Útgáfa

Landvernd vinnur að því að efla umhverfismennt og miðlar þekkingu í umhverfismálum á fjölbreyttan hátt.

Nýjast

Urgangsf.jpg
Af stað með úrgangsforvarnir
Námsefni um úrgangsforvarnir; fatnað, mat og raftæki.

Veggspjöld

Fréttabréf

IMG_1200.JPG
Haustfréttabréf Skóla á grænni grein
Haustfréttabréf Skóla á grænni grein er komið út.
Ylströndin 2013  Afhending Bláfánans í Nauthólsvík í júní 2013
Haustfréttabréf Bláfánans
Árið 2013 er metár Bláfánans á Íslandi og var Bláfáninn dreginn að húni á sjö stöðum á landinu.

Fréttabréf alþjóðasamtakanna í mars
Mars fréttabréf Grænfánaskólanna (Eco-Schools International Newsletter) er komið út. Eins og áður er þar ýmsan fróðleik að finna héðan og þaðan úr heiminum. Þar er minnt á að alþjóðlegi umhverfisdagurinn, 5. júní, er nú tileinkaður verndun hafsins. Það þema stendur okkur Íslendingum nærri og við ættum auðvitað ekki að þurfa sérstakan umhverfisdag til að minna okkur á mikilvægi þess. Í fréttablaðinu er líka aðeins minnst á heimasíðu samtakanna. Hún er uppfull af skemmtilegheitum enda mun hún hafa fengið um 10 000 heimsóknir í mars.

Fréttabréf Eco-Schools
Nýlega er komið út fréttabréfið sem alþjóðasamtökin gefa út: Eco-Schools International, des.2003/jan.2004. Þar er greint frá ýmsu sem er að gerast vítt og breitt um heiminn meðal annars því að nú ætla Chile-búar að fara taka þátt í verkefninu, fyrstir þjóða Ameríku.