / áratugum, hvenær réttlætanlegt er að ráðast í stórvirkjun (t.d. við hvaða efnahagsskilyrði og arðsemismörk), í hvað nota skuli orkuna og hvaða lágmarksarð skuli greiða af orkuauðlindum. Þar til þetta liggur fyrir eru engar forsendur til að flokka svo margar virkjunarhugmyndir í orkunýtingarflokk og tillaga verkefnisstjórnar gerir ráð fyrir Landvernd fagnar því að þremur stórum vatnasviðum, Héraðsvötnunum í Skagafirði, Skaftá og Skjálfandafljóti, er raðað í verndarflokk. Landvernd telur þó að fleiri svæði en drög verkefnisstjórnar gera ráð fyrir beri að setja í verndarflokk, ekki síst vatnasvið Hólmsár sem hlaut fjórða hæsta verðmætamatið í röðun faghópa. Vatnasvið Hvítár og jarðhitasvæðin á Krýsuvíkursvæðinu og í nágrenni Hengladala hljóta líka verðmætamatseinkunn yfir meðalgildi, en raðast samt ýmis í biðflokk eða nýtingarflokk. Landvernd telur að leiðrétta þurfi flokkun þessara svæða.Það er mat Landverndar að sérstakt verðmæti (ómetanleiki) sé fólgið í verndun miðhálendis Íslands og möguleikum á stofnun þjóðgarðs. Þá séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í verndun svæðisins með vísan til náttúruverndarlaga. Það sama gildi um Reykjanesfólkvang og mögulegt verndarsvæði í Hengladölum. Að mati Landverndar þarf að taka aukið tillit til þessara þátta við röðun verkefnisstjórnar og setja virkjunarhugmyndir á þessum svæðum í verndarflokk rammaáætlunar.Landvernd leggur því sérstaka áherslu á að allar virkjunarhugmyndir inn á miðhálendi Íslands fari í verndarflokk og þar verði stofnaður þjóðgarður. Ekki var búið að stofna nefnd umhverfis- og auðlindaráðherra sem ætlað er að kanna forsendur fyrir þjóðgarði á svæðinu þegar verkefnisstjórn lauk við skýrsludrög sín þann 11. maí sl. Ljóst er að þetta breytir forsendum röðunar allra virkjunarhugmynda á hálendinu og ættu þær hið minnsta að fara í biðflokk meðan þjóðgarður á svæðinu er til skoðunar. Landvernd gerir verulegar athugasemdir við flokkun virkjunarhugmynda á Reykjanesskaga, en með drögum verkefnisstjórnar eru langflest svæði þar komin í nýtingarflokk. Allt eru þetta jarðvarmavirkjanir, en óvissa ríkir m.a. um sjálfbærni slíkra virkjana og langtíma heilsufarsleg áhrif brennisteinsvetnis. Nýleg doktorsritgerð hérlendis bendir til þess að þau áhrif gætu verið alvarlegri en áður var vitað. Þá er svæðið, ekki síst Reykjanesfólkvangur, vinsælt útivistarsvæði í næsta nágrenni stærsta þéttbýlissvæðis á Íslandi og á Reykjanesskaga má finna óbyggð víðerni sem er afar sérstætt í svo miklu návígi við þéttbýlt höfuðborgarsvæðið.Landvernd gerir athugasemdir við flokkun Urriðafossvirkjunar og Holtavirkjunar í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk, en að mati samtakanna skortir rannsóknir á samfélagslegum áhrifum þeirra og enn er mikil óvissa um áhrif þeirra á hinn stóra laxastofn sem í ánni finnst.Landvernd gerir einnig alvarlega athugasemd við röðun Austurgilsvirkjunar í nýtingarflokk án þess að verðmætamat hafi farið fram á henni. Þrátt fyrir að verkefnisstjórn taki fram að flokkun virkjunarhugmyndarinnar sé gerð með fyrirvara um verðmætamat, telur Landvernd hana ekki hafa forsendur til að flokka hugmyndina með þessum hætti og að þar sé í raun um skýrt brot á verklagi að ræða. Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun munu hafa mikil neikvæð áhrif á víðerni, vatnafar og ásýnd lands og eyðibyggða á austanverðum Vestfjörðum.Umsögn Landverndar má finna hér að neðan.http://landvernd.is/Portals/0/DigArticle/7211/Umsogn%20Landverndar_drog%20ad%20skyrslu%20verkefnisstjornar%20RA%203%20afangi_3ágúst2016_LOKA.pdf

Continue Reading→
1 ... 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 ... 217