Stöndum vörð um náttúru Íslands, landvernd.is

Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna.

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands? Helstu niðurstöður eru: 56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 17,8% aðspurðra eru andvígir en 26,2% eru hvorki hlynntir né andvíg.
Hugmyndin um þjóðgarð á miðhálendi Íslands á vísan stuðning meðal allra aldurshópa og íbúa allra landshluta. Mestur er stuðningurinn í Reykjavík en þar segjast 64% vera hlynnt stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Minnstur er stuðningurinn í Suðurkjördæmi en þar segist þó rétt innan við helmingur vera hlynntur stofnun þjóðgarðs eða 45%.

Í lok næstu viku rennur út frestur til að skila athugasemdum við drög að þingsályktun um Rammaáætlun. Eftirtalin náttúruverndarsamtök telja að niðurstaða skoðanakönnunarinnar sé til marks um skýran vilja almennings til þess að vernda miðhálendið sem eina óraskaða heild; að öræfi landsins sé auðlind sem sífellt verður dýrmætari.

Eftirfarandi samtök standa að skoðanakönnunni
Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Félag um verndun hálendis Austurlands
Framtíðarlandið
Fuglavernd
Jöklahópurinn Skagafirði
Landvernd
Náttúruvaktin
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsatök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
NAUST
Sól á Suðurlandi
SUNN

Frekari upplýsingar veitir, Árni Finnsson, sími 8972437.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.