Search

Landvarðanámskeið 2017

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu.

Continue Reading→

Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu síðdegis.Björt var kosin alþingismaður fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013.Hún er fædd 2. mars 1983. Eiginmaður hennar er Birgir Viðarsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Björt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.Björt hefur m.a. starfað sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala og við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun. Hún starfaði sem mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011 – 2013 og var formaður Geðhjálpar á sama tímabili.Stefnuyfirlýsingríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Continue Reading→

Protected: Stjórnarsáttmálinn

There is no excerpt because this is a protected post.

Continue Reading→

Áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.

Eins og fram hefur komið í almennum tilmælum Umhverfisstofnunar frá síðasta ári um dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum inniheldur kurl sem unnið er úr hjólbörðum hættuleg efni í litlu magni.

Continue Reading→

Atvik í Helguvík

Umhverfisstofnun vinnur að athugun á atviki í verksmiðju Sameinaðs sílikons hf

Continue Reading→

Leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis uppfærðar

Í desember 2016 uppfærði Umhverfisstofnun leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis

Continue Reading→

Kynningarfundur vegna starfsleyfis Thorsil ehf.

Umhverfisstofnun framlengir hér með frest til athugasemda vegna starfsleyfistillögu kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf.

Continue Reading→

Stöðvun starfsemi - Hringrás hf., Reyðarfirði

Þann 21. desember s.l. stöðvaði Umhverfisstofnun tímabundið starfsemi Hringrásar hf. á Reyðarfirði

Continue Reading→

Laxar fiskeldi ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxar fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 500 tonnum á ári af laxaseiðum í fiskeldisstöð að Laxabraut 9, Þorlákshöfn.

Continue Reading→

71% ekki með notendaleyfi við kaup á plöntuverndarvörum

Umhverfisstofnun lauk nýverið eftirlitsverkefni þar sem kallað var eftir gögnum um sölu ársins 2015 á tilteknum varnarefnum

Continue Reading→

Tímabundin lokun göngustígs á Skógaheiði við Skógafoss.

Álag á göngustígum við Skógafoss hefur verið gríðarlegt í vetur vegna mikils ferðamannastraums

Continue Reading→

Eftirlitsferðum ársins að ljúka

Nú eru eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar að klára síðustu eftirlit ársins enda er eftirlitsárið senn á enda

Continue Reading→

Íslenskir eftirlitsmenn í þjálfun í Svíþjóð

Í lok nóvember fóru tveir eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar í námsferð til Svíþjóðar til að kynna sér eftirlit á Sænskum urðunar- og flokkunarstöðum.

Continue Reading→

Frestur vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hólmanes

Umhverfisstofnun vill minna á að frestur til að skila inn athugasemdum vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hólmanes er til föstudagsins 30.

Continue Reading→

Losunarleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil

Continue Reading→

Samvinna Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar um loftgæðamælingar á Akureyri

Föstudaginn 16.desember undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.

Continue Reading→

Stígum lokað við Skógafoss

Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt náttúruvættið Skógafoss í hlýindum og vætutíð síðustu vikna.

Continue Reading→

Fjölgun ferðamanna við Skógafoss

Mikil fjölgun ferðamanna sem hafa heimsótt náttúruvættið Skógafoss

Continue Reading→

Góð mæting og skemmtilegar umræður á málþingi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar

Fimmtudaginn 24. Nóvember stóðu Umhverfisstofnun og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fyrir málþingi undir forskriftinni Umbúðir, hvenær nauðsyn – hvenær sóun?

Continue Reading→

Eftirlit með fæliefnum, nagdýra- og skordýraeitri

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með þremur vöruflokkum sæfivara árið 2015, nánar tiltekið nagdýraeitri, skordýraeitri og fæli- og löðunarefnum.

Continue Reading→

Vöktunaráætlun í auglýsingu

Umhverfisstofnun óskar eftir athugasemdum um tillögu að umhverfisvöktunaráætlun fyrir kísilmálmverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík.

Continue Reading→

Fyrsta eftirlit Umhverfisstofnunar með rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum er lokið

Árið 2015 var fyrsta árið sem Umhverfisstofnun fer með eftirlit samkvæmt reglugerð nr. 442/2015 um raf- og rafeindatækjaúrgang og nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma.

Continue Reading→

Ríkinu stefnt vegna vanefnda á lögum um Mývatn

Umhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, þ.e. Leirhnjúkshraun. Umhverfisráðherra ber ábyrgð á framfylgd laganna. Dómsmálið er höfðað til að knýja á um friðlýsingu þessara svæða eins og lög mæla fyrir um. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd standa saman að dómsmálinu. Árið 2004 setti Alþingi ný lög um verndun Mývatns og Laxár. Lögin eru sérlög um náttúruvernd sem taka til vatnsins og árinnar, en skylda umhverfisráðherra jafnframt til að friðlýsa önnur nánar tiltekin verndarsvæði í Skútustaðahreppi. Nokkur þessara svæða hafa verið friðlýst, svo sem Dimmuborgir og Hverfjall/Hverfell auk þess sem hluti hálendis sveitarinnar er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Mun fleiri svæði hafa þó enn ekki verið friðlýst, þrátt fyrir útfærðar tillögur sem lágu til grundvallar við gildistöku Mývatnslaga fyrir 12 árum síðan. Frestur laganna til þess að ljúka þeim friðlýsingum formlega rann út í árslok 2007, fyrir um níu árum.   Umhverfisverndarsamtökin hafa ítrekað bent ráðherra á að það standi uppá framkvæmdarvaldið að framkvæma umrædd lög sett af Alþingi. Hafa þau talað fyrir daufum eyrum. Á meðan þessi staða er uppi njóta þessi svæði ekki fullrar verndar. Sumum þessara svæða stafar ógn af auknu álagi ferðamanna og að öðrum er hart sótt með framkvæmdir, enda þótt Alþingi hafi við setningu Mývatnslaga tekið skýra afstöðu til þess að framkvæmdir yrðu ekki leyfðar á svæðum sem ætti að friðlýsa. Á þetta við um raflínulagnir Landsnets um Leirhnjúkshraun. Friðlýsingarlistinn sem lá fyrir við gildistöku laganna hefur að geyma 11 svæði, en ekkert hefur saxast á listann undanfarin fjögur ár. Við þessar vanefndir verður ekki unað lengur, að áliti samtakanna sem stefnt hafa umhverfisráðherra. Íslendingum verður sífellt ljósara mikilvægi þess að hlúa að náttúruverðmætum sínum. Fjöregg og Landvernd hafa að leiðarljósi að standa vörð um þá almannahagsmuni sem tengdir eru náttúruvernd í Mývatnssveit. Í því felst meðal annars að lög um verndun svæða séu virt. Náttúruverndarlög byggja á þeirri grunnhugmynd að ákvörðun um friðlýsingu þurfi að taka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, ekki landeigenda. Við það bætist að Alþingi hefur með sérlögum um verndun svæða í Mývatnssveit tekið afstöðu til þess að friðlýsa skuli þar lífríki, jarðmyndanir og landslag sem nýtur sérstöðu. Málshöfðunin er liður í varðstöðu samtakanna um náttúru Íslands.  Stefnan sem PDF.

Continue Reading→
1 ... 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 ... 222