Vistheimtarverkefni

Við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar

Vistheimt

Vistheimt er afar mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi, t.d. þar sem landeyðing hefur átt sér stað.

Project Image

Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt. Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti.

Landvernd, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, vinnur með grunn- og framhaldsskólum að langtímaverkefni um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum, og kemur því inn á öll þessi veigamiklu umhverfismál.

Um verkefnið

Vistheimtarverkefni Landverndar hefur verið starfrækt frá 2013 í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og grænfánaskóla.

Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.

Project Image

Markmið

Megintilgangur vistheimtarverkefnisins er að auka þekkingu og dýpka skilning, innan- og utan skólasamfélagsins, á mikilvægi vistheimtar sem aðgerðar til að takast á við landeyðingu, lífbreytileika og loftslagsbreytingar.

Fáir kennarar í grænfánaskólum á Íslandi hafa hingað til treyst sér til að vinna með þemu er tengjast lífbreytileika og loftslagsmálum. Þeir skólar sem taka þátt í vistheimtarverkefninu fá nú aðstoða frá Landvernd og Landgræðslu ríkisins við að búa til djúpstæða þekkingu kennara og nemenda á þessum flóknu umhverfismálum sem áhrif hafi út í nærsamfélag skólans.

Project Image

Námsefni fyrir miðstig grunnskóla

Námsefni í vistheimt á gróðursnauðu landi fyrir miðstig grunnskóla er nú komið út á rafrænu formi og hægt að hlaða niður hér.

Aukaefni
 • Ljósmyndir
 • Listi yfir plöntur
 • Skráningarblað
 • Prufuskráningarblað
 • Myndband um fallgildrur
 • Innsláttur gagna
 • Dæmi um uppsetningu niðurstaðna eftir fyrsta árið
 • Dæmi um uppsetningu niðurstaðna eftir annað árið
 • Uppsetning niðurstaðna fyrir smádýr
 • Hreinsun vatns - verkefnalýsing
 • Tepokaverkefnið - verkefnalýsing

Fyrir kennara

Aukaefni
 • Uppsetning á vinnusvæði

Fjármögnun

Verkefnið er umfangsmikið langtímaverkefni sem Landvernd fjármagnar með styrkjum og arfi sem samtökunum hlotnaðist eftir Áslaugu Hafliðadóttur lyfjafræðing í Reykjavík.

Helstu styrktaraðilar:

 • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Þróunarsjóður námsgagna
 • Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi
 • Sprotasjóður
 • Umhverfissjóður Landsbankans
 • Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar

 

Vistheimtarverkefni

Fréttir

IMG_7686-hopur-835pixlar
Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt
Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt

Uppsettir tilraunareitir
Vistheimtarverkefni Landverndar
Vistheimtartilraunir voru lagðar út í tveimur Grænfánaskólum á Suðurlandi.