Bjarnarflag, landvernd.is

Umhverfismat verði endurtekið

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Morgunblaðið skrifar 10. oktober 2012

Fram kemur í nýlegri umsögn Umhverfisstofnunar um breytt deiliskipulag Bjarnarflagsvirkjunar að þar sem langur tími sé liðin síðan umhverfismat fór fram ætti að endurmeta áhrif allrar losunar affallsvatns frá virkjuninni. Umsögnin er send skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Jafnframt er bent á í umsögn Umhverfisstofnunar að Mývatn og Laxá séu einnig á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum sem hafi alþjóðlegt verndargildi. Ísland hafi skuldbundið sig til þess að framfylgja þeim samningi.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að þessi umsögn sé í anda þess sem samtökin hafa bent á. Þau hafa í bréfi til Landsvirkjunar farið fram á að undirbúningsframkvæmdir í Bjarnarflagi verði stöðvaðar. Haft hefur verið eftir stjórnarformanni Landsvirkjunar að stjórnin komi saman til fundar síðar í mánuðinum og þá verði erindi Landverndar svarað skriflega.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.